Fréttablaðið - 23.05.2018, Side 2
Veður
Suðvestan kaldi með skúrum í dag,
en léttskýjað á norðaustanverðu
landinu. Hægari og úrkomulítið
síðdegis. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast
norðaustanlands. SJÁ SÍÐU 18
Blekhylki.is, S. 517 0150 – 2. hæð Smáralind
Ódýr blekhylki
og tónerar!
Blautt og kalt í borginni
Veðrið hefur ekki beinlínis leikið við íbúa og gesti á höfuðborgarsvæðinu undanfarna daga og vikur og sólin hefur lítið látið sjá sig þrátt fyrir
að júní sé handan við hornið. Þessir ferðamenn sem stóðu við Hallgrímskirkju í gær voru ekki upplitsdjarfir á að líta, en það var blautt og kalt í
borginni í gær. Útlit er fyrir aðeins bjartari tíma og búist við minni úrkomu í dag en í gær. Þá verður hiti á bilinu fimm til níu stig. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
SKIPULAGSMÁL Eigandi jarðarinnar
Hrauntungu í Garðabæ furðar sig á
því að bæjaryfirvöld synji honum
um að reisa íbúabyggð á lóðinni.
Hann segir bæjaryfirvöld meðal
annars bera fyrir sig vilja fyrri eig-
anda, manns sem lést árið 2009, um
að lóðin skyldi haldast óbyggð og
gróðurinn sem fyrri eigandi hafði
lagt sál sína í að rækta varðveittur.
Lögmaður núverandi eiganda
segir þennan vilja hvergi koma
fram í opinberum gögnum, kvöðum
á eigninni, erfðaskrá hins látna né
annars staðar. Svo virðist sem ein-
hvers konar munnlegt samkomulag
haldi lóðinni í gíslingu. Ákvörðun
bæjarins um að synja eigandanum
um deiliskipulag á lóðinni hefur
verið kærð til úrskurðarnefndar
umhverfis- og auðlindamála.
Jörðin Hrauntunga er 3,2 hektarar
og á henni stendur 364 fermetra
hús. Fyrri eigandi bjó þar lengi en
arfleiddi ýmis samtök að jörðinni
þegar hann lést í apríl 2009. Nýir
eigendur fólu síðar Ríkiskaupum að
selja hana og keypti félagið Dalsnes
ehf., sem er í eigu Ólafs Björns-
sonar, fasteignina og lóðaréttindin
árið 2011. Árni Helgason, lögmaður
Dalsness ehf., segir að hvergi í sölu-
ferli eignarinnar hafi komið fram að
kvaðir fylgdu henni. Afstaða bæjar-
yfirvalda til þess að skipulögð verði
íbúabyggð með sérbýli og íbúðir á
lóðinni valdi miklum vonbrigðum,
enda verulegur skortur á húsnæði
fyrir ungt fólk á höfuðborgarsvæð-
inu.
„Við höfum alltaf verið að kalla
eftir því hjá bænum hvar jörðin var
sett í þessi álög um aldur og ævi en
það hefur aldrei komið í ljós þrátt
fyrir að það hafi litað afstöðu bæjar-
ins í málinu,“ segir Árni og bendir á
að allt um kring séu áþekkar lóðir
sem skipt hafi verið upp í íbúabyggð
á sínum tíma. Ef hugmyndin sé að
jörðin nýtist fólki til útivistar þurfi
eitthvað að breytast.
„Þetta er einkalóð í dag og það
væri heiðarlegra ef bærinn keypti
þetta þá og breytti í grænt svæði.
En það hefur ekki verið neinn vilji
í þá átt heldur.“
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri
Garðabæjar, segir þó í samtali við
Fréttablaðið að hann sé opinn fyrir
þeim möguleika að bærinn kaupi
jörðina aftur, berist tilboð um slíkt,
enda minnugur hugmyndar fyrri
eiganda um að jörðin standi órösk-
uð. Vilji sé fyrir því hjá bænum að
svæðið verði grænt en ekki undir-
lagt þéttri íbúabyggð.
„Við leggjum mikið upp úr því
að halda í græn svæði og þarna er
skógrækt og mikil saga á bak við.
Það skiptir máli að mínu mati. Að
ekki sé byggt út í allar línur.“
Nýjar hugmyndir Dalsness um
jörðina voru lagðar fyrir bæjarráð í
gær. Þar er leitað álits á því að húsið
á jörðinni verði rifið, byggt þúsund
fermetra einbýlishús í staðinn sem
nýtt yrði til útleigu fyrir ferðamenn
og lóðin girt af. Slíkt myndi falla
innan núverandi skipulagsheimilda.
