Fréttablaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 25
Vissir þú að Hvalasafnið á Húsavík er eina sérhæfða safnið um hvali á Íslandi og sinnir mikilvægu fræðsluhlut- verki um þessa ljúfu risa hafsins og búsvæði þeirra? Safnið er jafnframt meðal vinsælustu ferða- mannastaða á Norðurlandi. Beinagrindur 11 hvaltegunda í fullri stærð eru til sýnis auk fjölda muna sem tengjast hvölum og sögu hvalveiða við Ísland. Stóra hjartað á Hvalasafninu er 25 metra löng beinagrind af steypireyði sem rak á land á Skaga sumarið 2010. Beinagrindin er afar fágæt, sú eina á Norður- löndum og ein af sárafáum í heim- inum. Á sýningunni er jafnframt ljósmyndaröð sem sýnir ferlið við að draga hræið á land, hreinsun beinanna og uppsetningu grindar- innar í Hvalasafninu á Húsavík. Það fer vel á því að steypireyður- in sé varðveitt á Húsavík, höfuð- stað hvalaskoðunar á Íslandi. Skjálfandaflói sem bærinn stendur við er einn af örfáum stöðum í heiminum þar sem fólk getur fylgst með stærstu skepnum jarðarinnar svo nálægt landi. Hefur þú séð stóra hjartað? Úr safndeild íslensku flórunnar en í Grasagarði Reykjavíkur eru safngripirnir 5.000 plöntur af 3.000 tegundum. Rafrænt upplýsingaskilti um hina smávöxnu en fögru gulmöðru eða Galium verum. Vissir þú að stöngull eskisins (Equisetum hyemale) var notaður til að fægja pönnur og potta áður fyrr? Eða að hægt er að nota gulmöðru (Galium verum)sem hleypi í ostagerð? Þá er samkvæmt þjóðtrúnni hægt að koma í veg fyrir illt umtal með því að tína hófsóley (Caltha palustris) þegar sól er í ljónsmerkinu, dýfa í lambsblóð, vefja í lárviðarlauf ásamt úlfstönn og geyma svo á sér. Þessar upplýsingar og meira til er hægt að fá á nýjum rafrænum skiltum í safndeild íslensku flór- unnar í Grasagarði Reykjavíkur. Lifandi plöntur eru hluti af menningarlandslagi okkar og hefur Grasagarðurinn í samstarfi við Centro Integrado Público de Formación Profesional de Cheste í Valencia á Spáni útbúið rafræn upplýsingaskilti. Upp- lýsingarnar má nálgast með því að skanna QR-kóða á skiltum val- Lifandi safngripir á fræðandi skiltum Ný rafræn upp- lýsingaskilti í íslensku flórunni kynnt í Grasagarð- inum í dag Teikningin er eftir Jakob Smára Erlingsson og er hluti af sýningu safnsins. Fyrsta vélknúna landbúnaðartækið á Íslandi  Vissir þú að í Sagnheimum, byggðasafni Vestmanna-eyja, má sjá muni frá dögum Tyrkjaránsins árið 1627? Þar er meðal annars byssuhlaup sem fannst við dýpkun hafnarinnar árið 1968 og fræðimenn telja að megi tengja sjóræningjunum sem komu frá Alsír. Einnig er á safninu hand- lína Þorbjargar Eyjólfsdóttir sem var hertekin en fékk frelsi árið 1636 á þrælamarkaði á Ítalíu. Handlína er klútur sem tilheyrði gamla faldbún- ingnum og hékk við beltið. Ekkert er vitað frekar um afdrif Þorbjargar en handlínan, slitin en fagurlega útsaumuð, var í eigu sömu fjöl- skyldu í Vestmannaeyjum í marga ættliði. Nú er hún til sýnis gestum í Sagnheimum. Tveir mjög ólíkir gripir sem báðir geyma verðmæta sögu. Byssustingur sjóræningja í Sagnheimum Vissir þú að í ár eru 100 ár síðan fyrsta dráttarvélin kom til