Fréttablaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 17
Næsta skref er að fulltrúar tannlækna og sjúkratrygg- inga setjist að samninga- borði. Drífum þann hluta endilega af með bros á vör. Í DAG Þórlindur Kjartansson mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 Fálkagata 18 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30 laugardaga 8.00 -16.00 sunnudaga 9.00 -16.00 Austurströnd 14 • Hringbraut 35 Fálkagata 18 ....................................................Sími: 561 1433 www.bjornsbakari.is Gæddu þér á ljúffengum kosningadagsbollum og settu X við Björnsbakarí VELDU GÆÐI! Að mæta hverjum degi með bros á vör er hverjum manni hollt. Nýverið sat undir- ritaður fyrir hönd ÖBÍ í starfshópi sem heilbrigðisráðherra fól að fjalla um greiðsluþátttöku ríkisins í tann- lækningum aldraðra og öryrkja. Því miður er löngu ljóst að hér er pottur illa brotinn. Gildandi lög kveða á um 75%- 100% kostnaðarþátttöku sjúkra- trygginga vegna tannlæknaþjónustu fyrir þennan hóp. En í hálfan annan áratug hefur verið notast við úrelta aðgerðaskrá auk einhliða gjaldskrár sem vart hefur hækkað. Allt umfram greiðir einstaklingurinn, óháð efna- hag og aðstæðum viðkomandi. Fæstir gera sér grein fyrir mikil- vægi tannheilsu í almennu heilsu- fari, enda heimsókn í tannlækna- stólinn oft fyrsta fórnarlambið þá skórinn kreppir. Þegar ofan á bætist aldur eða örorka virðist brekkan fljótt ókleif. Sömu hópar þurfa jafn- framt ýmis lyf, sem mörg hver geta ýtt undir frekari skemmdir. Þá er stutt í að ástandið dragi sálartetrið niður. Brosið hverfur. Þetta er ekki langsótt myndlíking, heldur lýsing á því sem gerist. Einstaklingi sem vegna fötlunar er félagslega einangraður getur hrakað hratt ef lundin þyngist. Hvað heldri borgara varðar gildir það sama, í ofanálag bætist að samhliða hækkandi lífaldri heldur fólk eigin tönnum mun lengur en áður var. Meðan lögfest greiðsluþátttaka hins opinbera gengur út frá úreltri gjaldskrá og aðgerðaskrá sem ekki stenst nútíma vinnubrögð versnar ástandið hratt. Þessu þarf að kippa í liðinn sem fyrst. Jafnframt er ósk mín að hugað verði sérstaklega að forvörnum, sem líklega munu skila hinu opinbera sparnaði er fram í sækir. Heilbrigðisráðherra lýsti ánægju sinni yfir niðurstöðu nefndarinnar en til að taka málið lengra þarf raun- verulegt kostnaðarmat að liggja fyrir. Næsta skref er að fulltrúar tannlækna og sjúkratrygginga setj- ist að samningaborði. Drífum þann hluta endilega af með bros á vör. Fyrirsögnin er fengin að láni hjá Sigmund. „Það þarf ekkert að bora, það var engin tönn“ Vilhjálmur Hjálmarsson fulltrúi í mál- efnahópi ÖBÍ um heilbrigðis- mál Save the Children á Íslandi Í síðustu viku varð ég fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að um það bil hálf heimsbyggðin stóð að umfangsmiklu og illgjörnu samsæri gegn mér. Ég veit ekki hvað varð til þess að allur þessi fjöldi fólks ákvað upp úr þurru að leggja á sig sérstakt ómak til þess að skaprauna mér, og enn síður skil ég hvernig tókst að skipuleggja svona umfangsmikið samsæri á ótrúlega stuttum tíma. Enn sem komið er hef ég heldur ekki hugmynd um hverjir eru forsprakkar samsærisins, en ég hef einsett mér að komast til botns í því með öllum tiltækum ráðum og ná fram hefndum. Það er reyndar huggun harmi gegn að samsærið, sem ég hélt í fyrstu að beindist að mér einum, virðist hafa beinst að öllum þeim helmingi mannkyns sem er saklaus af þátttöku í því. Engu að síður var reynslan óskemmtileg. „Laurel og Yanni“ Þetta byrjaði allt á því að ég sá fólk hrópa rafrænt upp orðið „Laurel“ eða „Yanni“ á Instagram, Snap- chat, Facebook og Twitter—öllum helstu götuhornum internetsins. Ég komst svo fljótlega að því að þetta tengdist allt einhverri hljóð- klippu sem ég fann á netinu og spilaði. Hljóðklippan sagði skýrt og greinilega „Yanni,“ þannig að ég fór næst að leita að hljóðklippu sem sagði „Laurel“ til þess að hafa heyrt þær báðar. En þá upptöku fann ég hvergi. Svo komst ég að því að stór hluti netverja þóttist hafa hlustað á nákvæmlega sömu klippu og ég, en ekki heyrt „Yanni“ heldur orðið „Laurel“. Voða