Árni spyr sig þó hvort það sé
virkilega það sem menn vilji, fyrst
Garðabær lýsi sig mótfallinn íbúa-
byggð á lóðinni. mikael@frettabladid.is
Segir lóðina í gíslingu
Eigandi Hrauntungu í Garðabæ hefur kært synjun á deiliskipulagi fyrir íbúa-
byggð til úrskurðarnefndar. Lögmaður eigandans segir bæinn bera fyrir sig
loforð við fyrri eiganda, sem lést árið 2009, um að lóðin skuli standa óröskuð.
Stór jörð sem eigandinn fær ekki að breyta í íbúabyggð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Gunnar
Einarsson,
bæjarstjóri
Garðabæjar.
Árni Helgason,
lögmaður.
STJÓRNMÁL Stjórn Samfylkingarinn-
ar segir ásakanir fjögurra meðlima
#daddytoo-hópsins svokallaða, um
Heiðu Björgu Hilmisdóttur, varafor-
mann flokksins og borgarfulltrúa,
úr lausu lofti gripnar.
Forsaga málsins er sú að Huginn
Þór Grétarsson, Hugi R. Ingibjarts-
son, Stefán Páll Páluson og Friðgeir
Örn Gunnarsson, meðlimir#daddy-
too-hópsins kröfðu Heiðu Björgu
um opinbera afsökunarbeiðni, en
þeir segja hana hafa sakað þá um
að vera ofbeldismenn í útvarpsþætt-
inum Harmageddon í marsmánuði.
Yfirlýst markmið #daddytoo-hóps-
ins er að sýna hversu algeng feðra-
svipting er á Íslandi með því að
safna reynslusögum feðra.
Stjórn Samfylkingarinnar hefur
sent frá sér yfirlýsingu þar sem
flokkurinn hafnar ásökunum í garð
Heiðu Bjargar.
„Í bréfinu eru meint ummæli
Heiðu Bjargar ekki tilgreind með
nákvæmum hætti og því óljóst hvað
hún á að hafa gerst sek um. Hins
vegar hafa einstaklingar er segjast
koma fram fyrir hönd daddytoo
hópsins ítrekað á undanförnum
tveimur mánuðum sakað Heiðu
Björgu opinberlega um að hafa sagt
nafngreinda einstaklinga innan
hópsins hafa beitt barnsmæður
sínar ofbeldi. Allar þær ásakanir
eru úr lausu lofti gripnar,“ segir í
yfirlýsingunni. Þar segir enn fremur
að Heiða Björg hafi farið fram fyrir
hópi sem berst gegn ofbeldi.
Undir yfirlýsinguna skrifa Logi
Einarsson formaður, Inga Björk
Margrétar Bjarnadóttir, formaður
framkvæmdastjórnar, Þórarinn
Snorri Sigurgeirsson ritari, Hákon
Óli Guðmundsson gjaldkeri og
Oddný G. Harðardóttir þingflokks-
formaður. – dfb
Stjórnin styður
Heiðu Björgu
Heiða Björg
Hilmisdóttir
ÁRNESHREPPUR Tvö af sex málum
varðandi skráningu lögheim-
ilis í Árneshreppi sem út af stóðu
hjá Þjóðskrá í síðustu viku voru
afgreidd í gær. Í öðru tilfellinu var
skráning lögheimilis staðfest en
felld niður í hinu.
Með þessu hafa samtals þrettán af
átján sem skráðu sig til lögheimilis í
Árneshreppi á tveimur vikum áður
en frestur til þess vegna sveitar-
stjórnarkosningananna var úti horf-
ið aftur af skránni. „Í þeim fjórum
málum sem eftir standa er frestur
til að skila inn athugasemdum ekki
liðinn og verða þau afgreidd síðar í
vikunni,“ segir Ástríður Jóhannes-
dóttir, sviðsstjóri hjá Þjóðskrá.
Á fundi hreppsnefndar sem lauk
á tíunda tímanum í gærkvöldi voru
þessir þrettán færðir af kjörskrá.
„Við fórum eftir niðurstöðum Þjóð-
skrár. Þannig fór það,“ sagði Eva Sig-
urbjörnsdóttir, oddviti hreppsins,
að fundi loknum. – gar, gþs
Enn fækkar í
Árneshreppi
2 3 . M A Í 2 0 1 8 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
3
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:4
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
D
E
-5
B
0
C
1
F
D
E
-5
9
D
0
1
F
D
E
-5
8
9
4
1
F
D
E
-5
7
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
5
6
s
_
2
2
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K