Feykir


Feykir - 30.08.2012, Síða 1

Feykir - 30.08.2012, Síða 1
fff BLS. 6-7 BLS. 9 Erla og Jóhann eru matgæðingar vikunnar Bragðsterkir og einfaldir réttir BLS. 11 Spjallað við Sigríði Magnúsdóttur um blómin og lífið Glöð í sálu minni Matthildur Ingólfsdóttir mundar áskorendapennann Hér hefur þú hrekkjusvínið hann son þinn! Frétta- og dægurmálablað á Norðurlandi vestra 32 TBL 30. ágúst 2012 32. árgangur : Stofnað 1981 Busar vígðir í FNV Grænn grautur fyrir nýnemana Nú eru flestir skólar landsins byrjaðir og nemendur sestir á skólabekk eftir eitt besta sumar sem minnugustu veðurspekúlantar muna eftir hvað sól og þurrk varðar. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra var settur í síðustu viku og ekkert verið að bíða eftir busavígslunni sem fram fór sl. föstudag. Að venju þurftu nýnemar að þreyta próf til að teljast fullgildir meðal eldri nemenda sem sýndu þeim yngri enga miskunn. Eins og myndin sýnir fengu nemendur að smakka á bráðhollum en bragðvondum skærgrænum graut eftir að hafa leyst þrautirnar sem lagðar voru fyrir þá en hann vildi dveljast mislengi í skolti busanna. Engum varð meint af busavígslu FNV að þessu sinni og vonandi fær þessi siður (eða ósiður) að halda áfram um ókomna tíð. /PF KJARNANUM HESTEYRI 2 SAUÐÁRKRÓKI & 455 9200 G R Æ J U B Ú Ð I N Þ Í N Hér er ný, sneggri MacBook Air Jíha! GoPro er leiðandi merki í heiminum á sviði myndavéla sem nota má við alls konar íþróttir eða jaðarsport og í raun allt sem mönnum dettur í hug að gera. Stefnir Lánasjóði sveitarfélaga Sveitarfélagið Skagafjörður Sveitarfélagið Skagafjörður hefur stefnt Lánasjóði sveitarfélaga vegna láns sem tekið var hjá Þróunarbanka Evrópuráðsins. Á Rúv.is segir að fleiri sveitarfélög hafi tekið sambærileg lán en ekkert þeirra hefur stefnt Lánasjóðnum. Skagafjörður stefnir Lánasjóði sveitarfélaga vegna 115 milljón króna gengistryggðs láns sem sveitarfélagið telur ólögmætt en það var notað til að greiða fyrir hitaveituframkvæmdir á vegum Skagafjarðaveitna. Rúv.is segir að í stefnunni komi fram að lánið sé endurlánafé frá Þróunarbanka Evrópuráðsins og að Skagafjörður skuldbindi sig til að veita Þróunar- banka Evrópuráðsins upplýsingar um í hvaða verkefni peningarnir séu notaðir. Sveitarfélagið hafi því vitað að lánsféð var upphaflega frá erlendum banka. Óttar Guðjónsson framkvæmda- stjóri Lánasjóðs sveitarfélaga segist í viðtali við Rúv ekki sýta að þetta mál verði útkljáð fyrir dómstólum. „Það sem er náttúrlega áhugavert við þetta bæði fyrir lánasjóðinn og sveitarfélög- in er að útkljá það hvort það sé óvissa um lögmæti þessara tegundar af starfsemi og fá það á hreint hvort þetta hafi verið rétt gert eða ekki, og þá er hægt að leiðrétta verklag og aðra þætti ef þetta hefur verið vitlaust fram- kvæmt.“ /PF

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.