Feykir


Feykir - 04.02.2016, Blaðsíða 7

Feykir - 04.02.2016, Blaðsíða 7
05/2016 7 ekkert matarstell fylgdi húsinu. Fyrrum rekstraraðili átti stellið sem var í notkun í húsinu. „Fólk heldur gjarnan að það hafi allt verið til í húsinu og við labbað inn sem húsverðir en það var ekki þannig. Við leigjum húsið af bænum og sjáum um rekstur- inn,“ útskýrir Anna Margrét. Í félagsheimilinu eru ákv- eðnir fastir viðburðir en Anna Margrét og Kristín segja þá hafa farið sífellt fækkandi í gegnum árin en að þær vilji gjarnan fjölga þeim á nýjan leik. Fastir viðburðir eru t.a.m. áramóta- dansleikur, þorrablót, Smábæjar- leikarnir að sumri og Húna- vakan. Um tíma segja þær Búgreinahátíð Austur-Húnvetn- inga og Hreppablótið hafi verið komið annað, auk þess sem Styrktarsjóðsballið hafi fallið niður vegna óviðráðanlegra or- saka, en að þær vonist til þess að þessir viðburðir verði fastir liðir í húsinu á ný. Í desemberbyrjun ákváðu Anna Margrét og Kristín Ósk að vera með opið hús til að kynna hvað þær vildu gera en að sama skapi í von um að fá að heyra frá íbúum hvaða starfsemi þeir vildu sjá í húsinu. Þær segja fleiri hafi komið en þær hafi þorað að vona og að þær hafi fengið fullt af nýjum hugmyndum til að vinna úr. „Hérna áður var mikil klúbbastarfsemi í gangi í húsinu; félagsvist, bridds, skák og fleira. Okkur var sagt að það hafi stundum verið fullt hér í öllum hornum, kannski þrír til fjórir viðburðir í gangi í einu. Þetta er svo stórt hús, það er eitthvað sem við viljum gjarnan fá aftur inn,“ segir Kristín. „Við höfum verið beðnar um að koma hinu og þessu í gang og er það í vinnslu hjá okkur, t.d. er áhugi fyrir skák og félagsvist. Eins að opna húsið fyrir konum í bútasaumi, hafa prjónakvöld, að opna húsið meira sem samverustað. Svo dreymir okkur um bíó - alvöru bíósýningar þar sem við erum með svo flottan bíósal,“ telja þær upp en taka fram að til þess vanti þó nýja sýningarvél. Einnig bráðvanti hljóðkerfi og finna þarf leið til að fjármagna þau kaup. Anna Margrét og Kristín segja að notkunin á húsinu sé nú þegar að færast í aukana, fleiri fundir á virkum dögum og þá sýndu þær einnig frá EM í handbolta á dögunum. Það eru einmitt svona minni viðburðir sem við viljum sjá meira af – að húsið sé notað, það er aðal- atriðið,“ segir Anna Margrét glöð í bragði. „ Svo voru haldnir jólatónleikar í kvikmyndasalnum, þar sem hljómsveitin var skipuð heima- fólki, og voru gífurlega vel sóttir. Hér var haldinn árviss ára- mótadansleikur þar sem Trukkarnir léku fyrir dansi en við erum farnar að kalla þá hljómsveit hússins. Þeir eru á hverri einustu skemmtun hérna orðið og eru búnir að vera hérna á fjórum viðburðum á skömmum tíma. Þeir eru hættir að taka saman bara,“ segir Anna Margrét og hlær. Hljómsveitina skipa strákar frá Blönduósi og nærsveitum og segja þær Anna Margrét og Kristín strákana spila tónlist sem fellur vel í kramið hjá öllum aldurshópum. „Ofboðs- lega flottir strákar og það skín af þeim að þeir hafa gaman að þessu,“ segir Anna Margrét. Allir jákvæðir „Við erum mjög ánægðar með viðtökurnar hjá fólki og hvað það er búið að vera mikið að gerast á þessum stutta tíma frá því við tókum við. Það var t.d. mjög mikið að gera um jólin og reyndi talsvert á alla fjölskyldu- meðlimi um hátíðarnar en ofsa- lega gaman. Maður nennir að liggja yfir þessu dag og nótt liggur við af því það eru allir svo jákvæðir. Maður er stoppaður út í búð og úti á götu þar sem fólk lýsir ánægju sinni yfir því að við séum teknar við félagsheimil- inu.“ Anna Margrét samsinnir henni og segir þakklætið efla þær. Þær nefna eitt tilvik sem þær segjast hafa fundið fyrir Frá viðburði í veislusal félagsheimilisins. MYND: ÚR EINKASAFNI örlitlu mótlæti, þegar halda átti áramótadansleikinn. „Það hefur verið hefð fyrir því að vera með áramóta-ball. Ég man eftir því sjálf sem unglingur, þetta voru skemmtilegustu böllin. Það var svo breiður aldur hérna og allt var æðislegt. Hingað komu krakkarnir sem höfðu fyrst aldur til að komast inn og foreldrar, ömmur og afar,“ rifjar Kristín upp. Nú sé það hins vegar þannig að það sé aðallega unga kyn- slóðin sem mæti. „Við ákváðum um áramótin að hafa 18 ára ball, ekki 16 ára ball, sem var mikið til komið vegna breyttra reglna í sambandi við löggæslukostnaðinn. Okkur hefur verið sagt að það sé hægt og bítandi verið að útrýma 16 ára böllum, að þau séu svolítið barn síns tíma. Við vorum kannski svolítið leiðinlega fólkið sem rauk í það og vorum ekkert sérlega vinsælar fyrir vikið,“ útskýra þær. Þær segja að