Feykir - 20.12.2012, Qupperneq 10
10 Feykir 48/2012
Fyrir skömmu var þess minnst að
120 ár væru liðin frá því að
Sauðarkrókskirkja var vígð en það
var þann 18. desember árið 1892.
Hátíðarmessa var haldin í
kirkjunni af því tilefni að
viðstöddu fjölmenni og mættu
margir góðir gestir m.a. nokkrir
afkomendur þeirra Popp og
Claessen, aðalhvatamanna að
byggingu kirkjunnar á sínum tíma.
Björn Björnsson stiklaði á stóru í
sögu kirkjunnar sem er merkileg
að mörgu leyti og fékk Feykir leyfi
til að birta erindið sem hér fer á
eftir. Millifyrirsagnir eru blaðsins.
Þegar skammdegið var sem svartast
árið 1892, og aðeins örfáir dagar þar til
skemmstur var sólargangur, sáu
íbúarnir í Sauðárkrókssókn loks
langþráðan draum sinn verða að
veruleika, nýja og glæsilega kirkju sem
risin var syðst í þéttbýlinu, og nú var
senn fullfrágengin til þess að vígja
mætti til þess hlutverks sem henni var
ætlað. Hér hafði þetta örsamfélag, -sem
nú yrði kallað, - lyft þvílíku Grettistaki
að seint mun leikið eftir. Hér hafði þetta
samfélag reist sín vé og varnarþing,
festarklett, sína kirkju, - sem staðfesti að
hér var samfélag sem komið var til þess
að vera, - og var albúið að mæta því sem
koma skyldi, í trausti þess almættis sem
bjó íbúum þessa lands skin og skúri,
sorg og gleði.
Vissulega var þetta örsamfélag
svolítið öðruvísi í laginu, en ef til vill
hefði mátt búast við, - vegna þess, - að
innan vébanda þess voru máttarstólpar
sem voru öflugri og traustari en almennt
gerðist, - en þar er á engan hallað þó að
nefndir séu dönsku kaupmennirnir á
Sauðárkróki, þeir Ludvig C. Popp og
Valgard Cleassen og Carl Knudsen, en
hann greiddi úr eigin sjóði til að byrja
með, efni til byggingarinnar. Þarna eins
og oft síðar sýndu þeir traust sitt og trú,
- á almættið og Ísland og hallaðist þar
hvergi á.
Bygginganefnd kirkjunnar, - en í
henni áttu báðir sæti Popp og Cleassen,
- náðu með krafti sínum og áræði að
mynda slíka samstöðu um alla
framkvæmdina undir skeleggri forystu
Ludvigs C. Popp að einstakt má telja.
Við lok nítjándu aldar var ekki bjart
yfir íslensku þjóðlífi, hvorki í Skagafirði
né annarsstaðar á Íslandi. Árið 1871
hafði fyrsti íbúinn Árni Einar Árnason
tekið sér fasta búsetu á Sauðárkróki, en
áður hafði þar um bil verið sumarverslun
danskra kaupmanna, sem komu að vori
og höndluðu, lokuðu verslunarhúsum
sínum að hausti og hurfu til baka til
heimalandsins, - þótti verslun gefast vel
vestan fjarðar þó að aðalhöndlunarstaður
héraðsins væri á Hofsósi.
Árin á undan höfðu verið hörð og
illskeytt, með harðindum og mann-
sköðum bæði til lands og sjávar, en þrátt
fyrir það var lifandi baráttuhugur víða
um land og konur í Hegranesi stofnuðu
1869 kvenfélag, það fyrsta hérlendis,
með markmiðum sem slík félög til
mannræktar, mannbóta en ekki síður til
eflingar íslensk iðnaðar, starfa eftir enn
þann dag í dag.
Stiklað á stóru
í sögu kirkjunnar
Sauðárkrókskirkja 120 ára
1 y ir 48/2012
Þegar árið 1872 fékk Hallur
Ásgrímsson Grænlandsfari útmælda
verslunarlóð á Sauðárkróki, byggði
verslunarhús, hóf verslun árið eftir.
Hallur lét af verslunarrekstri en seldi
verslun sína dönskum kaupmanni
Ludvig Popp, sem stundað hafði
sumarverslun um nokkurt skeið, en
vildi nú festa sig í sessi, þar sem
Grafarósshöndlun stóð stuggur af
lausakaupmönnum og starfsemi þeirra,
- og hafði amast nokkuð við. Árið 1876
höfðu allmargir tekið sér bólstað á
Sauðárkróki, og landneminn Árni E.
Árnason hóf veitingarekstur í húsi sínu,
en leigði jafnframt herbergi til sjúklinga
sem til læknis leituðu, og 1878 var
Valgard Cleassen ráðinn verslunarstjóri
við Poppsverslun. Árið 1880 voru
skráðir íbúar á Sauðárkróki 60 talsins
og fór nú ört vaxandi, og þetta ár voru
samþykkt lög þess efnis að Fagraness-
og Sjávarborgarsóknir leggist til Reyni-
staðaklausturs prestakalls og fékk sr.
Tómas Þorsteinsson veitingu fyrir
kallinu og sat fyrstur presta á Sauðár-
króki. Ári síðar flutti hann á almennum
fundi þá tillögu að Sjávarborgarkirkja
verði aflögð en ný kirkja reist á
Sauðárkróki.
Hlutirnir fara að gerast
Árið 1886 fluttist Ludvig Popp til
Sauðárkróks ásamt fjölskyldu sinni og
tók sjálfur við verslun sinni af Valgard
Cleassen sem verið hafði verslunar-
stjóri í 8 ár en Valgard stofnaði eigin
sölubúð á staðnum. Og nú fara hlutirnir
að gerast.
UMSJÓN
Páll Friðriksson / palli@feykir.is