Fréttablaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 14.05.2018, Blaðsíða 38
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5407. Elskulegur eiginmaður minn, faðir og afi, Albert Wathne Sautjándajúnítorgi 1, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ 8. maí 2018. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 17. maí kl. 13.00. Maja Veiga Halldórsdóttir Jóhann Ottó Wathne Heiðar Davíð Wathne Elísabet Wathne Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Guðjón S. Sveinbjörnsson prentari, Boðaþingi 24, lést á líknardeild Landspítalans mánudaginn 7. maí. Útför hans fer fram frá Áskirkju föstudaginn 18. maí klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Karitas eða líknardeild Landspítalans. Símonía K. Helgadóttir Jóhanna S. Guðjónsdóttir Vilhjálmur J. Guðbjartsson Sveinbjörn Guðjónsson Kristín Viktorsdóttir Ingibjörg H. Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ó lafur Ragnar Gríms-son, þáverandi for-seti Íslands, og Dorrit Moussaieff gengu í hjónaband 14. maí 2003, eða fyrir sléttum fimmtán árum. Þau höfðu verið trúlofuð frá árinu 2000. Forsetahjónin voru gefin saman á afmælisdegi Ólafs Ragnars eftir afmælishátíð sem haldin var í Borgar- leikhúsinu í tilefni af sextugs afmæli for- setans. Guðmundur Sophusson, sýslumaður í Hafnarfirði, gaf brúðhjónin saman. Athöfnin var látlaus og fór fram í Bessa- staðastofu að fjölskyldu forsetans við- staddri og var það í fyrsta skipti í sög- unni sem forsetabrúðkaup fór fram á Bessastöðum. Dorrit vakti strax athygli og vann fljótlega huga og hjörtu íslensku þjóðar- innar. Hún tók virkan þátt í embættis- störfum Ólafs Ragnars alveg þangað til hann lét af embætti, árið 2016. Hún var áberandi í forsetakosningunum árið 2012 og til marks um það var vefslóðin á heimasíðu framboðs Ólafs Ragnars þá www.olafurogdorrit.is Þau Ólafur og Dorrit hafa ekki flíkað einkalífi sínu mikið í fjölmiðlum, en for- setinn fyrrverandi sló þó á létta strengi þegar þau voru í heimsókn á Fljótsdals- héraði á Valentínusardaginn 2014. Í fyrirspurnartíma í Menntaskólanum á Egilsstöðum var Ólafur spurður hvort hann ætlaði að gera eitthvað fyrir frúna í tilefni Valentínusardagsins. „Ég velti fyrir mér hvað ég ætti að gera fyrir Dorrit og ákvað að bjóða henni í fjósið. Ég veit það er ekki rómantískt en stundum held ég að hún elski beljurnar meira en mig. Henni finnst mjög gaman að koma í fjós,“ sagði Ólafur Ragnar sam- kvæmt frásögn Austurfréttar. Ólafur Ragnar fagnar 75 ára afmæli í dag. Hann er fæddur á Ísafirði, sonur Gríms Kristgeirssonar rakara og Svan- hildar Ólafsdóttur Hjartar húsmóður. Fyrri eiginkona Ólafs Ragnars var Guð- rún Katrín Þorbergsdóttir sem lést úr hvítblæði árið 1998. Fimmtán ár frá því að Ólafur og Dorrit giftust Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er 75 ára gamall í dag. Á þessum degi fyrir fimmtán árum voru þau Dorrit gefin saman af sýslumanninum í Hafnarfirði í látlausri athöfn. Forsetafrúin var fljót að vinna hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar. 1643 Loðvík 14. tók við völdum í Frakklandi fjögurra ára gamall. 1912 Friðrik 8. Danakonungur fannst látinn í Hamborg. Kristján 10., sonur hans, tók við krúnunni. 1922 Fimm skip fórust og með þeim 44 sjómenn í norðan ofsaveðri, sem gekk yfir norðan- og austanvert landið. 1944 Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn George Lucas fæddist. 1955 Varsjárbandalagið var stofnað í Varsjá í Póllandi. 1959 Pétur Ottesen, sem verið hafði þingmaður lengur en nokkur annar, eða í 43 ár, hætti þingmennsku. 1965 Fokker Friendship-flugvél Flugfélags Íslands, sú fyrsta sinnar tegundar, kom til landsins, en slíkar vélar voru síðan notaðar í innanlandsflugi í áratugi. 1998 Frank Sinatra, bandarískur söngvari og kvikmynda- leikari lést  Merkisatburðir Frank Sinatra Dorrit tók þátt í opinberum störfum Ólafs. Hér eru þau við vígslu Agnesar M. Sigurðardóttur í embætti biskups. FréttAblAðið/Anton „Hersveitir Araba rjeðust inn í Palestínu í nótt - Gyðingar lýsa yfir stofnun sjálf- stæðs ríkis,“ sagði á forsíðu Morgun- blaðsins þann 15. maí árið 1948. Degi áður, eða fyrir réttum sjötíu árum, lýsti þjóðráð gyðinga því yfir í Tel Avív að gyðingaríkið Ísrael yrði stofnað eftir að Bretar lögðu niður umboðsstjórn sína í Palestínu. Fleiri íslenskir miðlar sögðu Íslend- ingum þessa forsíðufrétt. „… á miðnætti í nótt réðust egipzkar hersveitir yfir suðurlandamæri Palestínu og höfðu, er síðast fréttist, náð nokkrum þorpum á vald sitt. Samtímis hafa hin Araba ríkin, Transjórdanía, Iraq, Sýrland og Libanon, sent herlið til landamæra Palestínu og virtust í nótt allar líkur benda á að innrás verði gerð í landið úr þrem áttum og að Gyðingar og Arabar muni útkljá deilumál sín með blóðugu vopnavaldi,“ sagði til að mynda í Alþýðublaðinu. Þjóðviljinn horfði langt aftur í tímann, sagði í fyrirsögn Ísraelsríki endurreist eftir 1878 ár. „Með þessari yfirlýsingu var Gyðingaríki endurreist í Palestínu 1878 árum eftir að rómverskar hersveitir Títusar eyddu Jerúsalem.“ Stríðið varði í um eina meðgöngu, eða þar til 10. mars 1949. Ísraelar höfðu sigur í stríðinu og héldu því landsvæði sem þeim var úthlutað með yfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna frá 1947 auk þess að taka helming af svæði Palestínumanna. Jórdanía tók hins vegar Vesturbakkann og Egyptar tóku Gasasvæðið. – þea Þ EttA G E R ð i St : 1 4 . M A Í 1 9 4 8 Stofnun Ísraelsríkis lýst yfir Ólafur Ragnar er fæddur á Ísafirði, sonur Gríms Kristgeirs- sonar, raka, og Svanhildar Ólafsdóttur Hjartar, húsmóður David ben Gurion, sem síðar varð for- sætisráðherra Ísraels, les yfirlýsinguna í tel Avív. norDicpHotoS/Getty 1 4 . m a í 2 0 1 8 m Á N U D a G U R14 t í m a m ó t ∙ F R É t t a B L a ð i ð tÍmamÓt 1 4 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 4 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F C 1 -F E 7 4 1 F C 1 -F D 3 8 1 F C 1 -F B F C 1 F C 1 -F A C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 3 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.