Fréttablaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 10
Nýr Subaru XV Kraftur og margverðlaunað öryggi mætast í hinum nýja Subaru XV. Hvert sem leiðin liggur ert þú og fjölskylda þín öruggari á Subaru XV með sítengdu fjórhjóladrifi m/tölvustýrðri stöðugleikastýringu, hinni rómuðu EyeSight öryggistækni, sjálfvirkri árekstrarvörn, hraðastilli með fjarlægðarskynjun og akreinavara. Komdu og upplifðu Subaru öryggi! EyeSight er hjálparbúnaður fyrir ökumann sem virkar e.t.v. ekki fullkomlega við allar akstursaðstæður. Ökumaður þarf alltaf að sýna ábyrgð og vera með fulla athygli við aksturinn. Virkni búnaðarins er m.a. háð reglulegu viðhaldi bílsins, veðri og akstursaðstæðum. Nánari um virkni og takmarkanir búnaðarins í eigandahandbók eða á vefsíðu. Í GEGNUM KRAFTINN FINNUR ÞÚ ÖRYGGI. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 E N N E M M / S ÍA / N M 8 8 3 2 3 S u b a ru X V 5 x 2 0 a lm e n n m a í Bandaríkin Alls hafa 22 ákærur verið gefnar út og fimm hafa játað sekt sína í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara dóms- málaráðuneytisins, sem varð eins árs í gær. Mueller var skipaður til þess að rannsaka meint afskipti rússneskra yfirvalda af bandarísku forsetakosn- ingunum sem fram fóru 2016 og meint samráð framboðs Donalds Trump, nú forseta, við Rússa. Þá er honum heim- ilt að rannsaka hverja þá glæpi sem uppgötvast í millitíðinni. Þrýstingur Trump-liða á Mueller um að ljúka rannsókn sinni eykst dag frá degi. „Til hamingju Bandaríkin. Við erum nú á öðru ári mestu nornaveiða Bandaríkjasögunnar. Enn hefur ekkert bent til samráðs og ekkert til þess að nokkur hafi hindrað framgang rétt- vísinnar. Eina samráðið var hjá Demó- krötum sem gátu ekki tryggt sér kosn- ingasigur þrátt fyrir að hafa eytt miklu meiri peningum,“ tísti Trump í gær. Samkvæmt nýlegri könnun CNN eru 44 prósent samþykk rannsókn Muellers, 38 ósamþykk. Þrýstingurinn virðist þó hafa einhver áhrif þar sem stuðningur við rannsóknina hefur minnkað undanfarið. Rudy Giuliani, einn lögmanna forsetans, fullyrti svo í gær að Mueller myndi ekki ákæra Trump, jafnvel þótt hann kæmist að því að Trump hefði gerst brot- legur við lög. Sagði hann að rann- sakendateymi Muellers hefði tjáð lögfræðingateymi Trumps að Mueller myndi halda sig við þá túlkun dóms- málaráðuneytisins á stjórnarskránni að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta. Mueller vildi ekki svara fyrir- spurnum fjölmiðla um orð Giulianis. En þótt ekki hafi enn verið ákært fyrir samráð hefur Mueller afhjúpað fjölda glæpa. Ákærði hann meðal annars Paul Manafort, áður kosn- ingastjóra Trumps, fyrir að hafa unnið fyrir stjórnmálaafl, hliðhollt Rússum, í Úkraínu. Þeir meintu glæpir eru ótengdir framboði Trumps að því er best er vitað. Fyrrverandi starfsmenn framboðs forsetans hafa svo játað að meðal annars hafa logið um samskipti við rússneska embættismenn og rúss- neska starfsmenn þrýstihópa. Mike Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps til skamms tíma, játaði til að mynda að hafa logið um samskipti sín við Sergei Kisljak, sendiherra Rússa. Þá hefur Mueller jafnframt rannsak- að hvort Trump sjálfur hafi hindrað framgang réttvísinnar með því að hafa rekið James Comey alríkislögreglu- stjóra úr starfi eftir að Comey neitaði að hætta að rannsaka mál Flynns. Trump hefur ekki sest niður með Mueller og svarað spurningum hans. Giuliani hefur sagt að Trump muni mögulega gera það af fúsum og frjálsum vilja, mögulega ekki. Robert Ray, saksóknari í Whitewater-máli Clintons, sagði við Washington Post í gær að forsetinn ætti að skilja að hann þurfi að svara spurningum Muellers, vilji hann að rannsóknin taki enda. thorgnyr@frettabladid.is Hefur ákært 22 á fyrsta ári rannsóknar Sérstakur saksóknari hefur rannsakað meint samráð forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa. Rannsóknin leitt af sér ákærur á hendur nítján einstaklingum og þremur fyrirtækjum. Stóru spurningunni enn ósvarað og þrátt fyrir þrýsting Trump-liða heldur rannsókn áfram. Robert Mueller hefur rannsakað Rússamálið undanfarið ár. NoRdicphotos/AFp Hin 22 ákærðu George papadopoulos, utan- ríkismálaráðgjafi trumps Ákærður 3. október 2017 fyrir að ljúga að rannsakendum. Játaði 5. október 2017. paul Manafort og Rick Gates, kosninga- stjóri trumps og aðstoðarmaður hans Ákærðir 27. október 2017, meðal annars fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum og vinnu fyrir Rússa í Úkraínu, og 22. febrúar 2018, meðal annars fyrir skattsvik. Báðir neita sök, ákærur frá 22. febrúar gegn Rick Gates felldar niður fimm dögum seinna. Michael Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi trumps Ákærður 30. nóvem- ber 2017 fyrir að ljúga að rannsak- endum. Játaði 1. desember 2017. Richard pinedo, sölumaður bankareikninga Ákærður 2. febrúar 2018 fyrir að villa á sér heimildir. Játaði 2. febrúar 2018. Alex van der Zwaan, hol- lenskur lögfræðingur Ákærður 16. febrúar 2018 fyrir að ljúga að rannsakendum. Dæmdur í þrjátíu daga fangelsi 3. apríl 2018. Þrettán rússneskir einstaklingar og þrjú rússnesk fyrirtæki Ákærð 16. febrúar 2018, öll fyrir samsæri gegn Bandaríkjunum. Öll utan bandarískrar lögsögu nema fyrirtækið Concord Management and Consulting sem neitaði sök þann 10. maí 2018. paul Manafort. Michael Flynn. 1 8 . m a í 2 0 1 8 F Ö S T U d a G U r10 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð 1 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D 5 -8 B D 8 1 F D 5 -8 A 9 C 1 F D 5 -8 9 6 0 1 F D 5 -8 8 2 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.