Fréttablaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 16.05.2018, Blaðsíða 29
Að sögn Hrannar eru tvær ástæð- ur fyrir því ákveðið var að setja á fót fjárfestingarfélag í stað sjóðs, líkt og fjármálafyrirtæki gera alla jafna. „Annars vegar renndum við blint í sjóinn með hversu stór og mörg fjárfestingartækifærin væru. Við vildum því ekki skapa væntingar um of stóran sjóð og geta ekki nýtt allt fjármagnið. Hins vegar, og það sem er mikilvægara, er erfitt að fjárfesta í fyrirtækjum í ferðaþjónustu og senda þau skilaboð til annarra hlut- hafa og stjórnenda að við hyggjumst selja hlutinn eftir til dæmis fimm ár. Eigendur félaganna hefðu ekki tekið það í mál. Við vildum sýna að við fjárfestum til lengri tíma með það fyrir augum að efla og stækka félögin. Hugmyndin er ekki að ná sem mestri arðsemi á sem stystum tíma eða fara út úr rekstri félaganna að ákveðnum tíma liðnum.“ Stefnan sett á Kauphöll Þegar fram líða stundir er stefnt að skráningu Eldeyjar og þá líklega á hliðarmarkaðinn First North í Kauphöll Íslands. „Ég tel að mark- aðsvirði Eldeyjar verði að nema að lágmarki um fimm milljörðum króna við skráningu. Þrír milljarðar, sem er hlutafé félagsins, er með allra minnsta móti. Einkum ef litið er til stærðarhagkvæmni fjárfestingar- félagsins sem er mikilvægt.“ Hrönn segist ekki horfa til þess að tekjur fyrirtækja sem Eldey fjár- festi í verði að vaxa visst mikið. „Ég mæli ekki árangur fyrirtækja út frá tekjum heldur afkomu þeirra. Sum fyrirtæki ættu að skoða það að skera niður vöruframboð sitt og lækka þar með tekjurnar í því skyni að bæta afkomuna. Því miður er allt of algengt að velgengni ferðaþjón- ustufyrirtækja sé eingöngu mæld út frá veltuaukningu sem kannski er afleiðing hins hraða vaxtar undan- farinna ára. Það sem skiptir máli er hvaða hagnaður fæst út úr þessum auknu tekjum.“ Annus horribilis! Spurð hvernig rekstur fyrirtækja í eigu Eldeyjar hafi gengið á síðasta ári í ljósi sterks gengis krónu og aukins launakostnaðar segir hún að árið hafi verið flestum fyrirtækjum í ferðaþjónustu erfitt. „Ég geri orð Elísabetar Bretadrottningar um árið 1992 að mínum fyrir árið 2017: Annus horribilis! Þetta var skelfi- legt ár. Árið 2016 var hraður vöxtur í ferðaþjónustu og allt var í blóma. Margir gleymdu sér í góðærinu og bjuggust við að reksturinn myndi halda áfram að vaxa hratt og dafna. Það var einblínt á 20-30 prósent tekjuvöxt en hagnaði af rekstri ekki veitt nægileg athygli. Árið í fyrra fór vel af stað. Mikill vöxtur var á fyrstu tveimur mán- uðum ársins. Á þeim tíma var verið að skipuleggja sumarið og enginn vildi lenda í sömu sporum og árið áður og hafa ekki ráðið nógu margt starfsfólk. Það hafði leitt til þess að starfsfólkið var útkeyrt og það skorti hendur til að leggja á plóg sem kom mögulega niður á þjónustunni. Í mars hrikti í stoðunum. Það hægði á vextinum og menn greindu ein- hverja undarlega breytingu í kaup- hegðun, dvalartími styttist og ferða- maðurinn hélt fastar um budduna en áður. Forsvarsmenn fyrirtækj- anna veltu fyrir sér hvort það væri vegna þess að páskarnir væru í apríl það ár en voru í mars í árið áður. Það er oft leitað að slíkum skýringum. En svo kom á daginn að apríl var líka strembinn. Þegar