Fréttablaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 4
TILBOÐSVERÐ FRÁ: 1.990.000 KR. – LISTAVERÐ FRÁ: 2.390.000 KR. ÚTFÆRSLUR Í BOÐI: POP, LOUNGE, BEINSKIPTUR/SJÁLFSKIPTUR, BLÆJU OG 105 HESTAFLA TWINAIR (TAKMARKAÐ MAGN BÍLA Í BOÐI) FIAT 500 Á FRÁBÆRU FIAT-SUMARTILBOÐI MAMMA MIA! ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF · UMBOÐSAÐILI FIAT Á ÍSLANDI · WWW.FIAT.IS ÞVERHOLT 6 · 270 MOSFELLSBÆR · SÍMI: 534 4433 · WWW.ISBAND.IS · OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 · LAUGARDAGA 12-16 VIÐSKIPTI Gengi hlutabréfa í Heima- völlum var 1,24 krónur á hlut í lok fyrsta viðskiptadags með bréfin í Kauphöll Íslands í gær og er það tæplega 11 prósenta lækkun frá meðalgengi í hlutafjárútboðinu fyrr í mánuðinum sem var 1,39 krónur á hlut. 196 milljóna króna velta var með hlutabréf í íbúðaleigufélaginu í gær. Fyrstu viðskipti dagsins voru á genginu 1,39 krónur á hlut en gengið fór hins vegar lækkandi eftir því sem leið á daginn. Að loknum fyrsta viðskiptadegi er félagið Stálskip, í eigu hjónanna Guðrúnar Lárusdóttur og Ágústs Sigurðssonar, stærsti hluthafi Heimavalla með um 8,6 pró- senta hlut. Félögin Snæból, í eigu hjónanna Steinunnar Jónsdóttur og Finns Reyrs Stefánssonar, og Gani, í eigu Tómasar Kristjánssonar, fara með 7,5 prósenta hlut hvort. Þrír lífeyrissjóðir, Birta, Lífsverk og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, eru í hópi tuttugu stærstu hluthafa félagsins. – kij Bréfin lækkuðu um 11 prósent frá útboðsgengi Guðbrandur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Heimavalla, hringir bjöllunni í Kauphöll Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI VERKALÝÐSHREYFINGIN „Það var öfl- ugur meirihluti fyrir þessu en í öllum stjórnum eru skiptar skoðanir, þegar um er að ræða svona stórar stjórnir,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, for- maður VR. Hann segir aðeins tvo stjórnar- menn af fimmtán hafa lagst gegnt vantraustsyfirlýsingu á Gylfa Arn- björnsson, forseta ASÍ, í gær. Einn hafi ekki tekið afstöðu, einn ekki svarað en ellefu samþykkt. Verka- lýðsfélag Akraness lýsti einnig van- trausti á Gylfa í gær. Ragnar segir að stjórn VR hafi verið nauðugur einn kostur að lýsa vantrausti á Gylfa. „Forsetinn virðist vera í sóló- hlutverki. Ætlar að fara að ræða við stjórnvöld án þess að hafa formlegt umboð frá félögunum eða stefnu. Við sáum okkur ekki annað fært en að lýsa því yfir að hann hafi ekki okkar traust til að fara með umboð okkar gagnvart stjórnvöldum.“ Forseti ASÍ er af VR og VLFA sak- aður um að vinna gegn hagsmunum félagsmanna og hunsa ákall um breyttar áherslur. „Eins og framganga forsetans hefur verið, í auglýsingaherferðum þar sem verið er að gera lítið úr kröfum um breytingar innan verka- lýðshreyfingarinnar. Það er dapur- legt að horfa upp á þetta. En þetta var líklega kornið sem fyllti mælinn, að ætla að fara einn að ræða við stjórnvöld án þess að telja sig þurfa til þess umboð,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. – smj Tekist á um vantraust en samþykkt með miklum meirihluta Ragnar Þór og Gylfi Arnbjörnsson hafa eldað grátt silfur. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR SKIPULAGSMÁL „Það er hiti í íbúum og það snýr sérstaklega að því að þetta hverfi er á milli stórra um- ferðar æða, Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar,“ segir Tryggvi Sch. Thorsteinsson, íbúi í Holta- og Hlíða- hverfinu í Reykjavík. Íbúar í hverfinu, norðan Miklu- brautar, hittust á fundi í Háteigsskóla í gær þar sem rædd voru skipulags- mál. Þeir mótmæla því að byggðar verði 200 íbúðir á Stýrimannaskóla- reitnum svokallaða, sem bætast við 1.200 íbúðir sem eru í hverfinu eða í byggingu þar. Tryggvi segir íbúa hafa miklar áhyggjur af þeirri umferð sem muni verða um hverfið. „Menn hafa áhyggjur af því að það sé í raun tímaspursmál hvenær bílslys verður þarna. Það eru krakkar sem búa þarna og þau sækja Háteigsskóla sem er eiginlega í öðrum enda hverfisins og þurfa að ganga þar í gegn,“ segir hann Sunna Dögg Ásgeirsdóttir, íbúi í Vatnsholti, tekur í sama streng. Hverfið afmarkist af mjög stórum umferðargötum og þess vegna sé mjög slæmt að verið sé að taka burt grænt svæði, sem í ofanálag er mjög vinsælt útivistarsvæði. Sunna leggur áherslu á að það vanti græn svæði í hverfið. „Vegna þess að það er ekki einu sinni gras á skólalóðunum. Bæði Háteigsskóli og Ísaksskóli eru með malbikaðar lóðir.“ Sunna hefur líka áhyggjur af því að skólarnir í hverfinu geti ekki annað þeirri fólksfjölgun sem verði þarna. „Svarið sem skólarnir fá þegar þeir segja að þeir þurfi að bregðast við þessari uppbyggingu er að það sé hægt að setja færanlega skúra á lóð- ina. Þá á að taka sparkvöll barnanna í burtu,“ segir hún. Sunna segir að það vanti frekari þjónustu við íbúana. „Það er verið að áætla þarna stúdentaíbúðir og það vita allir að stúdentar eru með börn og það eru ekki einu sinni dagmæður í þessu hverfi. Það er ein í Skipholti og ein á Miklubraut og þær eru alltaf fullbókaðar.“ „Við erum mjög uggandi yfir þessu og það er virkilegur hiti vegna þess hversu lítið við fáum að koma að þessum málum og hversu lítið er hlustað á okkur,“ segir Tryggvi. jonhakon@frettabladid.is Íbúarnir andmæla byggingu íbúða á Stýrimannareitnum Íbúar í Holta- og Hlíðahverfinu í Reykjavík mótmæla uppbyggingu 200 íbúða á Stýrimannareitnum. Hafa áhyggjur af aukinni umferð. Borgaryfirvöld leggi upp með að byggt verði á vinsælu útivistarsvæði í hverf- inu. Þá séu skólarnir í hverfinu ekki í stakk búnir til að þjónusta fleiri börn og skortur sé á dagmæðrum. Sameinumst í því að láta ekki þetta síðasta græna útivistarsvæði hverfisins, sleðabrekku, útsýnisundur og samein- ingarstað hverfisbúa fara undir malbik, segir í fundarboði fyrir íbúafundinn sem fór fram í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það er virkilegur hiti yfir því hversu lítið við fáum að koma að þessum málum og hversu lítið er hlustað á okkur Tryggvi Sch. Thorsteinsson Við sáum okkur ekki annað fært en að lýsa því yfir að hann hafi ekki okkar traust. 2 5 . M A Í 2 0 1 8 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 5 -0 5 -2 0 1 8 0 5 :1 7 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 F E 6 -A D 9 4 1 F E 6 -A C 5 8 1 F E 6 -A B 1 C 1 F E 6 -A 9 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.