Feykir


Feykir - 04.02.2016, Blaðsíða 5

Feykir - 04.02.2016, Blaðsíða 5
05/2016 5 Þriðja svekkelsis tapið í röð hjá Stólunum Dominos-deildin í körfubolta: Haukar - Tindastóll 79-76 Tindastólsmenn töpuðu þriðja leiknum í röð í Dominos-deildinni sl. föstudagskvöld þegar þeir sóttu Hauka heim í Hafnarfjörðinn. Leikurinn var jafn og spennandi en varnarleikur liðanna var heldur öflugri en sóknarleikurinn. Það voru hinsvegar heimamenn sem reyndust kraftmeiri á lokamínútunum og sigruðu 79-76. Tindastóll leiddi 18-19 eftir fyrsta leikhluta og Stólarnir leiddu lengstum í öðrum leikhluta. Sóknarleikur beggja liða var þó frekar tilviljana- kenndur en eftir að Haukar komust yfir, 34-33, setti Pétur (ekki Viðar) niður þrist og tvær silkimjúkar körfur fylgdu í kjölfarið frá Svabba. Staðan 34-40 fyrir Tindastól í hálfleik. Líkt og í leiknum gegn Þór á dögunum komu Stólarnir illa fyrirkallaðir inn í seinni hálfleikinn og það voru heimamenn sem gerðu fyrstu átta stigin og komust yfir, 42-40. Lewis svaraði fyrir Tindastól en næstu mínútur voru heimamenn öflugri og Haukur Óskarsson kom þeim sjö stigum yfir með þristi, 56-49, þegar fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Þá hertu Stólarnir á vörninni og fóru hvað eftir annað á vítalínuna í sókninni. Þar voru strákarnir ekki að eiga góðan dag því í heildina klikkuðu þeir á ellefu vítum sem reyndist dýrkeypt þegar upp var staðið. Það dró saman með liðunum og Lewis setti niður annað víta sinna þegar hálf mínúta var eftir af þriðjungnum og minnkaði muninn í 59-58. Þristur frá Kristni Marinóssyni jók muninn í 62-58 áður en lokafjórðungurinn hófst. Þristur frá Pétri og karfa frá Lewis komu Stólunum yfir, 64-65, og Pétur kom Stólunum aftur yfir 66-67, þegar fjórar og hálf mínúta var eftir. Þá varð sóknarleikur Tindastóls ráðleysislegur, menn reyndu að finna Lewis en Haukarnir lokuðu vel á hann. Hill vissi ekki hvort hann var að koma eða fara þegar hann var inná og heimamenn gengu á lagið og gerðu átta stig í röð. Staðan 76-68 þegar Helgi Margeirs setti niður skrautþrist og í kjölfarið stal Lewis boltanum á miðju og minnkaði muninn í 76-73. Spenna hljóp á ný í leikinn síðustu mínútuna en lukkan var ekki í liði Stólanna, sem kórónaðist í því að Pétur missti fótanna og boltann útaf þegar skammt var eftir. Hann setti þó niður þrist í þann mund sem leiktíminn rann út en það dugði ekki til. En eitt svekkelsis tapið. Lokatölur 79-76. Pétur átti ágætan leik í gær þó hann hafi verið óheppinn í lokin. Hann gerði 13 stig, tók sex fráköst og átti sjö stoðsendingar. Jerome Hill var stiga- hæstur með 21 stig og fimm fráköst, þar af fjögur sóknarfráköst. Lewis var með 19 stig og fimm stolna bolta auk fimm frákasta. Þá var Svabbi með ágæta innkomu og Helgi Viggós spilaði fína vörn á Mobley. Í liði Hauka voru Emil Barja og Kári Jónsson góðir. Næsti leikur Tindastóls er hér heima fimmtu- daginn 4. febrúar, í kvöld, en þá koma Njarðvík- ingar í heimsókn. Það er kristaltært að nú verða Stólarnir að girða sig í brók og fara að styrkja stöðu sína svo menn fari ekki að óttast verulega um sæti í úrslitakeppninni. /ÓAB Stig Tindastóls: Hill 21, Lewis 19, Pétur 13, Svavar 7, Helgi Viggós 6, Flake 4, Helgi Margeirs 3 og Viðar 3. Vikuna 24.