Feykir


Feykir - 04.02.2016, Blaðsíða 4

Feykir - 04.02.2016, Blaðsíða 4
4 05/2016 Lumarðu á frétt? Hafðu samband við Feyki í síma 455 7176 eða sendu póst á feykir@feykir.is ...allir með! Áskorun til ferðaþjóna á Norðurlandi Ég hef aldrei nokkurn tímann stílað inn á það að fara í búð þegar hún er lokuð. Mér hreinlega dettur það ekki í hug. En auðvitað eins og karlmanni sæmir hef ég misskilið opnunartíma af og til, en það er óvart. Ég hef heldur aldrei búist við að einhver komi til mín þegar það er lokað og læst. Þetta er svona svipað og ástandið er í ferðaþjónustunni á lands- byggðinni um þessar mundir. Ferðaþjónar, sér í lagi þeir smærri, eru tvístígandi yfir því hvort þeir eigi að hafa opið yfir vetrartímann. Það er í sjálfu sér eðlilegt ef litið er tíu ár aftur í tímann. En í dag eru breyttir tímar og sú hugsun að það þýði ekkert að hafa opið „því það komi enginn,“ er að verða barn síns tíma. Vetrarferðaþjónusta er mikið í umræðunni þessa dagana. Við sjáum að þar liggja okkar helstu tækifæri til vaxtar í ferðaþjónustu á Norðurlandi. Hér höfum við snjóinn, myrkrið, kuldann og norðurljósin og að sjálfsögðu bæði gistingu og veitingar. Að ekki sé minnst á frábæra vetrarafþreyingu sem er í boði um allt Norðurland hjá metn- aðarfullum þjónustuaðilum. Hér er líka nóg af gistirými yfir vetrarmánuðina og því mikil vaxtartækifæri á þessum annars rólega tíma. Hér á Norðurlandi er ýmis- legt sem þarf að laga áður en við getum farið að tala um okkur sem áfangastað allt árið. Eitt af því er opnunartími veitingastaða, gistihúsa, afþreyingar og fleiri staða. Til þess að byggja upp vetrarferðamennsku þarf að vera opið. Við ferðaþjónar í Eyjafjarðar- sveit, félagar í Ferðamálafélagi Eyjafjarðarsveitar, höfum ákveð- ið að opna sveitina okkar alla föstudaga í vetur. Ekki svo að skilja að hér sé öllu jafnan nein sérstök gæsla á hreppamörk- unum, heldur viljum við stíga eitt skref í þá átt að þjónusta ferðamenn betur yfir veturinn og gefa þeim kost á að njóta þess sem okkar svæði hefur upp á að bjóða. Um tilraunaverkefni er að ræða sem við skoðum svo í vor hvernig hafi lukkast. Á föstu- dögum á milli kl. 14 og 18 geta ferðamenn og aðrir, gengið að þjónustu opinni í sveitinni. Sumir staðir eru þegar opnir allt árið, en alls ekki allir og nú ætlum við að ríða á vaðið með tilraun sem við vonumst til að gangi vel og verði öðrum svæðum hvatning. Draumastaðan er sú að fleiri afmörkuð svæði á Norðurlandi taki upp þessa aðferð. Opni hjá sér einn fastan dag í viku yfir vetrartímann. Vestur-Húnvetn- ingar gætu byrjað á mánudög- um, nágrannar þeirra í A-Húnavatnssýslu gætu tekið þriðjudaga, Skagfirðingar mið- vikudaga, austurströnd Trölla- skagans og Svalbarðsströnd / Grenivík fimmtudaga, Eyjafjarð- arsveit föstudaga og ferðaþjónar í Þingeyjarsýslum verið með helgaropnanir. Þetta er dæmi um það sem hægt er að gera. Með þessu móti stóraukum við möguleikana á því að halda ferðamönnum lengur hér á Norðurlandi, þeir geta hafið sitt ferðalag á öðrum enda svæðisins og unnið sig svo inn á Norðurlandið eftir því sem vikudögunum líður. Þetta gæfi jafnvel möguleika á sérstökum vikupökkum til sölu. Ég skora hér með á ferðaþjóna á Norðurlandi að