sumarið rann upp fækk- aði ekki ferðamönnum en neyslu- mynstrið var breytt vegna þess hve dýrt þeim þykir að ferðast hingað. Þeir ferðast fyrir minni pening og fara í færri ferðir. Til að mæta breyttum aðstæðum fóru margir í ferðaþjónustunni í verðstríð sem bitnaði á afkomu fyrirtækjanna. Það var ekki fyrr en í september og október sem stjórnendur fyrir- tækjanna fóru almennt að bregðast við breyttum veruleika með því að skoða reksturinn ofan í kjölinn. Ferðir sem reknar voru með tapi voru skornar niður. Í kjölfar þess- ara breytinga hefur því miður verið mikið um uppsagnir enda starf- semin mannaflsfrek. Ferðaþjónustan brást einfaldlega of seint við breyttum aðstæðum. Seglin verða ekki dregin svo glatt saman þegar búið er að ráða starfs- fólk fyrir sumarið.“ Ferðamönnum fækkaði Hrönn vekur athygli á að ferða- mönnum hafi í apríl fækkað í fyrsta skipti á milli ára frá árinu 2010. Nýlega var upplýst að brottförum erlendra farþega um Keflavíkur- flugvöll hafi fækkað um 3,9 prósent á milli ára í apríl. „Ég hugsa að við sjáum mögulega fram á samdrátt í fjölda ferðamanna í ár. Það skiptir máli hvaða augum mál eru litin. Jafnvel þótt það verði lítils háttar samdráttur í ár, verða ferðamenn tvöfalt fleiri en fyrir fimm árum. Það gleymist oft að almennt er talið að 3% vöxtur sé eðlilegur í ferða- mennsku. Við ráðum ekki við 20-30 prósent vöxt á ári, eins og við höfum upplifað undangengin ár. Vöxturinn var farinn úr böndunum og innviðir héldu ekki í við uppbygginguna. Þar brugðust stjórnvöld. Það er með ólíkindum að ekki hafa tekist að ná samkomulagi um stýr- ingu ferðamanna og uppbyggingu á viðkomustöðum sem notið hafa vin- sælda á þessum á sjö árum sem góð- ærið hefur varað. Vegakerfið er að hruni komið. Sem dæmi má taka að þegar keyrt er í gegnum þjóðgarðinn á Þingvöllum, okkar helstu náttúru- perlu, blasir við skilti sem stendur á skýrum stöfum: Varúð, hættulegur vegur. Vegurinn skapar hættu vegna þess að hann er svo mjór og það hefur brotnað svo mikið upp úr honum. Holurnar eru hrikalegar. Það er auðvelt að bæta úr þessu. Eftir mikinn vöxt í ferðaþjónustu er enn verið að ræða hvernig eigi að fjármagna uppbyggingu innviða. Það þarf að taka ákvörðun, jafnvel þótt einhverjir verði ósáttir. Það eru margar leiðir færar. Víða í Evrópu eru vegtollar og aðgangseyrir inn- heimtur að náttúruperlum. En það má heldur ekki missa sjónar á því að ferðamenn draga nú þegar ágæta björg í bú þegar kemur að ríkis- kassanum í gegnum skattheimtu og önnur gjöld. Innviðirnir þurfa að vera í lagi til þess að tryggja góða upplifun og öryggi ferðamanna. Það er ekki sjálfsagt að ferðamenn komi hingað til lands. Það þarf að hafa fyrir því. Það þekki ég af eigin raun eftir að hafa starfað í innanlandsdeild Úrvals Útsýnar. Við töpuðum oft og mörgum sinnum þegar við gerðum tilboð í hópaferðir fyrir löndum eins og Noregi, Möltu og Finnlandi. Við megum ekki falla í þá gildru að telja að Ísland sé auðseljanlegt vegna náttúrunnar. Ísland er dýrt land heim að sækja. Innviðirnir verða því að endurspegla það og vera í góðu lagi. Vegirnir mega ekki vera ónýtir, það þarf myndarlega uppbyggingu á ferðamannastöðum og þá er ég ekki bara að tala um salernisaðstöðu. Höfum í huga