Feykir


Feykir - 04.02.2016, Blaðsíða 2

Feykir - 04.02.2016, Blaðsíða 2
2 05/2016 Herra Hundfúll er lítt stoltur af þeirri þjóðaríþrótt Íslendinga að nöldra. Nú eru til dæmis allir með Ófærð milli tannanna en fólk virðist skiptast í tvær fylkingar varðandi gæði þáttanna eins og oft vill verða. Margir lifa sig inn í atburðarásina og eru orðnir verulega áhugasamir um hver morðinginn reynist vera í þorpinu sem Sigló og Seyðisfjörður leika. Aðrir geta ekki beðið eftir að verða fyrstir til að finna eitthvað til að svekkja sig yfir í þáttunum og hlaupa með það á Facebook við fyrsta tækifæri. Leik leikaranna, vonlaust handrit, endalaust vont veður, getuleysi lögreglunnar, holur í plottinu, staðreynda- villur, aumingjaskap í Vegagerðinni að moka ekki heiðina o.s.fr. Meira að segja bezzerwizzarar í 101 eru orðnir að sérfræðingum á samfélagsmiðlum í mokstri heiða. Það er eins og fólk haldi að það sé eitthvað sérlega gáfað og snjallt ef það getur tínt til einhverja hluti sem eru að þeirra mati ekki eins og þeir eiga að vera. Allir virðast þó bíða spenntir eftir næsta þætti – hver á sínum forsendum. Er það ekki merki um gott sjónvarpsefni? Herra Hundfúll nöldrari Útgefandi: Nýprent ehf., Borgarflöt 1, Sauðárkróki Póstfang Feykis: Borgarflöt 1, 550 Sauðárkrókur Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Berglind Þorsteinsdóttir – berglind@feykir.is & 455 7176, 694 9199 Blaðamenn: Kristín Sigurrós Einarsdóttir – kristin@feykir.is & 867 3164 Óli Arnar Brynjarsson – oli@feykir.is Áskriftarverð: 530 kr. hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 650 kr. með vsk. Áskrift og dreifing: Nýprent ehf. Sími 455 7171. Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum LEIÐARI Ófærð milli tannanna á fólki Gaf landsvölu sem var fönguð í Árskóla árið 1973 Árskóli fær uppstoppaða fugla að gjöf Árskóla á Sauðárkróki var afhent flott gjöf í vikunni þegar Ingólfur Sveinsson kom færandi hendi og gaf Árskóla tvo uppstoppaða fugla; landsvölu og tildru. „Það er gaman að segja frá því að landsvalan sem er sjaldgæfur fugl á Íslandi, fannst í skólahúsi Árskóla við Skagfirðingabraut haustið 1973 þegar hluti hússins var enn í byggingu. Fuglinn, sem átti enga möguleika á að lifa hér á landi, flaug inn í hálfbyggt húsið. Hann var fangaður og settur í búr, en lifði aðeins tvo daga, “ segir á vef Árskóla. Landsvala lifir á skordýrum sem hún tekur á flugi. „Við færum Ingólfi bestu þakkir fyrir gjöfina,“ segir loks í frétt Árskóla. /BÞ Samningur um sjúkra- flutninga undirritaður Starfssvæði HSN í Skagafirði Samkvæmt fréttatilkynningu gildir samningurinn til 5 ára og nær til allra sjúkraflutninga í Skagafirði utan Fljóta sem njóta þjónustu frá Fjallabyggð. Samningurinn er á milli Heil- Við undirritun samningsins. Eftir röð frá vinstri; Þorsteinn Þorsteinsson yfirlæknir, Herdís Klausen yfirhjúkrunarfræðingur, Örn Ragnarsson framkvæmdastjóri lækninga og Vernharð Guðnason slökkviliðsstjóri. Neðri röð frá vinstri; Jón Helgi Björnsson forstjóri HSN og Ásta Pálmadóttur sveitarstjóri Svf. Skagafjarðar. MYND: HSN brigðisstofnunar Norðurlands (HSN) og Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir hönd Bruna- varna Skagafjarðar (BS) sem sjá um framkvæmd samningsins. „Gert er ráð fyrir að fjöldi sjúkraflutninga verði 280 á ári að jafnaði á samningstímanum. Samningur sem