Feykir


Feykir - 20.12.2012, Síða 4

Feykir - 20.12.2012, Síða 4
4 Feykir 48/2012 Á gamlárskvöld vill lýður landsins oft bregða undir sig betri fætinum Falleg og fabjúlöss í áramótafagnaðinn Áramótalúkkið 2012 UMSJÓN Hrafnhildur Viðarsdóttir og demba sér út á galeiðuna eftir að hafa kvatt gamla árið með tilheyrandi flugeldasprenging- um og stöku stjörnublysum. Allir vilja bjóða nýjar árið velkomið í sínu fínasta pússi, og hafa pjattrófur þá sérstaka tendensa til að umbreyt- ast í glamúrpíur. Þar sem Fröken Fabjúlöss er sjálfskipaður fegurðarlífskúnstner Feykis finnur hún fyrir grasserandi ábyrgðartilfinningu þegar kemur að því að miðla útlitsráðgjöf og að því tilefni ákvað hún að raka saman elítuliðinu sem aðstoðaði svo fagmannlega við jólaförðunina og ekki stóð á þeim Agnesi, Önnu Siggu, Pétri og Gunnhildi. Að þessu sinni var hin stórglæsilega Inga Margrét fórnarlamb tískuspekúlantanna. Förðun Sem fyrr sá Fröken Fabjúlöss alfarið um andlit fegurðardísarinnar, og notaði í verknaðinn Lancome förðunarvörurnar stórkostlegu sem fást í Lyfju. Í farða notaði hún Teint Miracle meik og Majeure Excellence púður. Í skyggingu var Star Bronzer burstinn brúkaður ásamt kinnalit og nýja blush highlighter púðrinu. Fröken Fab ákvað að smella Smokey förðun á gelluna, og á augun notaði hún fyrst augn-blýantinn France in A Glance úr jólalínunni og svo mjög fallegann grásilfraðan augnskugga og Liner Plume augn- skuggatússinn í eyeliner. Þar sem Fröken Fabjúlöss er enn sem fyrr að missa sig í vara- litunum varð mjög fallegur dökkbleikur varalitur fyrir valinu til að toppa áramótalúkkið! Hár Agnes hárgreiðslugúru sá um hár áramóta- gellunnar og byrjaði hún á að greiða hárið strekt til annarar hliðar og spennta fast. Á hinni hlið- inni greiddi hún svo að spennunum og spennti fast þar til að ná öllu hárinu á sama punkt. Til að vefja hárið niður í pylsu notaði hún svo svamp með vír í, og festi svo fallegann hatt með spenn- um ofan á herlegheitin! Fatnaður Ekki klikkaði tískudrottningin Anna Sigga frekar en fyrri daginn og mætti inn á gólf vopnuð stórglæsilegum svörtum pallíettukjól, svörtum eyrnalokkum og hálsmeni með mjög fallegum krossi. Þar sem háu platformskórnir eru gjör- samlega að æra tískudívur hvunndagsins voru þeir að sjálfsögðu brúkaðir í lúkkið! 48/2012

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.