setjast niður og skoða hvort þetta sé eitthvað sem sé fýsilegt í eflingu vetrar- ferðaþjónustu. Ferðamálasam- tök og -félög einstakra svæða gætu tekið sameiginlega svona verkefni upp á sína arma. Hugarfarsbreytinga er þörf er varðar vetraropnun og með þessari aðferð væri stigið lítið skref fram á við, sem ekki ætti að vera neinum ofviða. Karl Jónsson Formaður Ferðamálafélags Eyjafjarðarsveitar AÐSENT KARL JÓNSSON SKRIFAR Samfélagsleg áhrif Í Sjónhorninu þann 28. janúar sl. var auglýstur fundur um samfélagsleg áhrif virkjana í Skagafirði. Ég hafði ekki tök á að sækja þann fund, en auglýsingin vakti hjá mér sterkar og áleitnar hugsanir um framtíðarsýn þessa dýrmæta og tækifæra- þrungna héraðs okkar, sem býður opinn faðminn til margs- konar samvinnu lands og lýðs. Hér er náttúrufegurð víð- feðmari og fjölbreyttari en orð fá lýst í stuttu máli, hér er veðursæld meiri en á flestum svæðum landsins. Hér er rýmra milli fjalla og breiðara, samfellt al- gróið og grösugt sléttlendi, með ám sem liðast fagurlega frá hálendi til hafs, um þetta blómlega landbúnaðarhérað. Og inn frá hafinu, meðfram þeim er þessi ágæti flugvöllur, sem þarf aðeins smá lengingu og samhæfingu til að vera besti millilandaflugvöllur landsins, vegna ákjósanlegrar legu og aðflugsskilyrða. Nú er einmitt mikil þörf á slíkum velli, þar sem Keflavíkurflugvöllur annar ekki lengur aukinni millilandaþjón- ustu. Vaxandi ferðamannaþjón- usta á landsbyggðinni og ferða- menn sem hingað koma til að skoða og kynnast landi og þjóð, mundu fá með því margfalt þægilegri og fjölbreyttari val- kosti, álagi á viðkvæma staði landsins yrði dreift með meiri undirbúningi og forsjálni á fleiri stöðum með styttri aksturs- ferðum. Og skilyrði til margs- konar atvinnu mundu dreifast og aukast jafnara um landið. Ungu fólki í ríkara mæli sköpuð framtíðarskilyrði til atvinnu og búsetu í heimabyggðum. Tekjur í samfélagslega sjóði lands- manna þar af leiðandi ört vaxandi öllum til farsældar. Það er glapræði að vanmeta landsins gæði og fjölbreytta möguleika með sóun á þessum auðlindum fyrir erlenda auðhringa og smánar gjald. Hér eru heitar uppsprettur vítt og breitt um landið, frá sumum er búið að leggja hitaveituleiðslur um þéttbýli og sveitir. Sauðárkrókur á sér langa og farsæla sögu í notkun þeirra náttúrugæða. Og Sauðárkrókur átti líka því láni að fagna að njóta lengi starfskrafta þess hug- myndaríka og ósérhlífna mæta manns Jónasar Kristjánssonar læknis. Héðan fór hann suður, setti á stofn Náttúru- lækningafélagið og Heilsuhælið í Hveragerði, sem hann rak þar með miklum glæsibrag til lífsgæða breytinga fyrir fjölda fólks á langri ævi. Því merki hefur hæfileikafólk haldið á lofti þar síðan. En nú er mikil vöntun á nýjum uppbyggingum á nýjum stað fyrir aukna starfsemi á þessu sviði. Árni Gunnarsson, sem þar hefur starfað lengi og vel, var í viðtalstíma í þættinum „Segðu mér“ hjá Sigurlaugu Jónasdóttur nú fyrir fáum morgnum. Þar kom fram að hann er með fullskapaða hugmynd að slíkri framkvæmd einhvers staðar á landinu, enda manna kunnug- astur starfseminni. Vandinn er aðeins sá að hann hefur ekki ennþá fundið hljómgrunn til fjármögnunar. Meðan ráðandi öfl sjá aðeins virkjana og