Fréttablaðið - 23.05.2018, Side 40
Stórtækar innviðafjárfest-ingar munu reyna á þan-þol hagkerfisins, rétt eins og stórkostlegt innflæði ferðamanna gerði síðast-liðin ár. Jákvæði punktur-
inn er að innviðafjárfestingar eru
þjóðhagslega arðbærar þar sem þær
stækka framboðsgetu þjóðarbúsins.
Um þetta virðast flestir sammála í
dag, og því ekki lengur rökrætt um
hvort ráðast eigi í slík verkefni, held-
ur um fyrirkomulag fjármögnunar.
McKinsey Global Institute telur að
arðsemi nauðsynlegra innviðafjár-
festinga á heimsvísu sé allt að 20%. Ef
talan er heimfærð upp á Ísland væri
arðsemi ríkisins af slíkum fjárfesting-
um tæp 7%, miðað við að ríkið taki
til sín þriðjung hverrar krónu í lands-
framleiðslu. Þessi arðsemi er langt
umfram fjármagnskostnað ríkissjóðs
í dag, hvort sem tekið er mið af nafn-
eða raunkostnaði til rúmlega ára-
tugar. Því væri vel hægt að rökstyðja
lántöku fyrir slíkum fjárfestingum.
Umfang innviðaframkvæmda sem
vilji er fyrir að ráðast í næstu 5-7
árin nemur um 150 milljörðum
króna, eða 6% af landsframleiðslu.
Skuldir ríkissjóðs færðust nærri 40%
af landsframleiðslu ef framkvæmd-
irnar yrðu fjármagnaðar í gegnum
ríkissjóð, sem væri enn lágt hlutfall
í alþjóðlegum samanburði. Áhættu-
minnst væri að skulda í krónum, en
vegna innflæðishafta yrði líklega
aðeins um innlenda fjármögnun að
ræða um sinn, mestmegnis lífeyris-
sjóðanna.
Enginn pólitískur vilji er þó fyrir
því að auka skuldsetningu ríkis-
sjóðs. Samgönguráðuneytið undir-
býr því stofnun fjárfestingarfélags
sem kemur í veg fyrir beina skuld-
setningu með því að færa fram-
kvæmdina af reikningi ríkissjóðs.
Ef lántaka félagsins verður með
ríkisábyrgð, líkt og starfsemi Lands-
virkjunar var lengst af, má velta því
upp hver greinarmunurinn sé í raun
á skuldsetningu slíks félags og ríkis-
sjóðs beint. Reynslan segir okkur að
lántökukostnaður verður nokkrum
punktum hærri en ríkissjóðs. Á móti
kemur að jöfnuður ríkissjóðs lítur
betur út því fjárfestingarútgjöldin
renna ekki í gegnum fjárlög, heldur
eignfærast á efnahagsreikningi
félagsins og afskrifast á löngum tíma
líkt og í hefðbundnum fyrirtækja-
rekstri. Þessu er ólíkt farið í bók-
haldi ríkissjóðs þar sem milljarða
fjárfestingar bókast sem útgjöld
strax. Hvati til að draga úr bókhalds-
legum hallarekstri ríkissjóðs drífur
þannig fjárfestingaráform inn í sér-
stök félög. Útgjöldin og skuldsetn-
ingin eru þó enn til staðar í kerfinu,
með ríkisábyrgð.
Þriðja leiðin er að bjóða fjár-
festum eignarhlut í viðkomandi
framkvæmd líkt og þekkist í flest-
um nágrannalöndum okkar. Um
fjórðungur opinberrar fjárfestingar
í Portúgal á árabilinu 2000-2015
fól í sér aðkomu einkaaðila, og um
fimmtungur í Bretlandi samkvæmt
framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins. Hér á landi gæti slík
útfærsla falið í sér beina fjárfest-
ingu fjárfestingar- og lífeyrissjóða.