að ferðamönnum getur fækkað stórlega ef ekkert er að gert. Ferðamenn eru auðlind sem þarf að stýra. Sömu lögmál gilda um ferðamennsku og sjávarútveg. Áður fyrr minnti hann á villta vestrið án stýringar en eftir að böndum var komið á sjávarútveginn með kvóta- kerfinu varð greinin arðsöm og líf- vænleg. Ferðaþjónusta er viðkvæm atvinnugrein. Það má ekki taka henni sem sjálfsagðri. Ég leyfi mér að taka annað dæmi og nú frá Geysi, þar sem ég ver miklum tíma. Bíla- stæðin eru full frá klukkan ellefu til þrjú á daginn. Á öðrum tímum dagsins eru ferðamenn mun færri. Með aðgangsstýringu eins og gjald- töku eða hreinlega því að panta þurfi tíma inn á svæðið væri hægt að dreifa álaginu á umhverfið. Nátt- úran hefur ákveðin þolmörk og þau verðum við að virða og getum gert svo miklu betur í því með nútíma- legum aðgangsstýringum. Allt tal um að Ísland sé uppselt eða orðið eins og Disneyland á ekki við rök að styðjast. Með samstilltu átaki og framsæknum vinnubrögð- um getum við tekið á móti mun fleiri ferðamönnum. Það eru inn- viðirnir sem eru við það að springa í dag,“ segir Hrönn. Verðlagning ferðaþjónustufyritækja gerbreyst frá árinu 2015 „Árið 2015 voru margir eigendur fyrirtækja í ferðaþjónustu með háar hugmyndir um verðlagningu fyrirtækjanna. Það hefur ger- breyst,“ segir Hrönn. „Eflaust myndi einhverjum þykja við í Eld- ey hafa keypt fyrstu fjárfestingar okkar á of háu verði miðað við nú- verandi árferði. Hugmynd okkar var að fjárfesta í fyrirtækjum með langa rekstrarsögu og reynda stjórnendur. Við vorum því að kaupa þekkingu og góðan rekstur. Fyrir það vorum við reiðbúin að borga vel. Það má ekki einblína um of á EBITDA-margfaldara þegar fjárfest er í ferðaþjónustu. Það þarf að rýna ofan í kjölinn á rekstrinum. Þetta er ekki verk- smiðja sem ávallt framleiðir sömu vöruna við sömu aðstæður. Þetta er þjónustufag sem er undirorpið ytra umhverfi, eins og náttúrunni, til dæmis eldgosum, og efnahags- lífi bæði hér heima og alþjóðlega.“ Spurð hvort fleiri fyrirtæki séu til sölu nú en árið 2015 segist hún reikna með að flest fyrirtæki í ferðaþjónustu séu til sölu fyrir rétt verð. „Aftur á móti tel ég, að þeir sem hafa verið hluthafar í ferðaþjónustu, mögulega á þriðja áratug jafnvel, séu ekki að leita að kaupendum í jafn miklum mæli og aðrir. Þeir hafa gengið í gegnum svona tíma áður, þar sem gengið er á eigið fé fyrirtækjanna, og vita að verkefnið fram undan er að byggja þau upp aftur. Ég get upplýst að á borð til mín koma fleiri ábendingar um verk- efni sem mögulega fjárfestingar- kosti en áður.“ Hrönn segir að fjárfestingarstefna Eldeyjar sé að fjárfesta í afþrey- ingarfyrirtækjum í ferðaþjónustu. Ástæða fyrir því að stefnan sé niðurnjörvuð en ekki horft á ferðaþjónustu í heildinni sé að þá viti fjárfestar að hverju þeir gangi. „Fram að þessu hafa fjárfestar sýnt þessum anga ferðaþjónust- unnar lítinn áhuga. Það er vegna þess að fyrirtækin eiga yfirleitt lítið af eignum því þau byggja á þjónustu við ferðamenn. Til samanburðar binda hótel mikið fé í fasteignum. Eignamyndun í afþreyingu er því ekki jafn mikil. Að sama skapi þurfa fyrirtæki í afþreyingu ekki að safna í sjóði til þess að endurnýja á fimm til sjö ára fresti. Fyrirtækin búa því ekki við þá fjárhagslegu áhættu að þurfa að standa í slíkum fjár- festingum,“ segir hún. Við höfum fjárfest fyrir rúmlega ⅔ fjárhæðarinnar og eigum um 800 milljónir eftir af nú- verandi hlutafjárloforðum. 