Fréttablaðið - 23.05.2018, Síða 26

Fréttablaðið - 23.05.2018, Síða 26
Hekla og Dagur stunda bæði nám við Tónlistarskóla Kópavogs og eru meðlimir í þjóðlagasveitinni Þulu. Þjóðlagasveitin Þula er nú þegar víðförul en hér er sveitin á Spáni í fyrra. Elvar bætir við: „Ég ætla að verða bakari svo þá lá beinast við fyrir mig að fara í MK á matvælabraut.“ Dagur er í MH á tónlistarbraut en er mjög sáttur við að eiga bróður í bakaranámi. „Hann kemur oft með skólaverkefnin heim. Eldri bróðir okkar er svo að læra að vera kokkur svo það virkar mjög vel.“ Hekla er einnig í MH og stundar þar nám á opinni braut. Þjóðlagasveitin Þula Dagur, Elvar og Hekla hafa öll þrjú verið í tónlistarnámi í Tónlistar- skóla Kópavogs frá blautu barns- beini. Hekla spilar á fiðlu, Elvar á selló og Dagur á kontrabassa. Þau hafa öll spilað oft og mörgum sinnum á skólatónleikum í Salnum í Kópavogi og finnst tónleikadag- skráin þar oft áhugaverð þó þau hafi ekki endilega alltaf tíma til að sækja tónleika. Og svo eru þau öll meðlimir í þjóðlagasveitinni Þulu sem er á leið til Kína. „Það eru svona sex ár síðan sveitin var stofnuð,“ segir Elvar. „Eydís Franzdóttir setti sveitina saman fyrst og við höfðum svo samband við vini okkar sem voru að læra á hljóðfæri og þetta varð að einhverju stórkostlegu,“ segir Elvar. Hekla kom einmitt inn í sveitina af því að vinkona hennar var í henni og bauð Heklu á æfingu. „Við erum átta í Þulu núna,“ segir hún, „á aldrinum sextán til átján ára. Hljóð- færin eru kontrabassi, selló, þrjár fiðlur og þrjár flautur.“ Strákarnir eru tveir og stelpurnar sex en það er enginn að pæla neitt í því, um það eru þau öll sammála. Og hljóð- færaskipanin skiptir heldur ekki höfuðmáli. „Það skiptir ekki öllu máli á hvaða hljóðfæri fólk spilar, aðalmálið er hvernig hópurinn er samsettur og hvort okkur gengur vel að búa til tónlist saman,“ segir Elvar. Dagur samsinnir því og bætir við: „Við spilum eingöngu íslensk þjóðlög sem er ekkert endilega það sem við erum að spila í tónlistar- náminu okkar, við erum í klassísku námi og erum ekkert endilega að hlusta á þjóðlög í frítímanum okkar.“ Þau segja að Eydís Franz- dóttir, stjórnandi sveitarinnar, ann- ist útsetningar en þó séu þær líka í höndum hljómsveitarmeðlima. „Stundum erum við sjálf að leika okkur og búa til línur og hljóma kringum laglínurnar,“ segir Hekla. „Við erum búin að vera að spila saman svo lengi að núna munum við ekkert alltaf hver samdi hvaða línur.“ Dagur samsinnir því og bætir við: „Við erum búin að koma okkur upp mjög stórum lagabanka.“ Á leið til Kína Þula snýst ekki eingöngu um spila- mennsku. „Nei, nei, við syngjum og dönsum og erum í þjóðbúningum og þetta er svaka sýning,“ segir Elvar. Þjóðlagasveitin Þula hefur komið fram við ýmis tilefni, bæði heima og heiman. „Við fórum til Spánar í fyrra og tókum þátt í þjóðlagahátíð þar,“ segir Dagur og Elvar bætir við: „Og svo spiluðum við á Siglufirði á Þjóðlagahátíðinni þar, það var svaka gaman.“ Og nú hefur Þula verið valin til þátttöku í alþjóðlegri listahátíð ungmenna í borginni Tianjin í Kína í lok júlí. „Við erum bún að vera að safna fyrir þessu á Karolina Fund og náðum takmarkinu svo … við erum að fara!“ segir Hekla. „Þetta var mjög fjarlægt en núna er þetta allt að gerast.“ Strákarnir eru líka mjög spenntir fyrir Kínaferðinni. „Það er ekkert rosalega langt síðan við ákváðum að þiggja boðið svo þetta hefur allt gerst frekar hratt,“ segir Dagur og Elvar tekur undir og bætir við: „Ég hef aldrei farið út fyrir Evrópu svo þetta verður alveg nýtt.“ Í tilefni af Kínaferðinni efnir Þula til tónleika í kvöld klukkan átta í Kefas Fríkirkjunni þar sem hópurinn vonast til að sjá sem flesta velunnara sína og aðra áhugasama um íslenska þjóðlagatónlist og þá gleði sem getur fylgt flutningi hennar. „Við ætlum að spila þar allt sem við kunnum, svo þetta verða örugglega frekar langir tónleikar,“ segir Dagur. „Örugglega þrjátíu lög. En allt mjög skemmtilegt.“ Gott að búa í Kópavogi Að lokum eru þessir verðandi víð- förlu Kópavogsbúar spurðir hvort þau mæli með að búa í Kópavogi. „Já, það er fínt,“ segir Elvar. „Vinir mínir búa flestir hér svo ég hef enga ástæðu til að fara annað.“ Dagur og Hekla eru bæði á því að Kópa- vogur sé mjög fjölskylduvænn bær. „Hér er margt í boði fyrir krakka og mikið hugsað um fjölskyldur.“ Þegar þau eru beðin um að nefna uppáhaldsstaðinn sinn í Kópavogi stendur ekki á svörum. „Kársnesið, smábátahöfnin og fjaran,“ segir Hekla ákveðin á meðan Elvar nefnir Fossvogsdalinn og nándina við Elliðaárdalinn. Dagur segist hrifinn af Hamraborginni. „Hér er tónlistar- skólinn, bókasafnið við hliðina á, Salurinn og Gerðarsafn og svo stoppar strætó hér. Hamraborgin er skemmtilegur miðpunktur bæjarins.“ Tónleikar þjóðlagasveitarinnar Þulu eru eins og áður sagði í kvöld klukkan átta í Kefas Fríkirkjunni, Fagraþingi 2a í Kópavogi. Stjórn- andi sveitarinnar er Eydís Franz- dóttir og aðstoðarstjórnandi er Pamela de Sensi. Brynhildur Björnsdóttir brynhildur@frettabladid.is Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Elmar Hallgríms Hallgrímsson Sölumaður auglýsinga: Ólafur H. Hákonarson, olafurh@frettabladid.is, s. 512 5433 Framsókn í Kópavogi Samvinna í verki /framsoknkopavogi 2 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . M A Í 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RKÓPAVOGUR 2 3 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 5 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F D E -8 7 7 C 1 F D E -8 6 4 0 1 F D E -8 5 0 4 1 F D E -8 3 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 2 2 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.