Aðkoma íslensku lífeyrissjóðanna
myndi þó draga úr svigrúmi þeirra
til að fjárfesta erlendis, sem mikil
áhersla hefur verið á. Sjóðirnir fjár-
festu erlendis fyrir 120 milljarða
króna í fyrra, ekki langt frá árlegri
iðgjaldasöfnun þeirra. Ef þeir
myndu fjármagna 150 milljarða
króna verkefnin sem setja á inn
í fyrrgreint félag næmi það um
20-25% af fjárfestingarþörf þeirra
yfir 5 ára tímabil. Áfram myndu
framkvæmdirnar þá fyrst og fremst
reiða sig á innlendan sparnað, líkt
og með beinni og óbeinni skuld-
setningu ríkissjóðs. Lítil þjóðhags-
leg áhættudreifing myndi ávinnast
af stofnun slíks félags ef lífeyris-
sjóðir og aðrir innlendir aðilar yrðu
einu fjárfestarnir.
Ef stefnan er að auka erlenda
fjárfestingu hér á landi eru inn-
viðir mögulega fýsilegasti kostur-
inn fyrir erlenda stofnanafjárfesta,
sökum stærðargráðu verkefnanna.
Lífeyrissjóður kennara í Ontario-
fylki í Kanada á til að mynda hlut
í vegum og flugvöllum í Evrópu,
Norður- og Suður-Ameríku. Vel
má vera að betra væri að íslenskir
lífeyrissjóðir fjárfestu í innviðum
annarra landa, líkt og Kanadamenn
gera til að ná betri áhættudreifingu,
og opna frekar á aðkomu erlendra
stofnanafjárfesta inn í verkefni hér á
landi. Síðan má hugsa sér blandaða
leið innlendra og erlendra stofn-
ana- og einkafjárfesta með aðkomu
ríkisins. Nær væri að umrætt fjár-
festingarfélag beitti sér fyrir slíku
fyrirkomulagi, frekar en krókaleið
að innlendri fjármögnun sem bætir
bókhaldslega stöðu ríkissjóðs en
gerir lítið fyrir áhættudreifingu
þjóðarbúsins.
Innviðafjármögnun
Tyrkneska líran lækkar skarpt
Vegfarandi gengur fram hjá gjaldeyrisskiptistöð í Istanbúl í Tyrklandi. Seðlabanki landsins hefur setið aðgerðalaus hjá á meðan tyrkneska líran
hefur fallið um hátt í tuttugu prósent gagnvart Bandaríkjadal það sem af er ári. Fjárfestar hafa kallað eftir vaxtahækkunum en Erdogan forsætis
ráðherra hefur frekar sagst vilja sjá vexti lækka. Greinendur búast við frekari gengislækkun verði ekki gripið til aðgerða. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA
Skotsilfur
Kristrún
Frostadóttir
aðalhagfræð-
ingur Kviku banka
Ert þú enn á þeim stað að telja að starfsmaðurinn sem mætir fyrstur á morgnana og fer síðast-
ur heim sé sá starfsmaður sem vinni
mest og sé tryggastur vinnustaðnum?
Ert þú enn á þeim stað að telja
að álag í vinnu sé bara mælt í fjölda
skráðra vinnustunda?
Ert þú enn á þeim stað að telja að
það að taka tíma á vinnustaðnum
til að fjalla um streitu, svefn og and-
lega heilsu sé óþarfi og lýsi einhverri
óþarfa linkind?
Nýlega var haldin afmælisráð-
stefna Virk og þar var ég með erindi
þar sem ég talaði til forstjóra fram-
tíðarinnar. Því var bæði beint til
þeirra sem eru forstjórar í dag og
ætla sér að vera það áfram og þeirra
sem eiga eftir að setjast í forstjóra-
stóla. Fram er kominn fjöldi rann-
sókna og fjöldi útgefinna bóka virtra
fræðimanna sem tala á nýjan hátt
um vinnusambönd, starfsánægju og
framleiðni.
Í framtíðinni, sem kannski er bara
þegar komin, gerir starfsfólk aðrar
kröfur en áður fyrr. Kannski ekki
síst þar sem margt í fortíðinni, og
kannski nútíðinni, er ekki að skila
þeim árangri sem við höldum eða
vonumst eftir. Vinnuveitendur leita
eftir aukinni framleiðni og bættum
rekstrarniðurstöðum – starfsfólk leit-
ar eftir auknum lífsgæðum. Það eru
til leiðir til að láta þetta fara saman.
