Fréttablaðið - 23.05.2018, Side 16
MARKAÐURINN
ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5800
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 512 5800
Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is
SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS
FRAMTÍÐARLAUSN
Í BÓKHALDINU
FJÁRHAGUR
VIÐSKIPTAVINIR
LÁ
NA
DR
OT
TN
AR
VERKBÓKHALD
BIRGÐIR
LA
UN
AB
ÓK
HA
LD
ÞÍN STAFRÆNA FRAMTÍÐ
– Tengir þig við framtíðina!
Sjónvarpsdreifikerfi
fyrir hótel, gistiheimili og skip.
Auðbrekku 3 • Kópavogur • s. 564 1660
oreind@oreind.is • www.oreind.is
Stærsti hluthafi Stoða, fjárfesta-hópur sem samanstendur meðal annars af Jóni Sigurðs-
syni, Einari Erni Ólafssyni og
Magnúsi Ármann, keypti 4,6 pró-
senta hlut í fjárfestingarfélaginu
af erlendum fjármálastofnunum á
seinni hluta síðasta árs. Hópurinn
átti tæplega 55 prósenta hlut í Stoð-
um í lok ársins.
F j á r f e s t a h ó p u r i n n k e y p t i
umræddan eignarhlut í gegnum
félagið S121 af fjármálastofnunum
Tavira Securitas og Lux CSD.
Eins og upplýst var í Markaðinum
í síðustu viku munu Stoðir á næstu
vikum gera öllum minni hluthöfum,
meðal annars ýmsum íslenskum líf-
eyrissjóðum og erlendum fjármála-
stofnunum, tilboð um að kaupa bréf
þeirra í félaginu.
Eigið fé fjárfestingarfélagsins er
um átján milljarðar króna en félagið
fékk í lok síðasta mánaðar greiddar
um 144 milljónir evra fyrir tæplega
8,9 prósenta hlut sinn í evrópska
drykkjaframleiðandanum Refresco.
Eins og kunnugt er eignaðist fjár-
festahópurinn, sem samanstendur
af einkafjárfestum auk trygginga-
félagsins TM, ríflega helmings-
hlut í Stoðum á fyrri hluta síðasta
árs. Næststærsti hluthafi Stoða er
Arion banki með 16,4 prósenta
hlut og þá fer Landsbankinn með
13,4 prósenta hlut. Ólíklegt þykir
að bankarnir muni losa um bréf sín
í félaginu á næstunni, samkvæmt
heimildum Markaðarins.
Hagnaður Stoða nam 5,4 millj-
örðum króna á síðasta ári, sam-
kvæmt nýbirtum ársreikningi
félagsins, en til samanburðar var
afkoman neikvæð um 4,8 milljarða
árið áður. Félagið lauk nauðasamn-
ingum árið 2009 og hefur frá þeim
tíma unnið að því að umbreyta
eignum í reiðufé og greiða út til
hluthafa. Líkt og Markaðurinn
hefur greint frá hefur hins vegar
verið ákveðið að breyta tilgangi
félagsins og halda starfsemi þess
áfram sem fjárfestingarfélagi. – kij
Bættu við sig fimm
prósenta hlut í Stoðum
Jón Sigurðsson,
stjórnarformaður
Stoða
55%
var hlutur félaganna S121 og
S122 í Stoðum í lok árs 2017.
Starfsmenn sjóðastýringar-fyrirtækisins Summu rekstrar-félags hafa keypt fjórðungshlut
Íslandsbanka í fyrirtækinu og eign-
ast þannig allt hlutafé þess. Starfs-
mennirnir fjórir, Sigurgeir Tryggva-
son framkvæmdastjóri, Haraldur
Óskar Haraldsson, Hrafnkell Kára-
son og Ómar Örn Tryggvason, eiga
Summu í gegnum eignarhaldsfélagið
Megind.
Summa var áður dótturfélag
Íslandsbanka en bankinn hefur selt
sig úr félaginu í nokkrum skrefum á
undanförnum árum. Sigurgeir stað-
festir við Markaðinn að kaupin á
fjórðungshlut Íslandsbanka hafi
gengið í gegn í byrjun síðasta mán-
aðar.
„Eigendurnir, sem eru jafnframt
allir starfsmenn Summu, hafa mikla
trú á félaginu og framtíðarhorfum
þess. Við starfsmenn og hluthafar
erum nú einir ábyrgir fyrir því að
nýta þá möguleika sem eru til staðar
en teljum jafnframt að viss tækifæri
felist í félagi sem er sjálfstætt og óháð
á fjármálamarkaði,“ segir hann.
Þá hafa þeir Birgir Örn Arnarson,
yfirmaður hjá PayPal, og Tryggvi
Björn Davíðsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri markaða hjá
Íslandsbanka, tekið sæti í stjórn
sjóðastýringarfyrirtækisins en þar
fyrir situr Þórunn Helga Þórðar-
dóttir lögfræðingur.
Summa hagnaðist um 3,7 millj-
ónir króna á síðasta ári borið
saman við 243 milljóna hagnað
árið 2016. Alls námu hreinar
rekstrartekjur tæpum 143 millj-
ónum í fyrra en rekstrargjöld voru
138 milljónir. Var fyrirtækið með
um 25 milljarða króna í stýringu í
lok síðasta árs.
Summa rekur meðal annars inn-
viðasjóð sem er í eigu íslenskra líf-
eyrissjóða en forsvarsmenn fyrir-
tækisins telja aðkomu slíkra sjóða
að brýnum innviðaverkefnum
hér á landi, svo sem í vegakerfinu,
ákjósanlega. – hvj, kij
Starfsmenn eignast Summu að fullu
Sigurgeir Tryggvason,
framkvæmdastjóri Summu.