álvers- kosti í hillingum og heilbrigðis- kerfið er fótaþurrka, er ekki hægt um vik. Og fólk virðist ekki þora að taka af skarið til að glæða ljós skynseminnar nóg til þess að breyta þeirri stefnu. Hér á lóð Heilbrigðisstofn- unarinnar á Sauðárhæðum, er mikið rými ónotað. Héðan er víðsýni fagurt til allra átta. Hér eru uppsprettur að heitu og köldu vatni svo að segja við húsvegginn. Og á þessari lóð stendur minnismerki um frum- kvöðulinn og hugsjónamann- inn Jónas Kristjánsson lækni. Maklegt væri og Skagfirðingum mikill sómi að þeir heiðruðu minningu hans og þökkuðu fyrir sig með því að reisa hér á Sauðárhæðum veglegt heilsu- hótel, með samvinnu við endur- reista getu Heilbrigðisstofnun- arinnar og framför í efldum lækningakostum fyrir lands- menn og erlenda gesti, sem eftir mundu leita ef í boði væri. Bláa lónið er talandi vottur um breytilega möguleika á því sviði. Hér er Blönduvirkjun í næsta nágrenni. Frá henni er áætlað að leggja nú feikilega umdeilda og í AÐSENT GUÐRÍÐUR B. HELGADÓTTIR SKRIFAR alla staði óþarfa línu þvert yfir þéttbýlar byggðir og brattlendi, til álvera austur á landi. Hver heilvita maður hlýtur að sjá og viðurkenna að það er hag- kvæmara að nota þá orku til að treysta atvinnuvegi og framtíð nálægra byggðalaga, en flytja hana landshorna á milli með miklum tilkostnaði og ótak- mörkuðum náttúruspjöllum og sjónmengun. Og svo dettur mönnum í hug að fara að eyðileggja þetta blómlega hérað og mannlega samfélag með virkjun í Héraðsvötnum! Reka oddhvassan fleyg í nágranna- samstöðu og gróna vináttu, eyðileggja vatnasvæði og lífríki lífæðar héraðsins frá hálendi á haf út. Ekki hef ég heyrt getið um rannsóknir eða meðvitund til að gera sér grein fyrir afleiðingum þeirrar gerðar. Hvað um lífríkið í vötnunum á þeirri leið? Hvað um flæðiengi og votlendi vatnasvæðisins? Hvað um allan framburð vatn- anna og stórkostlega breytingu á firði og fiskistofnum, land- myndun, landspjöll og um- hverfi? Á að fórna þessu öllu í blindni fyrir fáeinar kílóvatt- stundir raforku, sem engan rekur nokkur nauð til að þjösn- ast í núna og henda í staðinn frá sér ótal möguleikum til annarra ákjósanlegri framkvæmda með langtum minni tilkostnaði og friðsamlegri til frambúðar séð. Því einmitt á þessu svæði er nærtækt dæmi og mörgum enn í fersku minni, vinnubrögðin í aðdraganda og framkvæmd Blönduvirkjunar. Og tilgangs- leysið með heimskulegri til- högun á staðsetningu hennar, virðingarleysið við sóun lands að óþörfu, fyrirlitning ráðamanna, við tillögur og málflutning staðkunnugra heimamanna þar. Og aðferðirnar við að nota sér skoðanamun og gagnslaust ósamkomulag heimafólks, með- an þeir unnu sína baktjalda- vinnu og rótuðust í óaftur- kræfum landspjöllum. Á sagan að fara að endurtaka sig hér í þessu samfélagi? Ekki hafa Húnvetningar orðið ríkari af tilkomu þeirrar virkjunar né notið góðs af því brambolti öllu, enn er ekki gróið með öllu yfir þau sár. Og aldrei verður endurgoldið það sem þar var sóað með offorsi. En fordæmið ætti að vera nærtækt víti til varnaðar. Skagfirðingum óska ég betra hlutskiptis, árs og friðar. Skrifað 31. janúar 2016. Guðríður B. Helgadóttir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.