til þess að hafa lögregluna til taks þurfi að greiða um 100 þúsund krón- ur í löggæslukostnað þegar haldin eru 16 ára böll. Aukinn kostnaður fylgi ýmsu öðru þetta kvöld, dýrara að fá dyraverði, hljómsveitin taki meira fyrir að spila og launakostnaður meiri fyrir starfsfólk sem standi vaktina á barnum. „Þannig að við tókum þennan pól í hæðina en svo fórum við að lesa okkur til í lögum og reglum og þar sáum við að á svona samkomum, þar sem selt er vín, þá mega 16 til 18 ára krakkar koma ef þeir eru í fylgd með fullorðnum, þ.e. for- ráðamanni, foreldri eða systkini eða ættingjum, eldri en 18 ára. Þannig að við fórum út í það að prófa það,“ útskýra þær og segja það hafa tekist vonum framar. „Það var allt skráð þegar komið var inn í hús. Þegar viðkomandi keypti sér miða þá var spurt um aldur og ef hann var á aldrinum 16-18 ára var tekið niður nafn og kennitala, auk nafns og kenni- tölu þess sem sá var í fylgd með.“ Þær viðurkenna að þetta hafi verið þó nokkuð utanumhald og aukavinna en að allt hafi gengið rosalega vel og að unga fólkið hafi verið til fyrir-myndar. „Það voru allir sáttir sem voru hér inni og það skemmtu sér allir vel saman.“ „Gagnrýnin sem við fengum á þetta var að fólk hélt að við værum í raun og veru að útrýma þessum aldursflokki, 16-18 ára, af því þau væru með vesen en það var alls ekki þannig,“ útskýrir Kristín. Sjálfar segjast þær eiga börn á þessu aldursbili og það væri af og frá að þær hafi verið að reyna úthýsa þessum aldursflokki. Það hafi verið kostnaðurinn sem aftraði þeim í upphafi en að blessunarlega fannst þessi farsæla lausn innan ramma laganna. „Við erum komnar langt með það að skipuleggja viðburð fyrir þennan aldur, að fá einhverja flotta listamenn eða plötusnúða sem eru „inn“ þessa dagana,“ segir Anna Margrét. Hún segir hugmyndina vera þá að við- burðurinn myndi henta fyrir unglinga á aldursbilinu 14 til 18 ára og að staðið verði að við- burðinum í samstarfi við skóla og félagsmiðstöðvar á svæðinu. Hús allra – ekki bara okkar Anna Margrét og Kristín segja spennandi tíma framundan og að þær séu með ýmislegt á teikniborðinu. Þær eru búnar að auglýsa stóran handverksmark- að sem þær ætla að halda fyrstu helgina í júní og þær segjast búnar að hafa samband við handverksfólk í Húnavatns- sýslum og í Skagafirði og boðið þeim þátttöku. Þær hvetja handverksfólk til að hafa samband ef áhugi er fyrir því að vera með á markaðnum. Verið er að klæða húsið að utan og verður það gert í áföngum, þá standi einnig til að taka dansgólfið í gegn og pússa það. „Góðir hlutir gerast hægt en það þarf að byrja á því að koma lífi í húsið. Þetta er allt nýtt fyrir okkur og það er frumskógur að fara í gegnum svona skemmtanabransa,“ segir Anna Margrét. Kristín segir ánægjulegt hve margir hafa boðið fram aðstoð sína. „Það er svo frábært hvað það eru margir í bænum búnir að bjóða fram aðstoð sína. Þegar við vorum með opna húsið þá kynntum við m.a. að okkur langaði að vera með vinnudaga þar sem farið yrði í málningar- vinnu og smá viðhald. Það var fullt af fólki sem bauð fram aðstoð sína og vildi eyða hérna nokkrum klukkutímum í að gera húsið betra,“ segir Kristín. „Þetta er náttúrulega hús allra, ekki bara okkar. Þetta er hús fyrir Blönduósinga og nærsveitir en það gleymist stundum að það er allra að hlúa að húsinu,“ segir Anna Margrét. Þá segir hún að húsið hafi upprunalega verið byggt í sjálfboðavinnu, af dríf- andi fólki í bænum. „Maður heyrir það frá eldra fólkinu að það er mjög þakklátt því að við séum að reyna koma einhverju af stað hérna. Það er hálfgerð vanvirðing við fólkið sem byggði húsið upp að láta það drabbast niður, þannig að vonandi tekst þetta hjá okkur,“ segir Anna Margrét að endingu. FÉLAGSHEIMILIÐ Á BLÖNDUÓSI Margir komu að byggingu félagsheimilisins Félagsheimilið á Blönduósi var byggt árið 1962. Margir komu að byggingu hússins á sínum tíma, ýmis félagasamtök áttu hlut í húsinu auk Blönduóshrepps og þá voru margir einstaklingar sem unnu í sjálfboðavinnu og/eða „keyptu sér stól eða borð“ sem þeir hinir sömu höfðu forgang að næstu árin. Arkitekt var Jósef Reynis og byggingarmeistari var Sveinn Ásmundsson frá Ásbúðum á Skaga. Á annarri hæð er rekin Félagsmiðstöðin Skjólið sem er í umsjón Blönduskóla en Leikfélag Blönduós auk Kvenfélagsins Vöku eru með aðstöðu í kjallaranum. Þá hýsir gamla húsvarðaríbúðin tvö þjónustufyrirtæki. Heimild: Blonduos.is Séð yfir kvikmyndasalinn en þar eru gjarnan tónleikar og leiksýningar. MYND: BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.