Fréttablaðið - 23.05.2018, Side 11

Fréttablaðið - 23.05.2018, Side 11
Það má ekki alltaf vera fyrsta svar hins opinbera að seilast dýpra og dýpra ofan í vasa heimilanna í landinu. Hæstvirtur ríkissaksóknari, Sigríður Friðjónsdóttir.Starfshópur sem heilbrigðis- málaráðherra skipaði árið 2016 til þess að setja saman tillögur um nýtingu erfðaupplýsinga til forvarna skilaði af sér á mánudaginn. Í til- lögum starfshópsins kemur fram að hann geri sér grein fyrir því að þeir sem beri íslensku stökkbreytinguna í BRCA2 séu í lífshættu. Starfshópur- inn tjáir síðan þá skoðun sína að það bryti í bága við lög að vara arfberana við hættunni sem væri fyrsta skrefið til þess að koma þeim til hjálpar. Það er sjálfsagt að bera í bakkafullan læk- inn að benda þér á 221. gr almennra hegningarlaga sem er svona: „Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem er staddur í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru.“ Starfshópurinn hefur ekkert gert til þess að bjarga arfberunum úr lífs- hættunni þótt það séu til aðferðir sem duga í flestum tilfellum og reynir að sannfæra aðra um að það væri brot á lögum ef þeir gerðu það. Þetta er klárlega margfalt brot á 221. greininni vegna þess að fjöldi manns er nú staddur í lífsháska vegna stökkbreytingarinnar. Með þessu bréfi fer ég formlega fram á að þú skoðir þann möguleika að starfshópurinn hafi gerst sekur um refsivert athæfi. Með þökk, Kári Stefánsson Skyldan til þess að bjarga lífi – Opið bréf til ríkissaksóknara Sjálfstæðisflokkurinn hefur fyrir þessar borgarstjórnarkosningar kynnt skynsamlega og metn- aðarfulla stefnu í mörgum málum sem auka mun lífsgæði borgaranna og bæta daglegt líf, til að mynda í dagvistunar- og leikskólamálum. Fleiri valkostir, fjölbreyttari þjón- usta. Ekki er vanþörf á því að nýleg þjónustukönnun í stærstu sveitar- félögum landsins sýnir að hvergi eru íbúarnir óánægðari með þjónustu leikskóla og grunnskóla en í Reykja- vík, sjálfri höfuðborg landsins. Borgin hefur brugðist á fleiri sviðum. Hún fær falleinkunn á fimm af níu mælikvörðum fjármála í nýrri skýrslu Samtaka atvinnulífsins. Og hún er Íslandsmeistari í skattbyrði í flokki stærstu sveitarfélaga lands- ins, því að ekkert þeirra tekur til sín hærra hlutfall af tekjum íbúanna en Reykjavík gerir. Þetta er afleitt og þessu ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að breyta. Það má ekki alltaf vera fyrsta svar hins opinbera að seilast dýpra og dýpra ofan í vasa heimilanna í landinu, oft til að fjármagna óskilvirkt og þung- lamalegt bákn. Stjórnvöld verða að líta í eigin barm, hagræða og for- gangsraða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur því boðað að hann ætli að lækka útsvar borgarbúa í þrepum á hverju ári þar til það verður komið undir 14 pró- sent. Þetta eru góð og skynsamleg áform sem auka munu ráðstöfunar- tekjur einstaklinga og fjölskyldna í Reykjavík. Það er kominn tími til að breyta í borginni. Álögur lækki í Reykjavík Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðis- flokksins Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar Meirihluti Reykvíkinga ferðast einn um í bíl. Annar stærsti kostnaðar- liður heimilanna er samgöngur. Samkvæmt FÍB kostar rekstur lítils fólksbíls yfir milljón á ári og mörg heimili reka fleiri en einn. Beinn kostnaður borgarinnar af rekstri og viðhaldi gatnakerfisins er um 3,2 milljarðar á ári. Tekjur borg- arinnar af bílum eru engar umfram bílastæðagjöld. Borgin er skipulögð í kringum bíla og hlutfall samgöngumann- virkja af landnotkun er 48%. Þrátt fyrir að bíllinn sé í forgangi og að