Íslands? Þetta var vél af gerðinni Avery 8-16, fram- leidd í Bandaríkjunum og var fyrsta vélknúna landbúnaðar- tækið sem kom hingað til lands. Vélin var einungis 16 hestöfl en vó 2,5 tonn. Hún var kennd við Akranes og nefnd Akranestrakt- orinn. Með þessari vél var lagður grunnur að tæknivæðingu íslensks landbúnaðar – þar með þurfti færra fólk til að framleiða meiri mat fyrir stækkandi þéttbýli. Á þessum 100 árum hafa dráttarvél- arnar stækkað og nýtingin aukist til muna – landbúnaður dagsins í dag byggir að stórum hluta á því afli sem dráttarvélar geta skilað af sér. Á Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri má sjá nokkrar af þeim dráttarvélum sem haft hafa mest áhrif á íslenskan landbúnað á liðinni öld. Beinagrind steypireyðarinnar sem Hvalasafnið varðveitir liggur á bakinu líkt og tíðkast þegar hvalshræ rekur á land. LJóSmynd/HuLd HafLiðadóTTiR. Minjasafn Austurlands hleypti nýverið af stokk-unum nýju námsefni sem kennarar geta nálgast á heimasíðu safnsins. „Okkur langaði til að gera safnfræðsluna skilvirkari og fjöl- breyttari segir Elsa Guðný Björg- vinsdóttir safnstjóri. „Árið 2016 fengum við styrk úr Safnasjóði til að láta vinna efnið fyrir okkur og hófum í framhaldinu samstarf við Unni Maríu Sólmundsdóttur sem á námsefnisgagnabankann Kennarinn.is en hún semur efnið og setur það upp.“ Námsefnið er byggt upp þannig að einn námsefnispakki er eyrna- merktur hverjum bekk grunnskól- ans. Mismunandi umfjöllunarefni eru fyrir hvern árgang en öll tengj- ast þau á einhvern hátt sýningum og safnkosti Minjasafnsins eða sögu Austurlands. „Efnið er hugsað sem stuðn- ingur við heimsóknir á safnið en einnig er lagt upp með að þeir kennarar sem ekki eiga þess kost að koma með nemendur sína í heimsókn, t.d. vegna fjarlægðar, geti nýtt efnið við sína kennslu og þannig skyggnst inn um glugga safnsins í gegnum netið,“ segir Elsa Guðný. Spennandi námsefni í Minjasafni Austurlands Inga segir að sumarsýning safns-ins, sem opnuð verður á morgun sé unnin með margmiðlunar- tækni í huga sem ætti að höfða til nýrra gesta. „Þeir verða þátttak- endur í sýningunni og hafa áhrif á sköpunina. Við höfum nýlega ráðið til okkar fræðslu- og kynningarfull- trúa sem taka til starfa þann 1. júní, Hrönn Traustadóttur og Kristínu Þóru Guðbjartsdóttur. Hrönn var tengiliður safnsins í samstarfi við Listalest LHÍ og fjóra grunnskóla af svæðinu sem tóku þátt í List fyrir alla. Þær munu tengja safnið meira við samfélagsmiðlana en gert hefur verið,“ segir Inga. Listasafn Árnesinga er í Hvera- gerði og er rekið af öllum sveitar- félögum í Árnessýslu. „Við vorum að fá tilnefningu hjá Grapevine sem eitt af þremur helstu söfnum Suðurlands sem er gríðarlega ánægjulegt en safnið er enn sem komið er með fleiri íslenska gesti en erlenda,“ segir Inga og bendir á að mikilvægt sé að fólk viti af þess- ari földu perlu í Hveragerði. Sýningin, sem opnuð verður á Falin perla í Hveragerði Listasafn Árnesinga hefur lagt áherslu á tengingu við sam- félagsmiðla. Safnið er virkt bæði á Facebook og Instagram. Inga Jónsdóttir safnstjóri segir þetta