Feykir


Feykir - 07.03.2013, Blaðsíða 15

Feykir - 07.03.2013, Blaðsíða 15
09/2013 Feykir 15 Sævar Óli gerði margt og mikið á Opnum dögum. - Á miðvikudeginum fór ég í Prezi um morguninn, sem er kennsla í að búa til glæru- kynningu. Eftir hádegi fór ég í Sjósundið skemmtilegast Viðtal við Sævar Óla Valdimarsson UMSJÓN Ágúst Natan Rúnarsson félagsvist sem er semsagt spil og kom skemmtilega á óvart. Svo fór ég einnig í Streetball í íþróttahúsinu, þá voru körfurnar lækkaðar og það var hellings fjör. Á fimmtudeginum fór ég í sjósund fyrir hádegi á Reykjaströndinni sem var mjög skemmtilegt. Á föstudeginum fór ég í brids um morguninn en það var kynning frá Ásgeiri um reglurnar í Bridsi og leiddi hann okkur í sannleikann um leyndardómana í því. Eftir hádegi fór ég í fjarvíddarteikningu með Guðbrandi Ægi og þar voru kenndar aðferðir um helstu fjarvíddir sem hægt er að teikna á blöð. Var það skemmtilegt sem þú gerðir? -Sumt var alveg skemmtilegt en sumt sem ég fór í var bara helst til að fylla upp í til að ná kelum sem við þurfum. [innsk.blm. Kelar eru vottun um þátttöku]. Hvað var skemmtilegast? -Sjósundið var skemmtilegast. Það var freistandi að skella sér ofan í kaldann sjóinn og svo synda smá og fara svo í Grettislaug eftir á og hafa það rólegt. Myndir þú vilja gera það aftur? -Já, án efa myndi ég vilja fara í sjósund aftur, það var bara svo freistandi að fara ofan í ískaldann sjó. Hvað finnst þér um Opna daga? -Þeir eru skemmtilegir og fjölbreyttir. Alltaf gaman að prófa eitthvað sem er nýtt og fyrir utan efni skólans. Æðislegt að vera miðpunktur alls Viðtal við Agnesi Báru Aradóttur Agnes Bára fermdist þann 9. apríl árið 2007 og segir hún fermingardaginn hafa verið skemmtilegan og stressandi. Hvað fékkst þú í fermingargjöf ? -Í fermingargjöf fékk ég svefnpoka, helling af pening, skartgripaskrín og skartgripi og Manchester United bol. Hvað fannst þér skemmtilegast við ferminguna og hvað var leiðinlegast? -Mér fannst skemmtilegast að undirbúa allt fyrir ferminguna. Ég hjálpaði til við baksturinn og fékk að ráða miklu. Það var líka æðislegt að vera miðpunktur alls og fá alla athyglina. Hitta alla ættingjana sem komu og vera með þeim dags part. Leiðinlegast fannst mér samt athöfnin. Af hverju fermdist þú ? -Mér fannst bara á mínum tíma að það fermdust allir og ég spáði ekkert í því hvort ég vildi fermast eða ekki. Þá var líka ekki komin borgarleg ferming eða hún var allavega ekki eins mikið í umræðunni og nú. Svo var allt sem fylgdi henni eitthvað sem ég hefði ekki viljað missa af, til dæmis myndatökunni, greiðslunni, gjafirnar og fallegur kjóll. UMSJÓN Jóna Kristín Vagnsdóttir Fermingin mín er ein af stærstu minn- ingum mínum og það ekki að ástæðu- lausu því að yfirleitt hjá flest öllum fermingarbörnum fer mikill tími í undirbúning. Það Ein stór og skemmtileg minning Jón Freyr Gíslason : Fermingardagurinn minn var í mínu tilfelli u.þ.b. hálft ár, alveg frá fermingarfræðslu til fermingar- innar sjálfrar. Ég byrjaði í fermingarfræðslu í miðjum nóvember og var búinn í mars en um áramótin var byrjað að skipuleggja ferminguna frá grunni. Skreytingar, matur, föt, boðskort og svokölluð „dagskrá“ yfir hvað yrði gert í veislunni var allt skipulagt ýtarlega og dagurinn nálgaðist skyndilega. Í mínum huga, á meðan undirbúningnum stóð, var ferming eitthvað hugtak sem ég vissi að flest allir 14 ára krakkar gengu í gegnum sem innihélt kirkjuathöfn og svo veislu, svo hafði ég oft farið í fermingar áður. Samt gat ég ekki ímyndað mér að bráðum þyrfti ég að vera miðpunkturinn í heilan dag og fannst því tilhugsunin um að fermast einn alveg hræðileg, en ég hélt þá að athyglin yrði svo óbærileg að mínu mati á einn 14 ára ungling. Þannig ákvað ég að biðja frænku mína hana Guðrúnu Helgu Magnúsdóttur að fermast með mér svo við gætum deilt athyglinni á fermingardeginum og ég var mjög þakklátur fyrir. Við fermdumst í Staðarbakkakirkju þann 13. júní 2010 og var ég fermdur af séra Guðna á Melstað og Guðrún var fermd af föður sínum, séra Magnúsi Magnússyni. Athöfnin gekk vel sem og veislan og allur þessi undirbúningur sem fór í þennan eina dag var alveg þess virði því nú situr þessi dagur eftir sem einungis ein stór og skemmtileg minning sem mér finnst alltaf gaman að minnast til. UMSJÓN Jón Freyr Gíslason og Heiðrún Marý Björnsdóttir Feykir þakkar krökkunum í fjölmiðlahópnum fyrir góð störf og óskar þeim góðs gengis í framtíðinni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.