Feykir


Feykir - 07.03.2013, Side 4

Feykir - 07.03.2013, Side 4
4 Feykir 09/2013 MINJASTOFNUN ÍSLANDS Styrkir úr húsafriðunarsjóði 2013 Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2013 Frá og með 1. janúar 2013 tóku gildi ný lög um menningarminjar nr. 80/2012. Með gildistöku þessara laga voru Húsafriðunarnefnd og Fornleifavernd ríkisins sameinaðar í nýja stofnun, Minjastofnun Íslands. Minjastofnun Íslands úthlutar styrkjum úr húsafriðunarsjóði. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur nr. 182/2013. Sjóðurinn veitir styrki til viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum. Sjóðnum er einnig heimilt að veita styrki til viðhalds annarra mannvirkja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi. Sjóðnum ber einnig að stuðla að byggingarsögulegum rannsóknum, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær. Umsóknir eru metnar með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis hennar fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, husafridun.is eða í síma 570 1300. Umsóknarfrestur er til 1. apríl 2013. Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að þær framkvæmdir sem hún styrkir séu viðunandi af hendi leystar og í samræmi við innsend gögn. Bent er á leiðbeiningarit Húsafriðunarnefndar og Húsverndarstofu um viðhald og viðgerðir eldri húsa í Minjasafni Reykjavíkur/Árbæjarsafni. MINJASTOFNUN ÍSLANDS, SUÐURGÖTU 39, 101 REYKJAVÍK hefðin hefur ekki breyst og það er að festa þessi merku tímamót á filmu. Feykir hafði samband við nokkra einstaklinga á Norðurlandi vestra til að fá myndir af þeim á fermingardegi þeirra. Fermingar- dagurinn minn Svipmyndir UMSJÓN Berglind Þotsteinsdóttir Rakel Runólfsdóttir umsjónarmaður dreifnáms FNV á Hvammstanga Fermd 16. apríl 1992 í Siglufjarðarkirkju Kári Kárason bæjarstjórnarmaður á Blönduósi og framkvæmdastjóri Vilko Fermdur 26. apríl 1981 í Blönduóskirkju Ragnar Smári Helgason sveitarstjórnarmaður í Húnaþingi vestra og sérfræðingur hjá Fæðingarorlofssjóði Fermdur Pálmasunnudag árið 1995 í Sauðárkrókskirkju Sigríður B. Aadnegard skólastjóri Húnavallaskóla Fermd skírdag 7. apríl 1977 í Blönduóskirkju Íris Olga Lúðvíksdóttir grunnskólakennari í Varmahlíðarskóla Fermd 4. apríl 1982 í Keflavíkurkirkju Mismunandi hefðir og tískustraumar hafa haft áhrif á fermingar barna í gegnum tíðina en ein

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.