Feykir


Feykir - 04.02.2016, Blaðsíða 9

Feykir - 04.02.2016, Blaðsíða 9
05/2016 9 sem maður les um. Man svo vel eftir því þegar ég kom á Djúpavog og hafði nýlokið við bók Stefáns Jónssonar Að breyta fjalli og gerist þar. Eins fór ég tvisvar á Seyðisfjörð í sumar og þá varð ég að lesa æviminningar Vilborgar Dagbjartsdóttur sem er þaðan, aftur. Að ég tali nú ekki um Færeyjar, var þar í viku í sumar með vinkonum í leshringnum Gerplum, og les nú bækur sem gerast þar með allt öðru hugarfari og get sett mig inní aðstæður. Nú erum við að tala um að fara á slóðir Jane Austin í Bretlandi næst. Þetta er bara skemmtilegt! Ef þú ættir að gefa einhverjum sem þér þykir vænt um bók, hvaða bók yrði þá fyrir valinu? -Ég myndi gefa bókina Lífsins skák, minningar Önnu P. Þórðardóttur, sem ég vann að sl. ár ásamt henni og Þóru Kristjánsdóttur. En þar sem hún er uppseld í bili (önnur útgáfa á leiðinni) þá myndi ég gefa undurfallega og vandaða bók sem er nýútkomin, Ljóðasafn Vilborgar Dagbjartsdóttur. Og svo er það þetta með lestur og lestrarvenjur, þetta með minnið. Stundum les ég bók sem mér líkar vel við og hef gaman af meðan ég les, en ef ég ætti að segja frá efni hennar viku síðar þá gæti ég ekki unnið mér það til lífs að segja frá efni hennar án þess að kíkja í hana,- þá hlýt ég bara að hafa notað skammtímaminnið og dæmi þá innihald bókarinnar fremur slakt. Vildi að ég gæti sagt eins og góð nágrannakona mín, Ásdís heitin í Ögmundarstöðum, þegar ég spurði hana í forundran þegar hún var að endursegja mér efni einhverrar bókar. „Hvernig er það Ásdís lestu svona mikið?“ spurði ég. „Nei,“ svaraði Ásdís á sinn hógværa hátt, „-en ég man nokkuð það sem ég les.“ -Ég er ástríðufullur lesari og bækur er mitt helsta tómstundagaman. Ef til vill helgast það af því að ég er komin á unglingsár þegar sjónvarpsútsendingar hefjast hér á landi og bóklestur var helsta afþreying barna fyrir þann tíma. Ég les mikið á veturna en fremur lítið yfir sumarið nema þá blöð og e-ð í tölvunni. Ég les allskonar bækur, íslenskar skáldsögur og þýddar, ævisögur og efni byggt á sönnum sögum og gamalt efni. Er vandlát á „krimma“ og spennusögur, háspenna og sögur úr styrjöldum eiga illa við mitt taugakerfi. Svo eru líka bækur sem ég fletti og skoða eins og myndlistabækur og bækur um alls kyns handavinnu, sem ég ætla að gera bráðum og svo matreiðslubækur með uppskriftum sem ég ætla að elda seinna, og alls konar tímarit. Er oft með margar bækur í takinu og vel eftir hentugleikum, er ekki að dvelja lengi við lesningu sem mér líkar ekki, en get að sama skapi dottið í bók þannig að hún fylgi mér milli herbergja og efni hennar hverfi varla úr huga mér svo dögum skipti. Treini mér stundum lesninguna eins og eðalkonfekt og verð svo hálf viðutan og sorgmædd þegar henni lýkur. Hef alltaf dáðst af rithöfundum sem rita fallegan og áhrifamikinn texta. Hvaða bækur voru í uppáhaldi hjá þér þegar þú varst barn? -Ég vildi óska að þá hefði úrvalið af frábærum barnabókum verið eins mikið og nú er. Maður las allt sem maður komst yfir og fékk ævinlega bækur á jólunum, en það var misgott. Man fyrst eftir Millý Mollý Mandý sem varð mikil vinkona mín og sögur Stefáns Júlíussonar um Kára voru eftirsóttar af okkur systkinunum. Fimm bækurnar efir Enid Blyton voru spennandi og einkum þegar farið var að gera útvarpsleikrit eftir þeim. Anna í Grænuhlíð er frábær og enn í uppáhaldi. Grimms ævintýrin voru ekki fyrir mig en ævintýri H. C. Andersen voru og eru yndislegar bókmenntir. Íslenskar þjóðsögur og ævintýri öll fimm bindin lágu. Og í kringum göngur og réttir þá var það gangnaseðillinn og markaskráin. Hver er uppáhaldsbókin þín sem þú hefur lesið í gegnum tíðina? -Nú vandast málið að velja því sumar bækur hafa haft varanleg áhrif á líf mitt og skoðanir og þá fyrir ýmissa hluta sakir. Fæ stundum dellu fyrir höfundum og les allt sem ég finn eftir þá. Á einhverju árabili las ég Laxness allan, en hef ekki áhuga á að lesa hann í dag því það kann að breyta þeim hughrifum sem ég varð fyrir þá og þau vil ég bara muna. Eins var með bækur Isabel Allende. Uppá síðkastið hef ég lesið allt sem ég finn eftir Hanne Vibeke Holst eins