Feykir


Feykir - 04.02.2016, Blaðsíða 6

Feykir - 04.02.2016, Blaðsíða 6
6 05/2016 tíma til. Hann er menntaður matreiðslumaður líka og hugs- anlega væri hægt að fá hann til að taka eina og eina veislu. Píparakunnáttan nýtist líka vel,“ segir Kristín og brosir. „Guðmundur hefur verið í dyravarðabransanum í mörg ár og svo koma þeir báðir með okkur í þrifin,“ skýtur Anna Margrét að. Sem fyrr segir hafa börn þeirra einnig sýnt rekstrinum mikinn áhuga en hvorar um sig eiga þær fjögur börn. „Ég á strák sem er mjög áhugasamur um þetta allt saman, stundum einum of,“ segir Anna Margrét og hlær. „Við njótum góðs af því, þannig að það er bara frábært,“ bætir Kristín við. Þakklætið eflir okkur Kristín segir að umfangið hafi komið þeim svolítið að óvörum og að fjárfestingarnar hafi verið persónulegri en þeim hafði grunað í upphafi. „Við gengum aðeins á vegg með þetta. Það var margt inní þessu sem við vorum ekki alveg búin að hugsa til enda. Þetta urðu persónulegri fjárfestingar en okkur grunaði en við lítum á þetta sem vinnu og vonandi, hægt og rólega, byggist þetta upp og verður eitthvað meira úr þessu en hefur verið.“ Hún nefnir sem dæmi að þegar þær tóku formlega við félagsheimilinu kom í ljós að Dreymir um að fylla húsið af lífi Anna Margrét og Kristín Ósk hafa tekið við rekstri Félagsheimilisins á Blönduósi Draumurinn er að það verði meiri menning í þessu húsi en þetta er stórt og mikið hús og hefur verið illa nýtt. Hugsunin hjá okkur er að fá fleira fólk og nýta það betur. Okkur dreymir um að það verði ekki bara stórir viðburðir heldur að húsið verði nýtt betur undir smærri viðburði, s.s. fundi, ráðstefnur og veislur og að við getum sniðið húsið eftir þörfum,“ segja stöllurnar sem vinna nú hörðum höndum að því að fá fleiri slíka viðburði inn í félagsheimilið. Félagsheimilið á Blönduósi er fjölnota samkomu- hús með tvo sali, veislusal og kvikmyndasal. Veislusalurinn tekur 170 manns í sæti en þar er hægt að vera með veislur fyrir VIÐTAL Berglind Þorsteinsdóttir allt að 220 manns með því að vera með borð niðri á gólfi. Þá er kvikmyndasalur sem tekur 250 manns í sæti og hefur gjarnan verið notaður undir t.d. leik- sýningar og tónleika. Anna Margrét og Kristín viðurkenna að þegar þær ákváðu að taka að sér rekstur félags- heimilisins vissu þær ekki alveg hvað þær voru að koma sér í, bæði hvað varðar ástand og aðbúnað hússins en einnig hafi þær þurft að demba sér í að kynna sér skemmtanabransann. Þær hafi þó fullan stuðning eiginmanna sinna og barna sem taka óspart þátt í þessu nýja ævintýri með þeim. „Upphafið af þessu var að maðurinn minn hefur haft voða mikinn áhuga á þessu húsi og hann bað mig um að koma með sér að kanna þetta,“ segir Anna Margrét en eiginmaður hennar er Guð- mundur Jakob Svavarsson frá Öxl í Vatnsdal. „Við fórum að athuga málið en sáum að þetta gekk ekki fyrir okkur ein og hættum við þetta allt saman,“ segir Anna Margrét ennfremur. Hún og Kristín Ósk starfa báðar sem leikskólakennarar á leik- skólanum Barnabæ á Blönduósi. Einn föstudag bar félagsheimilið á góma þeirra á milli. „Við Kristín fórum eitthvað að tala saman í vinnunni og þá kom upp að hún hefði áhuga á þessu líka,“ bætir hún við. Kristín segir frá því að þær hafi hist ásamt eiginmönnum sínum sunnu- daginn eftir að samtalið átti sér stað til að ræða frekar hvort þetta væri eitthvað sem þau vildu gera í sameiningu. „Á mánudeginum vorum við komnar inn á borð hjá Arnari bæjó að ræða málin,“ segja þær og brosa. Í kjölfarið stofnuðu þau fyrirtæki utan um reksturinn sem nefnist Hafa gaman. Eiginmaður Kristínar er Guðmundur Haukur Jakobsson og er pípulagningamaður, hjónin eru bæði fædd og uppalin á Blönduósi. „Við erum mjög gott teymi saman, enda er mjög gott að það séu tvenn hjón í þessu sérstaklega upp á viðveruna að gera. Það var það sem fældi okkur Guðmund frá þessu upphaflega, að þurfa alltaf að vera bundinn yfir þessu,“ segir Anna Margrét. Kristín tekur undir. „Guðmund- ur, maðurinn hennar Önnu, er alveg með okkur í þessu og maðurinn minn með annan fótinn eftir því sem hann hefur Um miðjan nóvember síðastliðinn tóku þær Anna Margrét Arnardóttir og Kristín Ósk Bjarnadóttir við rekstri Félagsheimilisins á Blönduósi. Um er að ræða stórt og glæsilegt hús sem býður upp á ótal möguleika undir fjölbreytt starf og viðburði fyrir Blönduósinga og nærsveitunga. Að sögn Önnu Margrétar og Kristínar er kominn tími á viðhald á ýmsu, innan sem utan, og er ljóst að ærið verk er fyrir höndum. Þær segjast hafa ákveðið að hella sér í þetta verkefni af einskærri hugsjón um að blása lífi í menningarlíf svæðisins. Kristín Ósk og Anna Margrét fyrir utan Félagsheimilið á Blönduósi. MYND: BÞ

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.