þessi gerir starfsemi BS öflugri og með slíkum samningi er það ætlun manna að áfram verði afar góð þjónusta við íbúa og þá sem heimsækja Skagafjörð,“ segir í fréttatilkynningu frá Bruna- vörnum Skagafjarðar. Á undanförnum misserum hefur verið gert mikið átak í menntun sjúkraflutningamanna sem starfa hjá BS. Í samstarfi BS, Heilbrigðisstofnunarinnar og ekki síst sjúkraflutninga- mannanna sjálfra hefur tekist að auka menntunarstig og þjálfun sjúkraflutningamanna. Nú eru allir sjúkraflutninga- menn hjá BS neyðarflutn- ingamenn. „Mikil ánægja er með að tekist hefur að tryggja óbreytt fyrirkomulag sjúkra- flutninga og það góða samstarf sem ríkt hefur á milli BS og starfsfólks HSN á Sauðárkróki,“ segir loks í tilkynningu. /BÞ Breytingum á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga mótmælt Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) mótmæla þeim hugmyndum sem koma fram í þingskjali nr. 290, um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaga, þar sem gert er ráð fyrir að auknum tekjum Jöfnunar- sjóðs vegna hlutdeildar í sérstökum skatti á fjármála- fyrirtæki verði ráðstafað árlega í samræmi við álagt heildarútsvar ársins 2013. Þetta kemur fram í fundar- gerð SSNV frá 12. janúar sl. Í fundargerð segir að SSNV veki athygli á að meðalútsvar á landinu árið 2014 var kr. 417.035,- á íbúa. Meðalút- svarstekjur sveitarfélaga á starfssvæði SSNV, Húnavatns- sýslum og Skagafirði, námu á sama tíma kr. 383.332,- á íbúa. Mismunurinn er kr. 33.703,-. „Það er illskiljanlegt hvernig það getur talist sanngjarnt eða samræmst 8. gr. laga nr. 4/1995, um tekju- stofna sveitarfélaga, þar sem skýrt kemur fram að hlutverk Jöfnunarsjóðs sé að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga með framlögum úr sjóðnum, að sérstöku framlagi Jöfnunar- sjóðs skuli eiga að ráðstafa þannig að þau sveitarfélög sem þegar hafa mestar tekjur fái bróðurpartinn af tekjum Jöfnunarsjóðs af sérstökum skatti á fjármálafyrirtæki samkvæmt lögum nr. 155/2010, með síðari breyt- ingum,“ segir loks í fundar- gerð. /BÞ Þann 28. janúar var skrifað undir samning um sjúkraflutninga á starfssvæði Heilbrigðisstofnunar Norðurlands í Skagafirði. Heildarupphæð samningsins er 30.000.000 á ári og tekur hann tillit til alls kostnaðar við mannahald, þjálfun og menntun ásamt eftirliti með búnaði greiningasveitar. Metfjöldi gesta árið 2015 Selasetur Íslands Á síðasta ári heimsóttu rúmlega 27 þúsund ferða- menn Selasetur Íslands á Hvammstanga. Samkvæmt vef Selasetursins er það 35% aukning frá árinu 2014. Árið 2014 var jafnframt metár með um 20 þúsund gestakomur. Gestakomur í Selasetur Íslands hafa aukist jafnt og þétt síðustu ár og það er því ljóst að aukinn fjöldi ferða- manna á landinu er að skila sér í Húnaþing vestra. /BÞ Verður sett á sölu Skólahúsnæði við Freyjugötu á Sauðárkróki Byggðarráð Sveitarfélags- ins Skagafjarðar hefur samþykkt að skólahús- næðið við Freyjugötu á Sauðárkróki verði auglýst til sölu, þ.e. gamli barna- skólinn. Þetta kemur fram í fundargerð Byggðarráðs frá því í 28. janúar sl. Byggðarráð felur sveitar- stjóra að koma með tillögu að texta auglýsingar á næsta fund ráðsins. /BÞÓskar Björnsson skólastjóri Árskóla veitir gjöfinni, uppstoppaðri landsvölu og tildru, frá Ingólfi Sveinssyni viðtöku. MYND: ÁRSKÓLI.IS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.