og Konungsmorðið og Krónprinsessuna. Hver er þinn uppáhaldsrithöfundur? -Get alls ekki gert uppá milli þeir eru svo margir. Svo einhverjir séu nefndir,-Jónas Hallgrímsson og Astrid Lindgren. Verk þeirra mæla með sér sjálf. Hvaða bók/bækur eru á náttborðinu hjá þér þessa dagana? -Alltaf smá bunki. Var að ljúka við bókina Fjallkonan eftir hana frænku mína og nöfnu Hjartardóttur og er hún aldeilis prýðileg. Bók Guðmundar Andra Thorssonar höfundar og Svo tjöllum við okkur í trallið, bók um Thor föður hans er hreint yndisleg og mannbætandi lesning. Byrjuð á Stóra skjálfta eftir Auði Jónsdóttur og hlakka til að halda áfram. Sýnist hún ólík fyrri bókinni Ósjálfrátt sem var afar góð. Þá er á borðinu bók sem ég gríp í öðru hvoru sem heitir Móðir mín húsfreyjan útg. 1979, þar sem nokkrir þjóðþekktir einstaklingar þá segja frá mæðrum sínum sem flestar voru fæddar fyrir aldamótin 1900. Mjög holl lesning sem sýnir í hnotskurn lífsbaráttu fólks og einkum kvenna þess tíma. Ertu fastagestur á einhverju bókasafni? -Yfir vetrartímann kem ég reglulega á Héraðsbókasafnið og þangað er nú enn eftirsóknarverðara að koma eftir breytingarnar. Gaman að lesa blöð og tímarit og fá sér kaffisopa. Áttu þér uppáhaldsbókabúð? -Meðan Bókabúð Máls og menningar var og hét á Laugarveginum, að ég tali nú ekki um þegar kaffihúsið Súfistinn var á efri hæðinni þá var hún mín uppáhalds. Fer gjarnan á fornbókasölur þar sem ég er stödd og finn oft eitthvað skemmtilegt og skrýtið. Þá er líka notalegt að fara í Pennann/ Eymundsson á Akureyri. Hvað áttu margar bækur í bókahillunum heima hjá þér? -Það eina sem við Siggi minn eigum nóg af og jafnvel meira en nóg, það eru bækur, þær skipta einhverjum þúsundum. Það er ekki siðlegt finnst mér að henda bókum. Það er misjafnt hversu margar bækur ég eignast, giska á 30-50 stykki á ári. Er einhver bók sem hefur sérstakt gildi fyrir þig? -Ég á eina bók gamla og snjáða sem ég hef ekki opnað síðan ég var barn. Þannig var að ég var u.þ.b. tólf ára og varð uppiskroppa með lesefni og fór að skoða fullorðinsbókaskápinn og spurði mömmu hvort ekki væri eitthvað þar handa mér að lesa og rak augun í titilinn Dagbók Önnu Frank um leið. „Nei, þessa bók skalt þú ekki lesa,“ sagði mamma „hún er alls ekki fyrir börn!“ Auðvitað vakti þetta forvitni mína og ég stalst til að lesa hana og uppskar martraðir og andvökunætur yfir hræðilegum örlögum Önnu Frank. Það eru ekki mörg ár síðan ég var í Amsterdam og þar er hús fjölskyldu Önnu orðið að safni og segir sögu og er samnefnari fyrir örlög hollenskra gyðinga í síðari heimstyrjöldinni. Ætlaði mér í eitt skipti fyrir öll að reyna að höndla erfiðar minningar og horfast í augu við staðreyndir. Sá að fyrir utan húsið var biðröð fólks og var hleypt inn í litlum hópum – ég missti kjarkinn og gekk burt með óendanlega sorg í hjarta yfir illsku mannsins og firringu styrjalda. Hefur þú heimsótt staði sem tengjast bókum eða rithöfundum þegar þú ferðast um landið eða erlendis? -Já, og það er ótrúlega mikils virði að hafa heimsótt staði ( BÓK-HALDIÐ ) kristin@feykir.is „Fæ stundum dellu fyrir höfundum og les allt sem ég finn eftir þá“ Ingibjörg Hafstað / bóndi og bókaunnandi í Vík í Skagafirði Ingibjörg Hafstað. MYND: BÞ „Viðtökurnar alveg ótrúlegar og þessi verðlaun algjör kóróna“ Úlfur Úlfur með plötu ársins Hlustendaverðlaunin 2016 fóru fram í Háskólabíói sl. föstudagskvöld. Þar fóru skagfirsku drengirnir, Helgi Sæmundur Guðmundsson og Arnar Freyr Frostason, í hljómsveitinni Úlfur Úlfur heim með verðlaun fyrir bestu plötu ársins. „Þetta ferli tók miklu lengri tíma en við höfðum áætlað og við tókum mörg tímabil þar sem við sáum fram á að þetta myndi aldrei hafast. Á síðustu metrunum vorum við svo farnir að efast stórlega um að það væri eitthvað varið í gripinn en ákváðum, eftir að hafa leyft fólki að heyra, að gefa hana út. Svo voru viðtökurnar alveg ótrúlegar og þessi verðlaun algjör kóróna,“ sagði Helgi Sæmundur í samtali við Feyki. Hlustendaverðlaunin eru stærsti viðburður sem útvarpssvið 365 miðla stendur fyrir á hverju ári. /BÞ Helgi Sæmundur og Arnar Freyr kampakátir.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.