Fréttablaðið - 23.05.2018, Page 42

Fréttablaðið - 23.05.2018, Page 42
Markaðurinn Einföld lausn fyrir lítil félög til að skila ársreikningi Þjónustuver opið: Mán.-fim. 9:00-15:30 Fös. 9:00-14:00 442 1000 rsk@rsk.is ❚ Hnappurinn er einföld og þægileg lausn fyrir lítil félög (örfélög) til að setja upp og skila ársreikningi. ❚ Eftir að félög hafa skilað inn skattframtali geta þau farið á þjónustusíðu ríkisskattstjóra, skattur.is, og valið að láta ríkis­ skattstjóra útbúa ársreikning félagsins. ❚ Ríkisskattstjóri útbýr ársreikning byggðan á upplýsingum úr skattframtali félagsins sem síðan er skilað til ársreikningaskrár. ❚ Algjörlega rafrænt ferli ­ enginn pappír til ríkisskattstjóra. Hvað er örfélag? Örfélag er félag sem við uppgjörsdag fer ekki fram úr tveimur af þremur stærðarmörkum sem eru: a) Heildareignir: 20 milljónir kr. b) Hrein velta: 40 milljónir kr. c) Meðalfjöldi ársverka á reikningsári: 3 starfsmenn. Fullgild skil Skili félög hnappsársreikningi teljast það fullgild skil til ríkisskattstjóra og ársreikningaskrár. Ef stjórnendur örfélags vilja ekki nýta sér heimildina verða þeir líkt og áður að skila hefðbundnum ársreikningi bæði til ríkisskattstjóra og ársreikningaskrár. Félög sem eru endurskoðunarskyld mega ekki skila hnappsársreikningi. Nánari upplýsingar um Hnappinn eru á vef ríkisskattstjóra, rsk.is instagram fréttablaðsins @frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 23. maí 2018fylgirit fréttablaðsins um Viðskipti og fjármál | Stjórnar- maðurinn 18.05.2018 Þetta er allt orðið erfiðara. Það er allt að hækka en það er ekki hægt að hækka verðið. Hrefna Rósa Sætran, eig- andi Fiskmarkaðarins og Grillmarkaðarins @stjornarmadur Hugbúnaðarfyrirtækið Kóði, sem rekur meðal annars Kelduna, hagnaðist um 88 milljónir króna árið 2017 og jókst hagnaðurinn um 30 prósent á milli ára. Tekjurnar námu 368 milljónum króna og jukust um 18 prósent á milli ára. Arð- semi eigin fjár nam 81 prósenti en eigið fé var 127 milljónir við árslok. Stjórn félagsins leggur til að arðgreiðsla nemi 80 milljónum í ár en hún var 50 milljónir síðastliðin tvö ár. Kóði á eins og fyrr segir Kelduna, upp- lýsingaveitu fyrir íslenskt viðskiptalíf, og Vaktarann sem sinnir net- og fjölmiðla- vöktun. Fyrirtækið rekur jafnframt verð- bréfaviðskiptakerfið KODIAK. Auk þess gekk það í hluthafahóp Sea Data Center á þessu ári. Stærstu hluthafar Kóða eru Thor Thors, framkvæmdastjóri fyrirtækisins með 22,7 prósenta hlut, Dagur Gunnarsson forritari með 19 prósent, og Tómas Tómas- son forritari með 19 prósent. – hvj kóði hagnaðist um 88 milljónir Thor Thors, fram- kvæmdastjóri Kóða Eimskip birti á mánudag athyglis- verða tilkynningu, sem kynnt var sem eins konar viðbót við afkomu- tilkynningu félagsins frá 17. maí síðastliðnum. Í tilkynningunni var sérstaklega tekið fram að tveir starfsmanna félagsins, þar með talinn for- stjórinn, hefðu verið boðaðir í yfirheyrslur þann 11. maí og í framhaldi fengið réttarstöðu sak- bornings í rannsókn samkeppnis- eftirlitsins á meintu samráði Eimskips og Samskips. Í afkomutilkynningunni frá 17. maí var einungis minnst á það í framhjáhlaupi á blaðsíðu sex að rannsókn stæði yfir og að starfs- mennirnir hefðu réttarstöðu sakbornings. Ekkert var minnst á dagsetningu í þeim efnum. Eins og flestir vita þá ber skráðum félögum að tilkynna markaðnum án tafar um mál sem geta haft verðmótandi áhrif á gengi bréfa félagsins. Varla verður komist að annarri niðurstöðu en að Eimskip hafi því átt að tilkynna um nýjar væringar í samkeppnismálinu svo fljótt sem verða mátti eftir atburðina 11. maí. Þeir létu það hins vegar hjá líða og grófu málið á blaðsíðu sex í afkomutilkynningunni. Ljóst er að líkur eru á því að ein- hverjir fjárfestar hafi á þessum tíu dögum vitað meira en aðrir, enda eiga tíðindi sem þessi það til að kvisast út. Sannarlega voru þetta verð- mótandi upplýsingar enda sýndi það sig í því að bréf félagsins fóru niður um rétt tæp 5 prósent í gær þegar Eimskip vakti loks athygli á málinu. Heildarviðskipti með bréf í Eim- skip hafa numið réttum hálfum milljarði frá 11. maí, og því ljóst að ekki er um neinar smáupphæðir að ræða. Vonandi, markaðarins vegna, sátu allir við sama borð í þeim viðskiptum. Nú skal enginn ætla að mistök sem þessi verði af ásetningi. Fyrir suma gæti þetta hins vegar reynst dýr handvömm. Dýr handvömm Eimskips 2 3 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 5 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F D E -5 F F C 1 F D E -5 E C 0 1 F D E -5 D 8 4 1 F D E -5 C 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 2 2 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.