Fréttablaðið - 23.05.2018, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 23.05.2018, Blaðsíða 22
Penninn hefur tekið í notkun tvo vöruturna fyrir lager og sá þriðji verður reistur innan skamms. Hver turn er 10 metra hár, 5 metrar á breidd og 5 metrar á dýpt og tekur aðeins 45 fermetra gólfpláss. Þetta kerfi felur tvímæla- laust í sér mikla hagræðingu og ekki síður vinnusparnað,“ segir Guðbjartur Greipsson, vöruhúsa- stjóri hjá Pennanum. Hann hefur unnið hjá fyrirtækinu í tólf ár og segir þessa turna algjöra byltingu í lagermálum. „Forsagan er sú að við fluttum ritfangalager Pennans frá Fosshálsi í Reykjavík að Ásbrú í Reykjanesbæ í október árið 2006. Í framhaldi af því, vorið 2017, var ákveðið að reisa vöruturn fyrir lagerinn til að skapa rými í húsinu og fá þannig pláss fyrir húsgagnalager Penn- ans sem var í Kópavogi. Lykillinn að því að við gátum flutt hús- gagnalagerinn að Ásbrú var sá að við tókum vöruturninn í notkun. Með því að nota vöruturn sparast 70-90% af því gólfplássi sem áður fór undir lager. Það er mikið pláss sem hægt er að nota undir eitthvað annað. Við minnkuðum fermetrafjöldann sem fór undir lager um 2.000 fermetra án þess að draga saman í vörunúmerum eða vöruúrvali,“ segir Guðbjartur. Hæðin nýtt undir lagerinn Eftir að hafa skoðað hvernig vöru- turnar væru á markaðnum var ákveðið að kaupa turna frá sænska fyrirtækinu Weland sem sérhæfir sig í slíkum lausnum. „Weland er með meira en 70 ára reynslu í lagerkerfum og leggur áherslu á að koma til móts við óskir viðskipta- vina sinna. Öllum vörum er raðað í hillur og sjálfvirkur, tölvustýrður búnaður sér um að sækja vörur í hverja hillu fyrir sig. Það felur í sér mikla hagræðingu í rekstri að nýta hæðina undir lagerinn í staðinn fyrir gólfpláss,“ greinir Guðbjartur frá. Hver turn er þannig útbúinn að hann er í raun lokuð geymsla en á honum eru eitt til tvö op fyrir afgreiðslu, eftir því hversu hár turninn er. „Þar nær starfsfólk í vörurnar eða setur þær inn, hvort sem verið er að hlaða vörum inn eða út af lagernum. Við reiknum með að í turnunum þremur verði 4.500 vörunúmer. Við erum þegar komin með 2.800 vörunúmer í tvo turna og 600 þúsund einingar,“ segir Guðbjartur. Vöruturnarnir eru mjög hag- stæðir út frá vinnuvistfræðilegum sjónarmiðum, að sögn Guð- bjarts. „Starfsmenn þurfa hvorki að beygja sig né teygja til að ná í vörurnar heldur vinna þeir ávallt í réttri hæð. Það skiptir miklu máli. Fólki líður betur í vinnunni og er betur á sig komið líkamlega. Turninn gerir það líka að verkum að starfsfólk þarf ekki að ganga um stórt svæði til að tína til vörur,“ segir Guðbjartur og leggur áherslu á að það sé því til mikils að vinna að nýta þessa turna. Þjónustumiðstöð að Krókhálsi Á lager Pennans eru geymdar vörur sem síðan er dreift um allt land. „Við erum með þjónustumið- stöð að Krókhálsi 5 og á hverjum degi dreifum við vörum til meira en 100 mismunandi aðila, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Með því að nota vöruturn sparast 70-90 prósent af því gólfplássi sem áður fór undir lager. MYND/ANTON BRINK Á Krókhálsi fer fram dreifing á erlendum blöðum um allt land. MYND/ANTON BRINK Mikið rými skapaðist þegar turnarnir voru teknir í notkun. MYND/ANTON BRINK Turninn er tölvustýrður. MYND/ÓLAFUR ÞÓRISSON Framhald af forsíðu ➛ Weland hefur mikla reynslu í lagerkerfum og leggur áherslu á að koma til móts við óskir viðskipta- vina sinna. Öllum vörum er raðað í hillur og sjálf- virkur, tölvustýrður búnaður sér um að sækja vörur í hverja hillu fyrir sig. Það felur í sér mikla hagræðingu í rekstri að nýta hæðina undir lager- inn í staðinn fyrir gólf- pláss. Starfsfólk nær í vör- urnar eða setur þær inn, hvort sem verið er að hlaða vörum inn eða út af lagernum. Við reiknum með að í turnunum þremur verði 4.500 vörunúmer. Við erum þegar komin með 2.800 vörunúmer í tvo og 600 þúsund einingar. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 3 . M A Í 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U R 2 3 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D E -A 0 2 C 1 F D E -9 E F 0 1 F D E -9 D B 4 1 F D E -9 C 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 2 2 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.