Fréttablaðið - 23.05.2018, Blaðsíða 32
Kristín Helga
Gunnarsdóttir
rithöfundur les
úr bókum sínum
um Fíusól.
Sumarlestur er skemmtilegt lestrarátak sem börn á aldrinum 512 ára geta tekið þátt í hjá Bókasafni
Kópavogs. Lestrarátakið hefst 26. maí
og stendur fram til 17. ágúst. Á laugar
daginn er það Kristín Helga Gunnars
dóttir rithöfundur sem les og spjallar við
krakkana um bók sína, Fíusól. Bækurnar
um Fíusól hafa notið mikilla vinsælda
hjá börnum á öllum aldri. Sumarlestur
inn verður kl. 1314 en þetta er við
burður sem er liður í fjölskyldustundum
Menningarhúsanna í Kópavogi.
Eftir hverjar þrjár lesnar bækur fá
þátttakendur happamiða sem settur er
í pott. Dregið verður úr happamiðum
vikulega og nafn vinningshafa birt á
heimasíðu safnsins á hverjum þriðju
degi. Þátttakan er ókeypis.
Þeir sem áhuga hafa á átakinu geta
skráð sig á heimasíðu bókasafnsins
bokasafn.kopavogur.is/fraedsla/sumar
lestur.
Föstudaginn 17. ágúst kl. 15.30 verður
uppskeruhátíð í aðalsafni. Allir sem
mæta fá glaðning!
Sumarlestur barna hjá Bókasafni Kópavogs
Kópavogur ætlar að styðja við bakið
á Pieta samtökunum.
Kópavogsbær hefur ákveðið að gerast stuðningsaðili Pieta samtakanna, sem
vinna gegn sjálfsskaða og sjálfs
vígum. Þetta var samþykkt ein
róma af bæjarráði á fimmtudag í
síðustu viku.
Samstarfið tryggir Kópavogs
búum tíu meðferðir á ári, en
meðferð samtakanna felur í sér að
einstaklingur fái 15 ókeypis viðtöl
við sérfræðinga og aðstandendur
fái fimm ókeypis tíma hjá sér
fræðingi.
Pieta samtökin eru frjáls félaga
samtök sem vinna gegn sjálfsskaða
og sjálfsvígum á Ísland og vinna
einnig að forvörnum vegna sjálfs
vígshættu og sjálfsskaða. Þau veita
bæði meðferðarúrræði og fræðslu
sem fer fram í skólum.
Samstarfið er tilraunaverkefni,
en það verður skoðað að hefja
langtímasamstarf við samtökin við
gerð fjárhagsáætlunar Kópavogs
fyrir árið 2019.
Kópavogur
styður Pieta
Kópavogsdalur er paradís útivistar og líkamsræktarfólks. Í dalnum liggja skemmti
legir göngu og hlaupastígar og
má þar nefna Himnastigann sem
eru langar og brattar tröppur
sem liggja frá Kópavogsdal upp
á Digranesheiði. Tröppurnar eru
afar vinsælar meðal göngufólks og
hlaupara sem nota þær til æfinga
og brátt bætast við líkamsræktar
tæki við enda stigans. Austar í
dalnum eru einnig líkamsræktar
tæki og leiksvæði.
Vestast í Kópavogsdal er anda
pollur með fjölbreyttu fuglalífi og
í víðs vegar um dalinn eru bekkir
fyrir þá sem vilja staldra við og
njóta þess að horfa á fagra náttúru
og mannlíf. Þá rækta börn sitt eigið
grænmeti í skólagörðum í Kópa
vogsdal og í dalnum er að finna
íþróttasvæði Breiðabliks sem er
eitt hið stærsta á landinu.
Útivistarparadís
í Kópavogsdal
HAPPY-HOUR
15.00-19.00
500 kr
GRANDAGARÐI 8 101 REYKJAVÍK * 00354 456 4040 * WWW.BRYGGJANBRUGGHUS.IS
HÚSBJÓRINN
8 KYNNINGARBLAÐ 2 3 . M A Í 2 0 1 8 M I ÐV I KU DAG U RKÓPAVOGUR
2
3
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:4
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
D
E
-8
C
6
C
1
F
D
E
-8
B
3
0
1
F
D
E
-8
9
F
4
1
F
D
E
-8
8
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
5
6
s
_
2
2
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K