spennandi verkefni. Sýning Sigrúnar Harðardóttur verður opnuð á morgun. inna plantna í safndeild íslensku flórunnar í garðinum. Marco Matilla hefur séð um hönnun og efnisöflun í samráði við starfsfólk Grasagarðsins. Rafrænu skiltin innihalda latnesk, íslensk og ensk nöfn plantnanna, lýsingu á þeim og myndir, og hvort þær séu lækningajurtir auk sögu og þjóðlegs fróðleiks. Þá gaf Náttúru- fræðistofnun Íslands góðfúslegt leyfi til að birta útbreiðslukort plantnanna. Nýju upplýsingaskiltin verða kynnt í Grasagarðinum kl. 17 í dag og eru í anda þema safnadagsins 2018 „Ofurtengd söfn: ný nálgun, nýir gestir“. Skiltin verða svo í framhaldinu aðgengileg gestum sem hluti af sýningu safndeildar íslensku flórunnar. Skiltin eru á ensku og geta erlendir gestir garðsins kynnt sér þær plöntur sem þeir geta átt von á að sjá á ferðum sínum um Ísland og fá þannig í gegnum plönturnar aðeins öðruvísi innsýn í sögu og menningu landsins. morgun, nefnist HVER / GERÐI og þar sjá má verk eftir Sigrúnu Harðardóttur listakonu. „Líkt og heiti sýningarinnar gefur til kynna er viðfangsefni Sigrúnar á sýning- unni hverir og gróður. Þar má sjá hvernig gagnvirkni og skyntækni eru tvinnuð saman og áhorfendum boðið að taka þátt. Með eigin þátt- töku ná þeir að upplifa fjölmarga möguleika þessarar tækni í samspili lita, hreyfinga og hljóðs. Inn á milli gagnvirkra verka og skúlptúrs inn- setninga eru líka málverk sem gera áhorfendum kleift að njóta þeirrar fagurfræði sem til verður í umbreyt- ingunni milli hefðbundinna og tæknivæddra mynda,“ útskýrir Inga en í tvígang verður fluttur gjörningur á sýningunni, sem er samtal milli strengjahljóðfæris og striga. Á fyrri gjörningnum er það kontrabassa- leikarinn Leifur Gunnarsson sem leikur á móti Sigrúnu,“ segir Inga og bendir á að nýlega hafi staðið yfir sýning um Þjórsá eftir Borghildi Óskarsdóttur sem sömuleiðis hafi vakið athygli gesta. Meðal sýninga fram undan er sýning arkitektanema í júlí en þema hennar er Hveragerði. „Haustsýning okkar verður opnuð 17. ágúst en þar verða sýnd tré skurðar verk úr eigu safnsins eftir Halldór Einarsson sem verða látin kallast á við verk fjögurra yngri listamanna, Önnu Hallin, Birgis Snæbjörns Birgissonar, Guð- jóns Ketilssonar og Sigrúnar Rósu Jónsdóttur sem mynda ólík tengsl við verk Halldórs. Okkur finnst áhugavert að kveikja líflega umræðu um sýningarnar og leggjum áherslu á vítt sjónarsvið,“ segir Inga en margt spennandi er að gerast í Listasafni Árnesinga og vilji fólk tengja safnið við samfélagsmiðla er hægt að nýta sér eftirfarandi merkingar á Instag- ram #LÁ, #LÁHVERAGERDI, #LISTA- SAFNÁRNESINGA, #LHÍ, #LHÍL- ISTALEST2018, #LISTALEST2018, #LÁLLISTFYRIRALLA2018. Safnið er opið alla daga kl. 12-18. Aðgangur er ókeypis. Listasafn Árnesinga, Austurmörk 21, 810 Hveragerði, Sími: 483 1727/895 1369. listasafnarnesinga.is. KynninGaRBLað 3 f Ö S T u daG u R 1 8 . m A í 2 0 1 8 SafnadaGuRinn 1 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D 5 -8 1 F 8 1 F D 5 -8 0 B C 1 F D 5 -7 F 8 0 1 F D 5 -7 E 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.