Fréttablaðið - 23.05.2018, Síða 8
Alltaf til staðar
www.n1.is facebook.com/enneinn
Maí tilboð
35% afsláttur
9.718 kr.
Verð áður: 14.950 kr.
3.244 kr.
Verð áður: 4.990 kr.
8.866 kr.
Verð áður: 13.640 kr.
9.037 kr.
Verð áður: 13.903 kr.
9.742 kr.
Verð áður: 14.987 kr.
12.935 kr.
Verð áður: 19.990 kr.
Fristads jakki vattfóðraður
Vnr: 9613 122221
Vatteraður léttur og flottur jakki.
Hægt að sérpanta í dökkbláum.
Litur: Svart. Stærðir: XS-3XL.
Fristads pólóbolur
Vnr: 9613 100780
Pólóbolur með hnepptu hálsmáli.
Hægt að sérpanta fl liti.
Litur: Svartur, Dökkblár.
Stærðir: XS-4XL.
Fristads jakkapeysa
Vnr: 9613 125026
Fristads jakkapeysa.
Hægt að sérpanta fl liti.
Litir: Grár/svartur. Stærðir: S-3XL.
Fristad buxur
Vnr: 9613 121632
Streach efni sem gerir buxurnar mjög
þægilegar að vera í. Henta vel í alla
almenna vinnu. Litur: Svart og grátt.
Stærðir: 48-66.
Fristads hettupeysa
Vnr: 9613 LYS7783/110309
Efni: 100% polyester.
Litur: Svartur. Stærðir: XS- 3XL.
Jogging iðnaðarbuxur
Vnr: 9613 126512
Lausir vasar fyrir iðnaðarmenn.
Vasar á lærum. Frábærar buxur fyrir
iðnaðarmanninn Litur: Svart.
Stærðir: XS-2XL.
Akureyri s. 440 1420 • Höfn s. 478 1940 • s. 456 3574 • Húsavík s. 440 1448
• Blönduós s. 467 1010 s. 440 1330 • Ólafsvík s. 436 1581 • s. 456 1245
s. 474 1293 • Reykjanesbær s. 421 4980 • Vestmannaeyjar s. 481 1127
Tökum við pöntunum fyrir Hólavallagarð,
Gufuneskirkjugarð, Fossvogskirkjugarð,
Sólland og Kópavogskirkjugarð.
Upplýsingar alla virka daga frá kl. 9 - 16
í síma 585 2770 og 585 2770
Einnig er hægt að panta beint af
vefnum www.kirkjugardar.is
Blóm á grafreiti
MALASÍA Shukri Abdull, sem stýrði
og stýrir rannsókn á hinu svokall-
aða 1MDB-spillingarmáli í Malasíu,
lýsti því á blaðamannafundi í höfuð-
borginni Kúala Lúmpúr í gær þegar
hann fékk tíðar morðhótanir fyrir
störf sín.
Málið sem Shukri rannsakar
gengur út á að Najib Razak, þáver-
andi forsætisráðherra Malasíu, sé
sakaður um að hafa stolið rúmlega
sjötíu milljörðum króna úr 1MDB-
sjóðnum, þróunarsjóði malasíska
ríkisins. Málið reyndist Razak erfitt
í þingkosningum fyrr í mánuð-
inum. Tapaði bandalag íhaldsflokka
þá meirihluta í fyrsta sinn í sögu
malasísks lýðræðis.
Mahathir Mohamad, 92 ára
gamall fyrirrennari Razaks sem for-
sætisráðherra og leiðtogi BN, banda-
lags íhaldsflokka, keyrði á málinu í
kosningabaráttu sinni. Nú eftir að
Mahathir náði kjöri skipaði hann
fyrrnefndan Shukri aftur sem for-
mann MACC, nefndarinnar gegn
spillingu. Shukri hafði áður þurft að
flýja land vegna hótana.
„Mér var hótað uppsögn, ég var
beðinn um að fara snemma á eftir-
laun, fara í frí og var svo dreginn inn í
starfsendurhæfingu. Mér bárust hót-
anir yfir Whatsapp, fólk hótaði mér
á heimili mínu og ég fékk byssukúlur
í pósti,“ sagði Shukri á blaðamanna-
fundi gærdagsins.