Það er kominn tími á að stýra
með nýjum hætti. Stjórnendur,
og þá kannski ekki síst forstjórar,
kunna að þurfa að endurmennta
sig, endurskoða eldri hugmyndir
sínar og hafa sjálfstraust til að sjá að
aukinn sveigjanleiki í starfshlutfalli
og vinnutíma, fjarvinna og samtöl
um andlega heilsu og almenna vel-
líðan mun skila árangri.
Vinnustaðir þar sem mannauðs-
stjórnun er sinnt með faglegum
hætti, þar sem forstjóri og mann-
auðsstjóri vinna vel saman, að
því að skapa heilbrigðan og eftir-
sóknarverðan vinnustað hlýtur að
vera nokkuð sem alla fyrirtækjaeig-
endur dreymir um. Hvort sem er hjá
hinu opinbera eða í einkageiranum.
Enda fer samkeppni um hæft og gott
starfsfólk bara vaxandi og mönnun
og menning vinnustaða hefur mjög
mikil áhrif á árangur og rekstrar-
niðurstöður á hverjum tíma.
Ef Obama komst heim í kvöldmat – af hverju þá ekki þú?
Herdís Pála
Pálsdóttir
FKA-félagskona,
fyrirlesari og
áhugamann-
eskja um
stjórnun og
árangur
Hættur hjá
GAMMA
Friðrik Már
Baldursson,
prófessor í
hagfræði við
Háskólann í
Reykjavík, hætti
nýlega störfum hjá
fjármálafyrirtækinu
GAMMA Capital Management þar
sem hann hafði starfað sem efna-
hagsráðgjafi. Friðrik Már var ráðinn
til GAMMA vorið 2016 en hann tók
þá við starfinu af Ásgeiri Jónssyni,
dósent í hagfræði við Háskóla Ís-
lands. Hann hefur annars í nógu að
snúast þessa dagana í starfi sínu sem
formaður nefndar sem leggur mat
á hæfni umsækjenda um embætti
aðstoðarseðlabankastjóra. Gert er
ráð fyrir að endanleg niðurstaða
nefndarinnar liggi fyrir í næstu viku.
Kunnuglegar
tölur
Athygli vakti í
síðustu viku þegar
Heiðar Guðjóns-
son, stjórnar-
formaður Sýnar,
bætti við sig hátt
í 1,5 milljónum
hluta í félaginu daginn
eftir að það birti uppgjör fyrir fyrsta
ársfjórðung. Heiðar gerði raunar það
sama daginn eftir birtingu ársupp-
gjörs 2017 í byrjun mars. Glöggir
menn veittu því sérstaka athygli að
Heiðar keypti fyrir jafnvirði 100,5
milljóna króna í mars og 98,9 millj-
ónir króna í síðustu viku. Tölurnar eru
kunnuglegar enda er sú fyrri notuð
sem tíðni útvarpsstöðvar Árvakurs,
keppinautar Sýnar, og sú síðari er
tíðni Bylgjunnar, helstu útvarps-
stöðvar Sýnar.
Eimskip áfrýjar
Eimskip hefur
áfrýjað til Lands-
réttar dómi
Héraðsdóms
Reykjavíkur þar
sem hafnað var
kröfum skipa-
félagsins sem vildi
fella úr gildi 50 milljóna króna sekt
Fjármálaeftirlitsins á hendur félag-
inu. Um leið hefur Gunnar Sturluson,
einn eigenda lögmannsstofunnar
Logos, tekið við málinu fyrir hönd
Eimskips en meðeigandi hans, Ólafur
Arinbjörn Sigurðsson, flutti málið
fyrir skipafélagið í héraði. Talsvert
púður hefur verið lagt í rekstur máls-
ins af hálfu deilenda. Mikið er enda
talið í húfi. Dómurinn gæti að sögn
kunnugra haft víðtækt fordæmisgildi
til framtíðar um hvernig túlka eigi
innherjareglur verðbréfaviðskipta-
laganna.
2 3 . M A Í 2 0 1 8 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN
2
3
-0
5
-2
0
1
8
0
4
:4
5
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
F
D
E
-7
3
B
C
1
F
D
E
-7
2
8
0
1
F
D
E
-7
1
4
4
1
F
D
E
-7
0
0
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
2
2
_
5
_
2
0
1
8
C
M
Y
K