37% 20% 33% 60% 84% Norður- sigling Íslenskar heilsulindir Íslenskir fjalla- leiðsögumenn Saga Travel – Geo Iceland Arcanum ferðaþjónusta Eignasafn Eldeyjar Aðalfundur Haga hf. 6. júní 2018 Aðalfundur Haga hf., kt. 670203-2120, verður haldinn miðvikudaginn 6. júní 2018 og hefst hann kl. 09:00 á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2 í Reykjavík. Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina á liðnu starfsári. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár, ásamt skýrslu endurskoðanda, lagður fram til samÞykktar. 3. Ákvörðun um ráðstöfun hagnaðar félagsins á reikningsárinu 2017/18. 4. Tillaga að eftirfarandi breytingum á samÞykktum félagsins: a) Tillaga um heimild stjórnar til að hækka hlutafé félagsins um kr. 41.831.651 að nafnvirði með eftirfarandi viðbót við gr. 2.1 í samÞykktum félagsins: „Stjórn félagsins er heimilt að hækka hlutafé félagsins um kr. 41.831.651 að nafnvirði. Forgangsréttur hluthafa skv. gr. 2.3 í samÞykktum félagsins gildir ekki um hið nýja hlutafé. Stjórnin skal ráðstafa hlutafjárhækkuninni til greiðslu fyrir hlutafé í Olíuverzlun Íslands hf. í samræmi við kaupsamning Þar að lútandi á genginu 47,5 kr. á hlut. Hinir nýju hlutir skulu veita réttindi í félaginu frá skráningardegi hlutafjárhækkunarinnar. Hlutafé félagsins eftir hækkun verður kr. 1.213.333.841. Framangreind heimild stjórnar Haga hf. rennur út á aðalfundi félagsins árið 2019 sem áætlaður er Þann 7. júní. Heimild Þessi skal felld úr samÞykktum Þegar hún hefur verið nýtt.“ b) Grein 3.18 um dagskrá aðalfundar verði breytt Þannig að við dagskrá fundarins bætist við kosning tilnefningarnefndar. c) Grein 4.11 um verkaskiptingu stjórnar verði breytt, til samræmis við starfsreglur stjórnar, að stjórn kjósi sér varaformann. 5. Ákvörðun um Þóknun til stjórnarmanna. 6. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu. 7. Kosning tilnefningarnefndar. 8. Kosning stjórnar félagsins og endurskoðanda. 9. Ákvörðun um heimild stjórnar til kaupa á eigin bréfum. 10. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Ítarlegri upplýsingar um tillögur stjórnar, ársreikning og önnur gögn, ásamt upplýsingum um póstatkvæðagreiðslu, rétt hluthafa til að bera fram tillögur og framboð til stjórnar er að finna á vefsíðu félagsins, http://www.hagar.is/fjarfestaupplysingar/adalfundur/ Stjórn félagsins vill einnig árétta að forsvarsmenn hluthafa sem sækja fundinn, Þ.e. forsvarsmenn fyrirtækja, lífeyrissjóða, fjárfestingasjóða, einstaklinga og annarra hluthafa, ber að skila umboði við skráningu inn á fundinn. Einnig verða einstaklingar beðnir um að framvísa persónuskilríkjum. Stjórn Haga hf. markaðurinn 7M I Ð V I K U D A G U R 1 6 . M A í 2 0 1 8 1 6 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 8 F B 0 4 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F C 8 -3 1 D C 1 F C 8 -3 0 A 0 1 F C 8 -2 F 6 4 1 F C 8 -2 E 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 8 s _ 1 5 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.