Fréttablaðið - 23.05.2018, Qupperneq 20
aðargrunni. Samkvæmt tölum frá
Seðlabanka Íslands veittu íslenskir
lífeyrissjóðir tæplega 139 milljarða
í formi nýrra útlána til sjóðfélaga á
síðasta ári en til samanburðar námu
lánin aðeins um 8,8 milljörðum árið
2013.
Tekið er fram í umsögninni að líf-
eyrissjóðirnir greiði hvorki banka-
skatt né tekjuskatt og geti því boðið
hagstæðari kjör en bankarnir. Þau
kjör standi ekki öllum til boða þar
sem sjóðirnir láni út á lægri veð-
hlutföll en bankarnir. Afleiðingin
sé sú að skattlagningin bitni á ungu
fólki sem þurfi í raun að bera banka-
skattinn.
Stefán segist aðspurður taka undir
með SFF að skatturinn bitni á ungu
fólki sem taki fremur íbúðalán hjá
bönkum. Auk þess geri skattlagn-
ingin bönkum erfitt um vik í sam-
keppni við til dæmis lífeyrissjóði og
erlenda banka.
Skilað ríkissjóði 122 milljörðum
Bankaskatturinn, sem settur var á
með lögum árið 2010 og kom fyrst
til greiðslu á árinu 2011, hefur skilað
ríkissjóði samanlagt ríflega 122
milljörðum króna en gert er ráð
fyrir að tekjurnar af honum nemi
9,2 milljörðum í ár. Tekjur ríkisins
af skattinum jukust verulega eftir
að hann var hækkaður árið 2013 og
undanþága slitabúa gömlu bank-
anna til þess að greiða skattinn var
afnumin en alls greiddu slitabúin
liðlega 79 milljarða í bankaskatt.
Vaxandi óþreyju er farið að gæta
á meðal bankastjórnenda í garð
stjórnvalda vegna skattsins. Skatt-
urinn er sagður hafa verið kynntur
sem tímabundið úrræði, fyrst til
þess að endurheimta kostnað vegna
hrunsins og síðar til þess að fjár-
magna áðurnefnda skuldaleiðrétt-
ingu, en engu að síður sé hann enn í
gildi – óbreyttur.
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði
við Háskóla Íslands, rifjar upp að
skattlagningin hafi á sínum tíma
verið réttlætt með því að ríkis-
sjóður hafi orðið fyrir miklum
búsifjum vegna bankahrunsins og
efnahagssamdráttarins sem fylgdi í
kjölfarið. Nýju bankarnir, sem voru
stofnaðir árið 2008, hafi verið látnir
bera kostnað vegna bankanna sem
féllu í hruninu. Nú liggi hins vegar
fyrir að gömlu bankarnir, eða öllu
heldur kröfuhafar þeirra, hafi greitt
verulegar fjárhæðir til ríkissjóðs
sem stöðugleikaframlög og í skatta.
Fyrir vikið hafi ríkissjóður endur-
heimt allan beinan kostnað vegna
bankahrunsins. „Það hlýtur því að
vera tilefni til þess að endurskoða
þessa sérstöku skattlagningu þegar
upphaflega röksemdin fyrir henni
er brostin,“ segir Ásgeir og bætir við:
„Þegar rekstur bankanna fer í eðli-
legt horf og eiginfjárstaðan endur-
speglar venjulegan rekstur, en ekki
eitthvert uppgjör eftir hrunið, hefur
skatturinn mikil áhrif. Hann veldur
því að vaxtamunur eykst og við-
skiptavinir þurfa að greiða hærri
vexti. Það eru raunar ekki bankarnir
sem greiða skattinn í reynd, heldur
þeir sem taka lán hjá bönkunum,
bæði fólk og fyrirtæki.“
Bankar sjá um fjármálalega milli-
göngu, að sögn Ásgeirs, og ef lagður
er skattur á umrædda milligöngu
kemur það fram í hærri vaxtamun.
