Fréttablaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 18.05.2018, Blaðsíða 4
Stöndum saman og kaupum álfinn – fyrir unga fólkið 10x10 DBL Kubbur SÁÁ – til betra lífs VIÐSKIPTI Hluti af þeim 157 milljón- um króna, auk dráttarvaxta, sem ríkið var í nóvember í fyrra dæmt til þess að endurgreiða Högum vegna ólög- mætrar gjaldtöku þess af innfluttum landbúnaðarvörum var tekjufærður á síðasta rekstrarfjórðungi smásölu- risans sem lauk í febrúar. Finnur Árnason, forstjóri Haga, staðfestir við Fréttablaðið að hluti fjárhæðarinnar hafi verið tekjufærður vegna meðal annars kostnaðar við málið. Hluti hafi síðan verið nýttur til þess að lækka verð til viðskiptavina á þeim vörum sem félagið hafði greitt toll af. Upphæðin sem um ræði hafi hins vegar haft óveruleg áhrif á upp- gjör félagsins fyrir síðasta rekstrar- fjórðung. Félagið hafði heitið því að skila þeim fjármunum sem það fær endur- greidda vegna ólögmætrar gjaldtöku ríkisins til viðskiptavina í gegnum lægra vöruverð. Sem dæmi skiluðu Bónus og Hagkaup um 175 millj- ónum króna af ólögmætum gjöldum ríkisins til viðskiptavina í formi niður greiðslu á innfluttum kjúklingi og nautalundum á rekstrar árinu 2016 til 2017 eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að útboðsgjald ríkisins færi í bága við lög. Ekki hafa fengist upplýsingar um hve há fjárhæð af þeim 157 millj- ónum, auk vaxta, sem héraðsdómur dæmdi í nóvember ríkið til þess að endurgreiða Högum, hafi verið notuð til þess að lækka vöruverð. Niðurstaða Héraðsdóms Reykja- víkur var sú að útboðsgjaldið sem ríkið innheimtir fyrir heimildir til þess að flytja inn búvörur á engum eða lægri tollum væri ólögmætt. Var ríkinu gert að endurgreiða þremur innflutningsfyrirtækjum, Sælkera- dreifingunni, Innnesi og Högum, samtals um 355 milljónir króna í oftekin gjöld. Dómnum var ekki áfrýjað. Framlegð Haga nam 4.925 millj- ónum króna á síðasta rekstrarfjórð- ungi, frá desember 2017 til febrúar 2018, og var framlegðarhlutfallið 24,9 prósent  borið saman við  24,6 pró- sent á sama tíma á fyrra rekstrarári. Var framlegðarhlutfallið umtalsvert hærra en greinendur höfðu spáð. – kij Hagar tekjufærðu hluta endurgreiðslunnar frá íslenska ríkinu Finnur Árnason, forstjóri Haga. 157 milljónir þurfti ríkið að endurgreiða Högum vegna ólögmætrar gjaldtöku af inn- fluttum landbúnaðarvörum. STjórnmál Ef fer sem horfir virðast Miðflokkurinn, Píratar og Viðreisn eiga eftir að styrkja stöðu sína sem stjórnmálahreyfingar í næstu sveit- arstjórnarkosningum. Þetta sýna kannanir sem Fréttablaðið hefur gert undanfarið. Í sveitarstjórnarkosningunum 2014 buðu Píratar fram lista í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Niðurstaðan varð að stjórnmálahreyfingin fékk einn mann kjörinn í sveitarstjórn á öllu landinu. Það var Halldór Auðar Svansson, sem var kjörinn í Reykja- vík og tekur þátt í fjögurra flokka meirihlutasamstarfi. Fréttablaðið hefur gert skoðana- kannanir í sjö sveitarfélögum að undanförnu. Þær hafa sýnt að Pírat- ar kunna að fá allt að tvo fulltrúa kjörna í Reykjavík, en þar er reyndar verið að fjölga fulltrúum úr 15 í 23. Svo gæti flokkurinn fengið einn kjörinn fulltrúa í Kópavogi, einn í Hafnarfirði og einn á Akureyri. Þá sýndi könnun Fréttablaðsins í Árborg að Áfram Árborg, sameigin- legt framboð Pírata, Viðreisnar og óháðra, fengi einn mann. Miðflokkurinn og Viðreisn eru hvort tveggja ný stjórnmálaöfl og buðu ekki fram í sveitarstjórnar- kosningunum fyrir fjórum árum. Nýjasta könnun Fréttablaðsins, frá 7. maí, sýnir að líkt og Píratar geti Miðflokkurinn og Viðreisn fengið tvo fulltrúa í Reykjavík, hvor flokkur. Miðflokkurinn fengi að auki fulltrúa kjörna í Hafnarfirði og á Akureyri. Viðreisn gæti náði inn fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs í sameigin- legu framboði með Bjartri framtíð og manni í bæjarstjórn Árborgar í sameiginlegu framboði með Píröt- um. Þá sýnir könnun Fréttablaðsins að L-listinn á Akureyri, sem Viðreisn er hluti af, myndi fá tvo fulltrúa. Á fundi Stofnunar stjórnsýslu- fræða og stjórnmála og Félags stjórnmálafræðinga í gær ræddi Grétar Þór Eyvindsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, um niðurstöður skoðana- kannana fyrir komandi kosningar. Grétar sagði að þegar horft væri til Reykjavíkur væri staðan sú að meirihlutinn virtist ætla að halda og Sjálfstæðisflokkurinn ekki að ná fram þeim breytingum sem hann hafði vonast til. „Ef eitthvað gæti ógnað