–30. janúar var rúmum 36 tonnum landað á Skagaströnd. Þá var landað rúmum þremur tonnum á Hofsósi og rúmum 240 tonnum á Sauðárkróki. Engar landanir voru skráðar á Hvammstanga. Alls gera þetta réttrúm 280 tonn á Norðurlandi vestra. /BÞ Aflatölur 24.–30. janúar 2016 á Norðurlandi vestra Aldan með rúm ellefu tonn SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG SKIP/BÁTUR VEIÐARFÆRI KG ÍÞRÓTTAFRÉTTIR Fleiri íþróttafréttir á Feykir.isF HOFSÓS Ásmundur SK 123 Landb. lína 3.340 Alls á Hofsósi 3.340 SAUÐÁRKRÓKUR Hafborg SK 54 Þorskfisknet 2.063 Klakkur SK 5 Botnvarpa 100.859 Málmey SK 1 Botnvarpa 137.527 Alls á Sauðárkróki 240.449 SKAGASTRÖND Addi afi GK 97 Landb. lína 3.054 Alda HU 112 Landb. lína 11.090 Bogga í Vík HU 6 Landb. lína 825 Dagrún HU 121 Þorskfisknet 1.214 Guðmundur á Hópi Landb. lína 7.878 Stella GK 23 Landb.lína 4.660 Sæfari HU 200 Landb. lína 3.260 Ölli Krókur GK 211 Landb. lína 4.311 Alls á Skagaströnd 36.292 Myron Dempsey tekur við af Jerome Hill Körfuknattleiksdeild Tindastóls Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem sagt er frá því að gengið hefur verið frá ráðningu á nýjum kana en Stólarnir hafa á ný samið við Myron Dempsey sem lék með liðinu á síðasta tímabili. Þetta ætti að gleðja stuðnings- menn Tindastóls en ljóst er að Dempsey er talsvert skemmtilegri leikmaður en Jerome Hill, listamaður í loftinu og gerði margar gullfallegar körfur á síðustu leiktíð. Nú er bara að krossa fingur og vonast til þess að Dempsey verði fljótur að ná takti með sínum gömlu samherjum sem léku á köflum frábærlega saman í fyrravetur. Dempsey verður vonandi klár í slaginn þegar Njarðvíkingar mæta í Síkið nú í kvöld. Hill farinn til Keflavíkur Í tilkynningunni segir jafnframt að stjórn kkd. Tindastóls hafi komist að samkomulagi við Jerome Hill um að hann hafi leikið sinn síðasta leik með liði Tindastóls og er honum þakkað samstarfið. Miklar væntingar voru gerðar til Hill sem þótti ansi spennandi kostur fyrir Tindastól og var reiknað með því að hann ætti eftir að lýsa upp Dominos- deildina. Fljótlega varð þó ljóst að Hill var ekki sá leikmaður sem vonast var eftir og oftar en ekki sátu stuðningsmenn Stólanna og klóruðu sér í kollinum yfir frammistöðu hans. Mörgum þykir það svo kannski skjóta skökku við að Hill var snöggur að finna sér annað lið á klakanum því topplið Kefl- víkinga tryggði sér starfskrafta hans. /ÓAB Mette Mannseth er liðs- stjóri Draupnir/Þúfur Meistaradeild Norðurlands í hestaíþróttum Meistaradeild Norðurlands hefur nú kynningu á liðum KS-Deildarinnar 2016 en keppnin hefst þann 17. febrúar nk. Fyrsta liðið sem kynnt er til leiks er Draupnir/ Þúfur. Liðstjóri er Mette Mannseth og með henni í liði eru Gísli Gíslason, Barbara Wenzl og Artemisia Bertus en hún kemur ný inn í þetta lið. Lið Draupnis endaði í 3. sæti í liðakeppninni í fyrra og ætla þau sér eflaust stærri hluti í ár,“ segir í fréttatilkynningu. Keppniskvöld KS-Deildarinnar eru: 17. febrúar Fjórgangur 2. mars Fimmgangur 16. mars Tölt 30. mars Gæðingafimi 6. apríl Slaktaumatölt og skeið /BÞ Myron Dempsey í baráttunni síðastliðið vor. MYND: ÓAB Séð yfir Gamla bæinn og hafnarsvæðið á Sauðárkróki. MYND: BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.