„Það eru því alltaf neytendur sem
borga þennan skatt að lokum.“
Ásgeir minnir jafnframt á að
opinber gjöld fjármálafyrirtækja
séu hlutfallslega mun hærri hér á
landi en í nágrannaríkjunum. Skatt-
byrðin rýri virði bankanna og valdi
því að fjármálaþjónusta sé dýrari en
annars. „Til viðbótar eiga bankarnir
í samkeppni við aðila, til dæmis
lífeyrissjóði og skuggabanka, sem
bera ekki sömu skattheimtu. Þann-
ig verður skattheimtan til þess að
færa fjármálalega milligöngu til
nýrra aðila sem lúta ekki sömu
reglusetningu og bankar. Það mun
draga okkur inn á nýjar og ókann-
aðar slóðir þar sem áhættan hefur
breytt um ásýnd en hún er þó alls
ekki horfin. Það er kannski ekki að
öllu leyti heppilegt enda hafa hefð-
bundnir bankar ákveðna náttúru-
lega yfirburði í því að veita lán.“
Bankamaður sem Markaðurinn
ræddi við nefnir að bönkunum hafi
að sumu leyti gengið vel að takast á
við samkeppnina við lífeyrissjóðina
með því að bjóða betri þjónustu
með stafrænum lausnum. Sam-
keppnin við erlenda banka sé hins
vegar öllu erfiðari. Íslensku bank-
arnir geti ekki – bæði vegna banka-
Á meðan þeim sem geta reitt fram mikið eigið fé til íbúða-kaupa standa til boða hagstæð kjör lífeyrissjóða, sem
þurfa ekki að greiða svonefndan
bankaskatt, þurfa eignaminni og
fyrstu kaupendur í reynd að bera
skattinn. Að þessu leyti er „rangt
gefið“ og lífeyrissjóðunum og þeim
lántakendum sem geta lagt fram
hærra hlutfall á móti lántöku með
lægri veðhlutföllum veitt forskot á
íbúðalánamarkaði á kostnað bank-
anna og viðskiptavina þeirra.
Þetta er á meðal þess sem fram
kemur í umsögn Samtaka fjármála-
fyrirtækja (SFF) við fjármálaáætlun
ríkisstjórnarinnar til næstu fimm
ára en í áætluninni, sem liggur nú
fyrir Alþingi, er ekki gert ráð fyrir
að bankaskatturinn verði afnum-
inn, heldur að hann verði lækkaður
í fjórum áföngum úr 0,376 pró-
sentum af heildarskuldum banka í
0,145 prósent.
„Samkeppnisstaðan er erfið í ljósi
þess að bankarnir eru að keppa á
íbúðalánamarkaði við aðila sem
þurfa hvorki að binda eigið fé né
greiða bankaskatt,“ segir Stefán
Pétursson, framkvæmdastjóri fjár-
málasviðs Arion banka.
Óli Björn Kárason, formaður
efnahags- og viðskiptanefndar
Alþingis, segir að sérstök skattlagn-
ing, líkt og bankaskatturinn, muni
hafa bein neikvæð áhrif á verðmæti
eignarhluta ríkisins í bönkunum og
minnka áhuga fjárfesta á að kaupa
hlutabréf af ríkinu þegar til þess
kemur. „Bankaskatturinn rýrir eign
ríkisins sem er bundin í banka-
kerfinu og vinnur gegn því að hægt
sé að tryggja dreift eignarhald með
þátttöku erlendra banka og annarra
fagfjárfesta,“ segir hann.
Samkvæmt útreikningum SFF
munu þeir sérstöku skattar sem
leggjast á hérlend fjármálafyrirtæki
rýra heildarvirði bankakerfisins,
sem íslenska ríkið fer að stærstum
hluta með eignarhald á, um tæp-
lega 150 milljarða króna verði af
áformum ríkisstjórnarinnar um
lækkun bankaskattsins á árunum
2020 til 2023.
