Fréttablaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 26
Margir hugsa sér gott til glóðarinnar nú þegar grill­tíminn er runninn upp. Gott er að eiga skothelda uppskrift að kryddlegi sem gefur ljúffengt bragð og ilm. Þessi kryddlögur hentar best fyrir kjúkling en má líka nota á fisk. Lykilatriðið er að leyfa hráefninu að liggja í leginum í a.m.k. klukkustund svo það nái að draga í sig bragð og ilm. 3 hvítlauksrif 6 vorlaukar 1 rautt chili Handfylli kóríander Handfylli mynta Safi úr 1 sítrónu 1 msk. ólífuolía Salt og pipar 600 g kjúklingabringur Setjið hvítlauk, vorlauk og chili í matvinnsluvél og látið maukast vel saman. Bætið kóríander og myntu saman við og látið grófhakkast saman. Bætið við safa úr sítrónu og loks ólífuolíu. Saltið og piprið að smekk. Skerið kjúklingabringur í hæfilega stóra bita. Setjið allt saman í skál og blandið kryddleg­ inum vel saman við kjúklinginn. Geymið í kæli í eina klst. Þræðið kjúklinginn á grillpinna. Grillið við háan hita í 5 mín. á hvorri hlið og snúið reglulega þar til kjúklingur­ inn er grillaður í gegn. Kryddlögur sem klikkar ekki Jóga getur hjálpað þér að grennast. Jóga eykur brennslu, gerir vöðvana sterka og breytir vaxtarlaginu. Þar fyrir utan hefur jóga mjög góð áhrif á andlegu hliðina, minnkar streitu og svefninn verður betri. Þeir sem stunda jóga segja að þótt æfingarnar virðist einfaldar séu þær öflugar fyrir líkama og sál. Í jógatímum sem kallast power­ yoga er fólk að brenna 400­500 kaloríum í tíma. Æfingarnar eru mjög góðar fyrir magavöðvana og margir uppgötva sér til ánægju að maginn verður flatari. Það eru góðar teygjur í jóga en með því að stunda þær finnur fólk fyrir því að líkaminn virðist lengri og grennri. Eitt það besta við jógaæfingar er hversu róandi þær eru. Streituhorm­ ón líkamans vinnur mun betur og fólk finnur hvernig stressið hverfur, svefninn verður betri og aukaorka skapast. Kannski vita ekki allir að jógaæfingar hafa áhrif á meltinguna. Þær hafa þess vegna mjög góð áhrif á þarmaflóruna og útþaninn maga. Þá hafa jógaæfingar einnig áhrif á öndun og vellíðan. Síðast en ekki síst verður fólk vandlátara með hvað það setur ofan í sig þegar það stundar æfingar. Margir góðir kostir jóga Kryddleginn kjúklingur með asísku ívafi. NORDICPHOTOS/GETTY Jóga getur gert margt gott fyrir líkamann. Kryddjurtir má rækta allt árið um kring innanhúss og geta þær verið til mikillar prýði í eldhúsinu, ekki síður en í elda­ mennskunni. Mælt er með að velja sólríkan stað fyrir kryddjurtir, eins og gluggasyllu og að passa að hafa hitastigið við stofuhita. Ef miðstöðvarofn er undir kryddhill­ unni, er mælt með að botninn á kryddpottunum liggi ekki beint í bleytu. Þá mætti setja bakka með leirkúlum eða vikri undir pottana. Mikilvægt er að vökva kryddjurtir rétt, en mælt er með að vökva vel og sjaldnar, frekar en oft og lítið. Á sólríkum dögum þarf að vökva oftar. Athuga þarf að ganga ekki of nærri plöntunni, þ.e. ekki taka of mikið magn í einu og einnig er gott að hvíla hana á milli, t.d. með því að hafa sömu tegundina í tveimur pottum og hvíla þær til skiptis. Jurtir sem fara vel í gluggasyllu eru til dæmis basilíka, oreganó, salvía og dill. Góðgæti í glugga 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 6 . m A í 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R 1 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 3 K _ N Ý.p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F C 8 -0 F 4 C 1 F C 8 -0 E 1 0 1 F C 8 -0 C D 4 1 F C 8 -0 B 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.