Fréttablaðið - 23.05.2018, Side 44

Fréttablaðið - 23.05.2018, Side 44
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir og amma, Marta Bíbí Guðmundsdóttir póstmeistari og skíðadrottning, lést þann 13. maí 2018 á heimili sínu. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þeim sem vilja minnast Mörtu Bíbíar er bent á styrktarsjóð í hennar nafni hjá Zontaklúbbi Reykjavíkur, 0513-26-401717, kt. 610174-1839. Hjördís, Andrea og Jakob Jóhanna og Sigurður Tómas, Hjálmar og Ida, Marteinn Geirný Ósk og Erik Friðrikka og Nichlas Ástkær dóttir okkar og móðir mín, Katrín Ólafsdóttir læknir, sem lést þann 10. maí, verður jarðsungin frá Neskirkju 24. maí kl. 13.00. Ólafur Haraldsson Inga Lára Bachmann Kormákur Hólmsteinn Friðriksson Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, Sonja Guðlaugsdóttir Böðvarsgötu 11, Borgarnesi, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi, fimmtudaginn 17. maí. Útför hennar fer fram frá Borgarneskirkju, laugardaginn 2. júní kl. 11. Þórður Sigurðsson Guðlaugur Þór Þórðarson Ágústa Johnson Anna Ýr, Rafn Franklín, Þórður Ársæll og Sonja Dís Þökkum innilega alla samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, dóttur, móður, ömmu og langömmu, Steinunnar Marinósdóttur Ásbúð 11, Garðabæ. Sérstakar þakkir til Lögreglukórs Reykjavíkur og Heimahlynningar Landspítalans. Sigurður Viðar Benjamínsson Margrét S. Einarsdóttir Þórir Marinó Sigurðsson Einar Björn Sigurðsson Brynja Lísa Þórisdóttir Sigurður Ingvar Þórisson Ísabella Sól Þetta er í sjöunda sinn sem Startup Reykjavík viðskipta-hraðallinn er gangsettur en í ár er aðsóknin að honum 45 prósentum meiri en í fyrra – umsóknir voru 270 í ár og um helmingur þeirra barst að utan. „Við höfum góð tengsl við aðra hraðla um allan heim og sömuleiðis vorum við valin besti hraðallinn á Norðurlönd- unum á Nordic Startup Awards 2015. Þannig höfum við vakið athygli erlendis og því fengið töluvert af umsóknum að utan – þær hafa verið um 30 prósent allra umsókna, en nú í ár voru þær um 50 prósent. Á síðasta ári tókum við inn fyrsta og eina erlenda teymið, Zifra frá Svíþjóð. Við höfum aldrei auglýst markvisst erlendis og aðalmarkhópur okkar er íslensk fyrirtæki – þannig að það má segja að þessi aukning hafi átt sér stað „óvart“,“ segir Edda Konráðsdóttir, verk- efnastjóri hjá Icelandic Startups. Teymin tíu sem valin hafa verið til þátttöku eru afar fjölbreytt. Flest þeirra eru vel á veg komin með verkefni sín og farin að afla tekna. Þrjú teymanna eru erlend, frá Bretlandi, Svíþjóð og Spáni. Þau munu njóta ráðgjafar og leiðsagnar reyndra frumkvöðla, fjár- festa og annarra sérfræðinga með það að markmiði að þróa áfram viðskipta- hugmyndir sínar. stefanthor@frettabladid.is Aldrei fleiri umsóknir borist í Startup Reykjavík Viðskiptahraðallinn Startup Reykjavík er nú við það að fara í gang. Kunngert hefur verið hvaða tíu teymi taka þátt í ár og vekur það athygli að þrjú þeirra eru erlend. Tvö hundruð og sjötíu umsóknir bárust í ár og er það metfjöldi og 45 prósenta fjölgun frá því í fyrra. Icelandic Lava Show tók þátt í Startup Reykjavík árið 2016 og vakti mikla athygli á fjárfestadeginum. FRéttabLaðIð/anton bRInk Við höfum aldrei auglýst markvisst erlendis og aðalmarkhópur okkar er íslensk fyrirtæki – þannig að það má segja að þessi aukning hafi átt sér stað „óvart“. Edda Konráðsdóttir, verkefnastjóri hjá Icelandic Startups Teymin anymaker Stafrænt stúdíó sem framleiðir þrí- víddarhugbúnað ætlaðan börnum. blockcycle Kerfi sem nýtir Blockchain-tæknina til að rekja feril umbúða frá afurð til endastöðvar. Ekki banka Einföld og snjöll þjónusta, sem hjálpar fólki að gera meira úr pening- unum sínum. Huginn.care Skýjalausn, fyrir fyrirtæki og stofnanir, sem ætlað er að ein- falda atvika- og dag- bókaskráningar skjól- stæðinga í umönnun. koride Deilibílalausn fyrir ævintýragjarna ferðamenn á Íslandi. Leiguskjól Fjártæknifyrirtæki sem býr til nýjar lausnir fyrir leigumarkað. Melius Hannar og framleiðir vélbúnað sem gerir snjallsímum kleift að fylgja því sjálfvirkt eftir sem tekið er upp á símanum. Sea Data Center Tæknilausn sem byggir á ein- stökum gagnagrunni og ætlað er að auka virði viðskipta meðal fyrirtækja í sjávar- útvegi. taktikal Hugbúnaðar- lausn sem gerir einstaklingum og lögaðilum mögulegt að stofna til viðskipta á örfáum mínútum með sjálfvirknivæð- ingu á ýmsum viðskipta- ferlum. Unify Me Tæknilausn sem gerir fyrirtækjum kleift að eiga öll innri samskipti á einum stað. Merkisatburðir 1430 Jóhanna af Örk er tekin til fanga við Compiègne. 1618 30 ára stríðið hefst í Evrópu með uppþotum í Prag. 1923 Írski lýðveldisherinn lýsir yfir vopnahléi. Þar með lýkur borgarastyrjöldinni á Írlandi. 1949 Vestur-Þýskaland var formlega stofnað á hernáms- svæðum Bandaríkjamanna, Breta og Frakka í Þýskalandi. 1965 Danir samþykkja að afhenda Íslendingum handrit úr Árnasafni í Kaupmannahöfn. 1976 Samningar nást milli íslenskra og breskra stjórnvalda í Landhelgismálinu. 1977 Hryðjuverkamenn frá Mólúkkaeyjum hertaka skóla og lest í Bovensmilde í Hollandi og taka 195 gísla. 1985 Stefna Íslendinga í afvopnunarmálum er staðfest á Alþingi: Á Íslandi verða ekki staðsett kjarnorkuvopn. 1985 Smáþjóðaleikarnir eru settir í fyrsta sinn í San Marínó. 2003 Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin fer til Alsír til rústa- björgunar. Tveimur dögum fyrr varð jarðskjálfti 6,7 á Richter í norðurhluta Alsír. 2 3 . m a í 2 0 1 8 m I Ð V I K U D a G U R16 t í m a m ó t ∙ F R É t t a B L a Ð I Ð tímamót 2 3 -0 5 -2 0 1 8 0 4 :4 5 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F D E -6 E C C 1 F D E -6 D 9 0 1 F D E -6 C 5 4 1 F D E -6 B 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 2 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.