stofnbrautir kljúfi borgina og hverfi borgarinnar og þrátt fyrir að mis- læg gatnamót greiði fyrir umferð inni í borginni þá hægist á umferð á háannatíma. Það hægist á umferð þar sem stór hluti fólks ferðast sömu leiðir til og frá vinnu á sama tíma, hver og einn í sínum bíl. Til þess að bílarnir komist leiðar sinnar höfum við 4-8 akreina hraðbrautir sem liggja milli úthverfa Reykjavíkur, nágrannasveitarfélaga og borgarinnar þar sem stór hluti stundar nám eða vinnu. Ferðatími fólks í borginni hefur lengst um 1-2 mínútur í hverri ferð á seinustu árum. Umferðin hefur þyngst og fólk er 1-2 mínútum leng- ur í bílnum í hverri ferð. Aðspurður vill meirihluti Reykvíkinga setja borgarlínu, strætó og hjólreiðar í forgang þegar spurt er út í umbætur á samgöngukerfi borgarinnar. Þriðj- ungur nefnir stofnvegakerfið. Stofnkostnaður við borgarlínu felst í að leggja og reka forgangsak- reinar og gera skýlin rúmgóð, hlý og þægileg og aðgengileg öllum. Þessar forgangsreinar, ef notaðar undir almenna umferð, myndu kosta jafnmikið en hafa mjög takmörkuð áhrif á umferðarflæði og ferðatíma. Rekstrarkostnaður borgarlínu mun vera vegna rekstrar rafmagns- vagna sem keyra á 5-10 mínútna tíðni óhindrað eftir helstu sam- gönguleiðum borgarinnar. Far- þegar borgarlínu munu taka þátt í þeim rekstrarkostnaði með farþega- gjöldum. Kostnaður við einkabílinn leggst þyngst á heimilin, sem greiða fleiri milljónir á ári fyrir rekstur einka- bíla og finnst þau ekki hafa val um annað. Kostnaður borgarinnar við rekstur vegakerfisins er um 3,2 milljarðar á ári og við það leggst svo rekstur stofnbrauta sem er hjá ríkinu. Samfélagslegur kostnaður vegna umferðarslysa er gríðarlegur og áætlað er að rekja megi 80 dauðs- föll á ári til svifryksmengunar. Með því að segja já við borgarlínu og horfa til framtíðar þá munum við sjá styttri ferðatíma, minni sam- göngukostnað fyrir heimilin, hag- kvæmari rekstur samgöngukerfis borgarinnar, minni mengun og meira frelsi fólks til að ferðast um höfuðborgina. Því segi ég Borgarlína, já takk! Borgarlína, nei takk? Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi Samfylkingar www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Við látum framtíðina rætast. Komdu við hjá sérfræðingum okkar að Laugavegi 174 og kynntu þér úrval Volkswagen atvinnubíla í einni fjölhæfustu fjölskyldu landsins. FJÖLHÆFASTA FJÖLSKYLDA LANDSINS? Glæsilegur og vel út búinn pallbíll með 3.0 lítra, 225 hestafla, V6 dísilvél, 550 Nm togi, læst afturdrif, dráttarbeisli, heithúðun á palli, stigbretti, vetrardekk og nú á einstöku tilboðsverði. Volkswagen Amarok verð frá 7.890.000 kr. Hannaður með þarfir iðnaðar- manna að leiðarljósi og með átta þrepa sjálfskiptingu fyrir allar útgáfur. Fjöldi útfærslna á hleðslurými, farþegarými og aðstoðarkerfi. Volkswagen Crafter verð frá 5.610.000 kr. Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi undanfarin ár. Áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum, fjórhjóladrifinn og í fjölda útfærslna. Volkswagen Caddy verð frá 2.590.000 kr. Transporter hefur fylgt kynslóðum af fólki sem hefur þurft á traustum og áreiðan- legum vinnuþjarki. Fulkomin stöðugleikastýring, spólvörn og sjö þrepa sjálfskipting. Volkswagen Transporter verð frá 4.180.000 kr. S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 11M i ð V i k u D A G u R 2 3 . M A í 2 0 1 8 2 3 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F D E -8 2 8 C 1 F D E -8 1 5 0 1 F D E -8 0 1 4 1 F D E -7 E D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 2 2 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.