Feykir


Feykir - 04.05.2016, Síða 3

Feykir - 04.05.2016, Síða 3
17/2016 3 www.skagafjordur.is Auglýsing um skipulagslýsingu vegna deiliskipulags Hegranesþingstaðar í Skagafirði Gerð hefur verið skipulagslýsing vegna fyrirhugaðs deiliskipulags fyrir Hegranesþingstað í landi Garðs í Hegranesi. Skipulagslýsingin gerir ráð fyrir nýju deiliskipulagi fyrir hinn forna þingstað og nánasta umhverfi, svæðið er í dag lítið afmarkað. Skipulagssvæðið er um 12,5 ha að stærð. Framangreind skipulagslýsing var samþykkt á fundi Skipulags- og byggingarnefndar þann 4. desember 2015, staðfest á fundi sveitarstjórnar þann 9. desember 2015. Skipulagslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar www.skagafjordur. is og til sýnis í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut 17-21 frá 29. apríl til 25. maí 2016. Skriflegum ábendingum við skipulagslýsinguna skal skila til skipulags – og byggingarfulltrúa í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut eigi síðar en 25. maí 2016. Sauðárkróki 27. apríl 2016 Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi FRÁ HEILBRIGÐISSTOFNUNINNI SAUÐÁRKRÓKI Tímapantanir í síma 455 4022 9. OG 10 MAÍ Sigurður Albertsson, alm. skurðlæknir 27. MAÍ Haraldur Hauksson, alm/æðaskurðlæknir Sérfræðikomur í maí Feykiflottur Liggurðu á frétt? Áttu skemmtilega mynd sem gaman væri að birta í Feyki? Hafðu samband > feykir@feykir.is Sumarið í CrossFit 550 Heitt jóga   Tímarnir verða í CrossFit 550, salurinn verður hitaður upp til að framkalla kjöraðstæður fyrir iðkun á heitu jóga. Hádegistímar kl. 12:00 – 13:00 á þriðjudögum og fimmtudögum og kvöldtími kl. 20:00 á miðvikudögum í júní. Kennari verður Daníel Þórarinsson. Í þessum tímum verður Absolute-serían kennd, en hún er kennd við Absolute Yoga Academy skólann sem nýtur mikilla vinsælda á heimsvísu og er einn stærsti og virtasti jógakennaraskóli heims. Í seríunni eru 50 fremur hefðbundnar Hatha-jógastöður sem nánast allar eru framkvæmdar í kyrrstöðu og því hentar þessi sería sérstaklega vel fyrir byrjendur. Í boði er að skrá sig í heilt námskeið, alls 12 tímar á 16. 800 kr. (1. 400 kr. hver tími) eða í stakan tíma á 1. 600 kr. Jóga dagskráin í júlí verður svo auglýst síðar. Krakka - CrossFit !!! Ætlum að bjóða krökkum á aldrinum 9-12 ára að mæta í sérstaka Krakka CrossFit tíma á laugardögum frá og með 21. maí. 9-10 ára kl. 11:30 11-12 ára kl. 13:00 Aðal áherslan verður að kenna þeim réttu tökin og hafa gaman saman. Námskeiðið verður kennt sex laugardaga í um 60 mín í senn og kostar 3500 kr. á barn. Þjálfarar verða Erna Rut og Guðmundur Helgi ásamt Braga Erni, dyggum aðstoðarmanni! Sumardíll í CrossFit 550 !! * Sumarkort frá 1. júní – 31. ágúst á 17. 900 kr. * Grunnnámskeið 30. maí + Sumarkort á 22. 900 kr. Breytingar á tímatöflu fyrir sumarið! * Við bætum við tímum kl. 16:15 alla daga. - Sjá tímatöflu á heimasíðu. Þessar breytingar taka gildi 1. júní CrossFit 550 Borgarflöt 5 550 Sauðárkrókur www.crossfit550.is crossfit550@crossfit550.is Skráning á bæði jóganámskeiðið og krakkanámskeiðin fer fram á heimasíðunni okkar www.crossfit550.is en fyrir frekari upplýsingar þá má hafa samband í gegnum crossfit550@crossfit550.is Life is all about facing new challenges Frábær þátttaka í afmælis- krossgátunni Feykir Metfjöldi innsendra lausna barst vegna afmæliskross- gátu Feykis sem birtist í 15. tölublaði. Feykir þakkar þátttökuna og góðar afmæliskveðjur sem bárust með lausnunum. Eftirfarandi vinningshafar voru dregnir út: Tveir miðar á leikritið Fullkomið brúðkaup: Bryndís Óladóttir Austurgötu 16 565 Hofsósi Geisladiskur Gísla Þórs Ólafssonar, Gillon: Elín Jónsdóttir Raftahlíð 75 550 Sauðárkróki Geisladiskur Karlakórsins Lóuþræla, Senn kemur vor: Sigríður Guðmundsdóttir Hlaðhömrum 2, íbúð 101 270 Mosfellsbær Leikhúsmiðanna má vitja í miðasölunni í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki. Aðrir vinningar verða sendir heim til vinningshafa í pósti. /KSE Kynning um borð í flugvélum Icelandair Austur-Húnavatnssýsla Næstu þrjú árin verður Austur-Húnavatnssýsla kynnt í sjónvarpsþáttunum Unique Iceland sem sýndir eru um borð í flugvélum Icelandair. Blönduósbær og Húnavatnshreppur hafa gert samning við Icelandair um gerð og birtingu kynningarefnis í markaðskerfi flugfélagsins. Frá þessu er greint á vefnum Húnahornið. Samningurinn er til þriggja ára og verður kynningarefnið einnig á vefsíðu og í fréttablaði Icelandair. Tökulið frá Sagafilm hefur nú þegar tekið upp efni úr sveitarfélögunum sem notað verður í kynninguna. Icelandair hefur framleitt sjónvarpsþætt- ina Unique Iceland síðan árið 2011 í samráði við markaðs- skrifstofur og ferðaþjónustu- aðila á Íslandi. Þættinum er fyrst og fremst ætlað að selja áfangastaðinn Ísland og um leið að skemmta, fræða og upplýsa ferðamenn um land og þjóð. Arnar Þór Sævarsson bæjarstjóri á Blönduósi segir í samtali við Húnahornið að markmiðið með samningnum sé fyrst og fremst að vekja athygli á svæðinu. „Við höfum í auknum mæli verið að færa okkur yfir í aðra miðla en prentmiðla til að vekja athygli á okkur eins og samfélagsmiðla og netmiðla. Ferðaþjónusta er sífellt að vaxa hjá okkur. Fleiri gististaðir að opna og svo getum við tekið við töluvert fleiri ferðamönnum áður en menn fara að verða varir við átroðning. Þannig að við eigum mikið inni,“ segir Arnar Þór í viðtali á Húnahorninu. /KSE

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.