Fagfjárfestasjóðurinn ORK, sem er að mestu leyti í eigu íslenskra lífeyrissjóða, áformar að selja
12,7 prósenta hlut sinn í HS Orku.
Formlegt söluferli hófst í síðustu viku,
samkvæmt heimildum Markaðarins,
en væntingar eru um að á bilinu sjö
til átta milljarðar króna geti fengist
fyrir eignarhlutinn í orkufyrirtækinu.
Miðað við það verðmat er markaðs-
virði fyrirtækisins um 55 til 63 millj-
arðar. Það er fyrirtækjaráðgjöf Kviku
banka sem hefur umsjón með sölu-
ferlinu.
Talsverður áhugi er sagður vera
á hlutnum í HS Orku, bæði á meðal
erlendra og innlendra fjárfesta, en
gert er ráð fyrir að óskuldbindandi
tilboð muni berast í næsta mánuði.
Gangi áætlanir eftir gæti salan klárast
í lok sumars.
Tæplega þrettán prósenta hlutur-
inn komst í eigu fagfjárfestasjóðsins
í júlí í fyrra þegar samkomulag náð-
ist við Magma Energy, dótturfélag
kanadíska orkufélagsins Alterra, um
uppgjör á skuldabréfi sem Magma
hafði gefið út við kaup á hlut sínum
í HS Orku árið 2009. Í stað þess að
greiða útistandandi höfuðstól skulda-
bréfsins skömmu fyrir gjalddaga var
um það samið að ORK, sem hafði
keypt bréfið af Reykjanesbæ í ágúst
2012 fyrir 6,3 milljarða, myndi ganga
að veði þess og yfirtaka þannig 12,7
prósenta hlut í HS Orku af Magma.
Við það minnkaði hlutur Magma úr
66,6 prósentum í 53,9 prósent, en
fyrir eiga fjórtán lífeyrissjóðir einnig
33,4 prósenta hlut í HS Orku í gegn-
um samlagshlutafélagið Jarðvarmi.
Magma Energy er í dag í eigu kanad-
íska orkufyrirtækisins Innergex en
það gekk í byrjun ársins frá kaupum
á öllu hlutafé Alterra.
Samkvæmt samþykktum HS Orku
hafa hluthafar, að félaginu sjálfu frá-
gengnu, forkaupsrétt að hlutum í
fyrirtækinu við eigendaskipti í hlut-
falli við hlutafjáreign sína. Samhliða
samkomulaginu við ORK í fyrra féll
Magma Energy frá forkaupsrétti
sínum og þá ákvað stjórn Jarðvarma
einnig að nýta sér ekki forkaupsrétt-
inn og bæta þannig við sig 12,7 pró-
senta hlut.
Á 30 prósent í Bláa lóninu
HS Orka, sem á og rekur orkuver í
Svartsengi og á Reykjanesi, er eina
orkufyrirtæki landsins sem er í eigu
einkafjárfesta. Hagnaður félagsins í
fyrra nam 4.588 milljónum króna og
jókst um liðlega 1.500 milljónir á milli
ára. Þá jukust rekstrartekjur HS Orku
um 430 milljónir og voru rúmlega
7.530 milljónir á árinu 2017. Stjórn
félagsins lagði til að greiddur yrði
arður að fjárhæð 440 milljónir króna
til hluthafa á þessu ári. Heildareignir
HS Orku námu 48,4 milljörðum í árs-
lok 2017 og eigið fé félagsins var um
35,5 milljarðar.
Á meðal eigna HS Orku er 30
prósenta hlutur í Bláa lóninu. Var
eignarhlutur fyrirtækisins settur í
söluferli um miðjan maí á síðasta ári
og var það sjóður í stýringu Black-
stone, eins stærsta fjárfestingar-
sjóðs heims, sem átti hæsta tilboðið,
eða um 11 milljarða króna. Ekkert
varð hins vegar af sölunni eftir að
stjórn Jarðvarma ákvað að beita
neitunarvaldi sínu, á grundvelli
hluthafasamkomulags um minni-
hlutavernd, og hafna tilboðinu.
Mikillar óánægju gætti hjá stjórn-
endum Alterra, þáverandi eigendum
Magma Energy, með ákvörðun líf-
eyrissjóðanna að hafna tilboði Black-
stone, enda hafi það verið nokkuð yfir
væntingum stjórnar HS Orku þegar
ákveðið var að setja hlut félagsins í
söluferli.
hordur@frettabladid.is
Lífeyrissjóðir vilja selja
13 prósent í HS Orku
Fagfjárfestasjóðurinn ORK hefur sett hlut sinn í orkufyrirtækinu í söluferli.
Væntingar um að 7 til 8 milljarðar fáist fyrir hlutinn. Kvika ráðgjafi við söluna.
Lífeyrissjóðir eiga fyrir rúmlega þriðjungshlut í HS Orku í gegnum Jarðvarma.
Hagnaður HS Orku fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) var 2,2 milljarðar í fyrra og jókst um 200 milljónir,
einkum vegna aukinnar raforkuframleiðslu og hækkandi álverðs. FRÉTTABLAÐIÐ/ANDRI MARINÓ
30%
hlutur í Bláa lóninu er á
meðal verðmætustu eigna
HS Orku.
2 3 . M A Í 2 0 1 8 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN
2
3
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:4
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
D
E
-6
4
E
C
1
F
D
E
-6
3
B
0
1
F
D
E
-6
2
7
4
1
F
D
E
-6
1
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
5
6
s
_
2
2
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K