Viðmælendur Markaðarins
telja ljóst að mögulegir kaupendur
á hlutum ríkisins í bönkunum muni
fara fram á afslátt á kaupverðinu
vegna bankaskattsins. Erlendir
fjárfestar muni ekki treysta því að
fögur fyrirheit ríkisstjórnarinnar
verði efnd í bráð. Fjármálaáætlunin
lýsi stefnumiðum stjórnvalda en
hinn pólitíski raunveruleiki sé
annar. Þannig er í verðmötum sem
erlendir greinendur hafa gert á
Arion banka ekki gert ráð fyrir
að skatturinn lækki, eftir því sem
heimildir Markaðarins herma. Er
talið að sá hlutur sem Kaupþing
hyggst selja í boðuðu útboði
bankans verði seldur að lágmarki á
0,1 lægra gengi miðað við eigið fé en
annars vegna bankaskattsins.
Bitnar á ungu fólki
Í áðurnefndri umsögn SFF er bent
á að hin þunga sókn lífeyrissjóða
inn á íbúðalánamarkað hafi hafist
af fullum þunga eftir að bankaskatt-
urinn, sem leggst á skuldir fjármála-
fyrirtækja, var hækkaður úr 0,041
prósenti í 0,376 prósent árið 2013
til þess að standa straum af kostn-
aði við leiðréttingu verðtryggðra
íbúðalána. Er í því sambandi bent á
að nú sé svo komið að sjóðirnir séu
álíka umsvifamiklir og allir bank-
arnir samanlagt þegar litið er til
nýrra íbúðalána til heimila á mán-
Skatturinn lækkar söluverð bankanna
Bankaskattur bitnar fyrst og fremst á fyrstu kaupendum á fasteignamarkaði sem þurfa í reynd að bera skattinn, að mati SFF. Formaður
efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir skattinn minnka áhuga fjárfesta á að kaupa hlutabréf af ríkinu. Skatturinn hefur skilað
ríkissjóði yfir 120 milljörðum króna. Arion banki verður verðlagður í boðuðu útboði miðað við að skatturinn haldist óbreyttur.
Kristinn
Ingi Jónsson
kristinningi@frettabladid.is
150
milljarðar yrði virðisrýrnun
bankanna vegna sértækra
skatta ef áform ríkisstjórnar-
innar um lækkun banka-
skatts ganga eftir.
✿ Ný íbúðalán banka og lífeyrissjóða til heimila
í milljónum króna
16.000
14.000
12.000
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
0
-2.000
Ja
nú
ar
2
01
4
Jú
lí
20
14
Ap
rí
l 2
01
4
Ja
nú
ar
2
01
3
Jú
lí
20
13
Ap
rí
l 2
01
3
O
kt
ób
er
2
01
3
Ja
nú
ar
2
01
5
Jú
lí
20
15
Ap
rí
l 2
01
5
O
kt
ób
er
2
01
5
Ja
nú
ar
2
01
6
Jú
lí
20
16
Ap
rí
l 2
01
6
O
kt
ób
er
2
01
6
Ja
nú
ar
2
01
7
Jú
lí
20
17
Ap
rí
l 2
01
7
O
kt
ób
er
2
01
7
O
kt
ób
er
2
01
4
Ja
nú
ar
2
01
8
n Bankar
n Lífeyrissjóðir
Stóru bankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, hafa greitt bankaskatt upp á 43 milljarða króna frá árinu 2011. FréttABLAðið/SteFán
2 3 . m A í 2 0 1 8 m I Ð V I K U D A G U R6 markaðurinn
2
3
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:4
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
F
D
E
-8
C
6
C
1
F
D
E
-8
B
3
0
1
F
D
E
-8
9
F
4
1
F
D
E
-8
8
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
5
6
s
_
2
2
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K