Shukri var nálægt því að bresta
í grát þegar hann lýsti þessari lífs-
reynslu. Rannsókn MACC hefði leitt
í ljós að til stæði að handtaka Shukri
og fangelsa. Saka hefði átt hann um
samsæri gegn ríkisstjórninni. „Við
vildum ná aftur í fé sem stolið var
af ríkinu. Í staðinn vorum við sökuð
um að reyna að ráðast á Malasíu.
Við vorum sökuð um landráð,“ sagði
Shukri.
Najib Razak hefur alla tíð neitað
sök í málinu. Gerði hann væntan-
lega slíkt hið sama þegar hann kom
til yfirheyrslu hjá MACC í síðustu
viku. Najib hefur haldið því fram að
milljarðarnir 70 hafi verið gjöf frá
sádiarabískum prins.
Lögregla gerði áhlaup á ýmsar
eignir tengdar Najib í síðustu viku.
Gerði hún upptæk 284 veski frá
stærstu tískuhúsum heims, 72 sekki
af seðlum auk ýmissa skartgripa og
úra. Talningu seðlanna úr sekkj-
unum er ekki enn lokið.
thorgnyr@frettabladid.is
Tóku sekki af seðlum
Shukri Abdull sagði meðal annars frá tíðum morðhótunum á blaðamannafundinum í gær. NORDICPHOTOS/AFP
Maðurinn sem stýrir
rannsókn á umfangs-
miklu spillingarmáli
fyrrverandi forsætisráð-
herra Malasíu er snúinn
aftur eftir að hann flúði
land vegna hótana.
Save the Children á Íslandi
ÍTALÍA Um leið og Fimm stjörnu
hreyfingin og Bandalagið, popúl-
istaflokkarnir sem náð hafa sam-
komulagi um ríkisstjórnarmyndun
á Ítalíu, tilkynntu að þeir vildu gera
lítt þekkta lögfræðinginn Giuseppe
Conte að forsætisráðherra voru stór
spurningarmerki sett við menntun
Conte.
Conte, sem Sergio Mattarella á
eftir að samþykkja að verði for-
sætisráðherra, segir á ferilskrá sinni
að hann hafi stundað lögfræðinám
við New York University (NYU) til
að dýpka þekkingu sína árin 2008
og 2009. En bæði Corriere della
Sera og La Repubblica greindu frá
því að engan með þessu nafni væri
að finna í skrám háskólans.
Nefnir Conte einnig austurríska
International Kultur Institut og
hinn breska Cambridge, auk ann-
arra skóla. Reuters greindi frá því
að nafn Conte hefði ekki verið að
finna í skrám Cambridge og þá sagði
The Guardian frá því að austurríski
háskólinn væri tungumálaskóli, en
Conte sagðist hafa lært lögfræði
þar. – þea
Menntun Conte véfengd
VENESÚELA Viðskiptaþvinganir sem
Bandaríkin innleiddu gegn Venesú-
elamönnum í kjölfar forsetakosn-
inga helgarinnar eru „glæpur gegn
mannkyninu“. Þetta fullyrti utan-
ríkisráðuneyti Venesúela í gær.
Bandaríkin eru eitt þeirra ríkja
sem viðurkenna ekki forseta-
kosningarnar og ákvað Donald
Trump forseti á mánudag að sam-
þykkja þvinganir sem gera Venesú-
elamönnum erfitt að selja eignir
ríkisins. Það kemur sér illa fyrir
ríkisstjórn Nicolas Maduro, sem var
endurkjörinn á sunnudag, enda er
ríkið í afar djúpri kreppu.
Venesúelastjórn hefur reglu-
lega kennt Bandaríkjunum um þá
kreppu og sagt ríkið heyja efna-
hagslegt stríð gegn sér. „Venesúela
fordæmir enn á ný kerfisbundna
herferð og árásargirni Bandaríkja-
stjórnar sem reynir að refsa Venesú-
elamönnum fyrir að nýta sér kosn-
ingaréttinn,“ sagði í tilkynningunni
í gær.
Maduro fékk 68 prósent atkvæða
en stjórnarandstaðan sniðgekk
kosningarnar að mestu. Hefur
stjórnarandstaðan sagt að Maduro
svindli og því séu kosningarnar
marklausar. – þea
Segja þvinganirnar glæp
Conte segir á ferilskrá
sinni að hann hafi stundað
lögfræðinám við New York
University (NYU).
2 3 . M A Í 2 0 1 8 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
3
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:4
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
D
E
-9
6
4
C
1
F
D
E
-9
5
1
0
1
F
D
E
-9
3
D
4
1
F
D
E
-9
2
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
2
2
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K