fyndið, hugsaði ég, og athugaði hvort þessar hljóð- klippur ættu uppruna sinn þann 1. apríl. En nei, það var víst ekki. Ég hugsaði til þess fyrir nokkrum árum þegar útbúið var sérstakt samskiptaforrit á netinu sem gerði fólki kleift að senda milli sín skilaboðin „Yo“—og ekkert annað. Þegar fólk heyrði fyrst um þetta smáforrit þá trúði í raun enginn því að útbúið hefði verið forrit með eins fáránlega takmörkuðum notkunarmögu- leikum; en þetta var víst raunin. Voða fyndið. Þetta „app“ var bara eitt stórt djók og allir sem notuðu það tóku þátt í því þangað til allir fengu leiða á því. En þetta var eitthvað allt annað. Þeir sem þóttust heyra „Laurel“ virtust allir ætla að taka djókið með sér í gröfina—og ekki bara það, heldur ætluðu þeir líka að reyna að láta okkur hin fara smám saman að efast um geðheilbrigði okkar. Ég hlustaði aftur og aftur á klippuna, í mismunandi tölvum, hátölurum og heyrnartólum og alltaf heyrði ég röddina segja skýrt og greinilega nákvæmlega það sama: „Yanni, Yanni, Yanni.“ Þegar ég talaði við fólk sem þóttist heyra „Laurel“ tók ég því þannig að fólk væri bara að djóka aðeins í mér. „Einmitt, já já, þú heyrir semsagt bara alls ekki Yanni?“ spurði ég. – Hvað meinarðu? Röddin segir Laurel. – Einmitt, já. Aha. Í alvörunni, hættu þessu rugli. Ég nenni þessi ekki. – Nennirðu ekki hverju, mann- eskjan er að segja Laurel. Hvaða Yanni rugl er þetta? - Yanni rugl? Er ekki í lagi með þig. Hættu þessum stælum og segðu mér bara satt. Við erum að hlusta á nákvæmlega sömu klippuna, röddin segir skýrt og greinilega Yanni. – Á ég að skalla þig? Heilagur sannleikur En það var bara enginn til í að gefa sig. Fólk skiptist algjörlega í tvær fylkingar sem heyrðu úr sömu hljóðklippunni tvo gjörsamlega ólíka hluti. Allir gátu verið jafn- sannfærðir um að hinir væru annaðhvort ruglaðir eða hluti af einhverjum hryllilega leiðinlegum og þreytandi gjörningi. Á endanum komst ég að því að hljóðklippan innihélt bæði orðin, en það fór alveg eftir því hvernig móttökustöðvarnar í eyrum og heila voru stilltar hvort hlustandinn heyrði orðið „Yanni“ eða „Laurel“. Semsagt—það var enginn að ljúga eða grínast heldur var það hundrað prósent háheilagur sannleikur að fólk sem hlustaði á nákvæmlega sömu upptökuna heyrði gjörólíka hluti. Í grein á netinu var þetta útskýrt og þar að auki var sett upp tól sem gerði fólki mögulegt að stilla hvaða tíðnisvið í upptökunni heyrðust best—þau lágu eða háu. Og viti menn, með því að stilla þetta örlítið til þá fór ég allt í einu að heyra „Laurel“ í staðinn fyrir „Yanni“ og heimurinn hætti skyndilega í sam- særinu gegn mér. Það eina sem ég þurfti að gera var að gefa mér tíma til þess að rannsaka þetta fyrirbæri örlítið. Það þurfti ekkert að rífast, það þurfti enginn að skalla neinn, bara gefa sér tíma til að hlusta betur. Vitringur eða vitleysingur Að allt öðru. Hingað til Íslands er væntanlegur kanadískur sálfræð- ingur, Jordan Peterson, sem hyggst flytja sjálfshjálpar- og sjálfsstyrk- ingarboðskap sinn í Hörpu í næstu viku. Eins og annars staðar þar sem sá maður ferðast er byrjað hér á landi rifrildi milli þeirra sem sjá í honum vitring og hinna sem telja hann vitleysing. Það er einkenni á umræðum um Peterson að heiftin gegn honum er einna mest meðal þeirra sem minnst hafa kynnt sér málflutning hans, og dýrkunin á honum er mest meðal þeirra sem minnst hafa kynnt sér hugmyndir annarra hugsuða. Það er vissulega seinvirkt að kynna sér almennilega þau mál sem maður vill hafa skoðun á, en áður en maður fer að skalla fólk eða kalla það öllum illum nöfnum er ágætt að ganga úr skugga um að maður hafi stillt móttökustöðvarnar í eyrum og heila þannig að maður heyri raunverulega það sem verið er að segja. Á ég að skalla þig? S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 17F Ö S T U D A G U R 2 5 . M A Í 2 0 1 8 2 5 -0 5 -2 0 1 8 0 5 :1 7 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K N Ý.p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F E 6 -B 2 8 4 1 F E 6 -B 1 4 8 1 F E 6 -B 0 0 C 1 F E 6 -A E D 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.