stöðu meirihlutans þá væri það hversu margir af minni flokkun- um næðu manni inn,“ segir Grétar. jonhakon@frettabladid.is Útlit fyrir sterkari stöðu Pírata Píratar eru líklegir til þess að styrkja stöðu sína verulega á sveitarstjórnarstiginu í kosningunum þann 26. maí. Mælast með fulltrúa í fjórum af þeim sjö sveitarfélögum þar sem Fréttablaðið hefur kannað fylgið. Utankjörfundar atkvæðagreiðsla vegna komandi sveitarstjórnarkosninga þann 26. mái næstkomandi hófst í Smára- lind á föstudag í síðustu viku. Þar verður hægt að greiða atkvæði allt fram á kjördag. Fréttablaðið/Ernir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði. Samfylkingin stærst Samfylkingin mælist stærsti stjórnmálaflokkurinn í Reykjavíkurborg í könnun sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið dagana 2. til 14. maí. Fylgi flokksins mælist rúmt 31 prósent sem gæfi honum 9 borgarfull- trúa. Sjálfstæðisflokkurinn er með tæp 25 prósent sem myndi skila 7 borgarfulltrúum og Píratar eru enn sterkari en í könnun Fréttablaðsins, með 11,5 prósenta fylgi og myndu fá 3 fulltrúa. VG mælist svo með 6,7 prósent, Viðreisn með 6,6 prósent, Miðflokkurinn með 4,2 prósent og Sósíalistar með 3,8 prósent. Þessir fjórir síðast töldu flokkar myndu fá einn mann kjörinn hver. DýraVelferÐ Matvælastofnun hefur tekið ellefu hross úr vörslu umráða- manns á bæ á Suðurlandi eftir að hann sinnti ekki ítrekuðum kröfum stofnunarinnar um bætta fóðrun. Stofnunin hefur á undanförnum mánuðum gert ítrekaðar kröfur um bættan aðbúnað hrossa á bænum, flokkun hrossa eftir holdafari og sérstaka fóðurgjöf til þeirra sem mest þurfa á því að halda. Allt án árangurs. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun var talin hætta á varanlegum skaða ef fóðrun hrossa og aðstæður yrðu ekki bættar. Voru hrossin því tekin af viðkomandi og verða fóðruð á hans kostnað. – smj Sviptur hrossum VIÐSKIPTI Fossar markaðir, Íslands- banki og Landsbankinn verða í hópi aðstoðarsöluráðgjafa í fyrirhuguðu hlutafjárútboði Arion banka sem áætlað er að fari fram í næsta mán- uði. Bankinn tilkynnti í gær að efnt yrði til útboðs á hlutabréfunum og þau síðan skráð í Nasdaq-kauphöll- ina hér á landi og í Stokkhólmi. Fjárfestingarbankasvið Arion banka og stórbankarnir Carnegie, Citigroup og Morgan Stanley verða leiðandi umsjónaraðilar með útboð- inu. – kij Aðstoða Arion í hlutafjárútboði Áætlað er að útboðið fari fram á fyrri hluta ársins. Fréttablaðið/EyÞór DómSmál Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Samkeppniseftir- litsins gegn Byko veldur fyrirtækinu vonbrigðum og ætlar það að áfrýja dómnum til Landsréttar. Þetta segir í tilkynningu sem Byko sendi frá sér í gær. Héraðsdómur staðfesti á miðviku- dag að Byko hefði framið alvarleg brot á samkeppnislögum og hækk- aði álagða sekt á fyrirtækið í 400 milljónir króna úr þeim 65 milljón- um króna sem áfrýjunarnefnd sam- keppnismála hafði talið hæfilega. Í maí 2015 komst Samkeppnis- eftir litið að þeirri niðurstöðu að Byko hefði brotið gegn samkeppnislögum og EES-samningnum með umfangs- miklu ólögmætu samráði við gömlu Húsasmiðjuna. Eftirlitið taldi brotið alvarlegt og lagði 650 milljóna sekt á Norvik, móðurfélag Byko. Norvik og Byko kærðu svo ákvörð- unina til áfrýjunarnefndar. Nefndin komst að því að Byko hefði tekið þátt í ólögmætu verðsamráði en að ákvæði EES-samningsins hefðu ekki verið brotin. Var sektin lækkuð í 65 milljónir. Þá höfðaði Samkeppn- iseftirlitið mál fyrir héraðsdómi sem hækkaði sektina aftur á miðvikudag eins og áður segir. Í tilkynningu Byko frá í gær segir að dómur héraðsdóms byggi að stórum hluta á dómi Hæstarétt- ar frá 2016 „í málaferlum gegn starfsfólki sem hlut átti að þessu sama máli“. Sá dómur hafi verið óréttlátur og vankantar hafi verið á málsmeðferð. „Í gær barst okkur tilkynning um að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði fallist á að taka ákveðna þætti í dómi Hæstaréttar til efnislegrar meðferðar,“ segir enn fremur í til- kynningunni frá Byko. – þea Byko hyggst áfrýja til Landsréttar Ein verslana byko. Fréttablaðið/PjEtUr 1 8 . m a í 2 0 1 8 f Ö S T U D a G U r4 f r é T T I r ∙ f r é T T a B l a Ð I Ð 1 8 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :3 0 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D 5 -9 0 C 8 1 F D 5 -8 F 8 C 1 F D 5 -8 E 5 0 1 F D 5 -8 D 1 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 7 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.