Fréttablaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 25.05.2018, Blaðsíða 42
Að flytjAst til ÞýskAlAnds, spilA á götunni og fArA í gegnum ÞettA tímAbil kenndi mér mikið. ÞAð kenndi mér fyrst og fremst Að ég get átt heimili hvAr sem er. Að rætur mínAr eru í fólkinu mínu og tónlistinni og Að heimili er Að finnA Að mAður sé velkominn. Tónlist hefur verið órjúfanlegur hluti af lífi mínu alla mína daga. Foreldrar mínir eru bæði fiðluleikarar og pabbi kenndi mér fyrstu fimmtán árin,“ segir Alina Pogostkina. En Alina er hingað komin til þess að flytja Fiðlukonsert Sibeliusar með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Hörpu í kvöld undir stjórn Daniels Blendulf sem er margverð- launaður sænskur hljómsveitar- stjóri. Þess má geta að flutningur þessa sama konserts færði Alinu fyrstu verðlaun í Sibeliusar-keppni í Helsinki árið 2005. Spilað í götunni Alina er fædd í Leníngrad, nú Sankti Pétursborg, og hún segir að foreldr- ar hennar hafi ákveðið á sínum tíma að flytjast til Þýskalands til þess að reyna að öðlast betra líf fyrir fjöl- skylduna og bjartari framtíð fyrir hana. „Þau seldu allt sem þau gátu og við fluttumst til Þýskalands. Ég var átta ára og fyrst um sinn þurft- um við að spila götunni til þess að draga fram lífið. Þetta var mikið ævintýri því fyrst þegar við komum þá þekktum við engan og foreldrar mínir höfðu engin sambönd. En smám saman tókst föður mínum að skipuleggja litla tónleika þar sem við spiluðum saman kammertónlist í kirkjum og víðar.“ Alina segir að hún hafi byrjað skólagöngu í Þýskalandi og það hafi svo komið að því að hún hafi farið að stunda nám við Hans Eisler tón- listarháskólann í Berlín. Þetta voru ákveðin viðbrigði fyrir hana en þó kannski á óvæntan hátt. „Að flytjast til Þýskalands, spila á götunni og fara í gegnum þetta tímabil kenndi mér mikið. Það kenndi mér fyrst og fremst að ég get átt heimili hvar sem er. Að rætur mínar eru í fólkinu mínu og tónlistinni og að heimili er að finna að maður sé velkominn. Á þessum tíma upplifðum við svo mikla gæsku frá fólki, alveg ókunnugu fólki, sem tók okkur inn á sitt heimili því við áttum engan samastað. Þetta kenndi mér að fólk er gott og að heimili er að vera hjá góðu fólki.“ Ég var sirkusapi Á tónleikunum í kvöld spilar Alina á fiðlu sem Antonio Stradivari smíðaði árið 1717. Fiðlan er kennd við Sas- serno greifa sem átti hana á 19. öld en Pogostkina hefur hana að láni frá Nippon Music Foundation. Hún segir að þetta sé dásamlegt hljóð- færi en er hins vegar greinilega ekki upptekin af veraldlegum gæðum enda búin að reyna ýmislegt frá því hún byrjaði að læra á fiðlu aðeins fjögurra ára gömul. Hún segir líka að sá tími í Rússlandi hafi um margt verið erfiðari en það sem seinna kom í Þýskalandi. „Ég byrjaði að spila á fiðluna þegar ég var fjögurra ára og fimm ára gömul var ég farin að spila konserta. Þannig að ég var undrabarn og í Rússlandi var ég enn barn þegar ég var byrjuð að spila við undirleik hljómsveitar í sjónvarpinu. Ég var sirkusapi,“ segir hún og óskar greinilega engu barni sömu örlaga. „Á þessum tíma voru undrabörn vinsæl í Rússlandi og foreldrar mínir þurftu að nýta sér það til þess að draga fram lífið. Þetta var leið til þess að komast frá eymdinni sem annars beið okkar í daglegu lífi. Faðir minn kenndi mér og þau vildu að ég næði eins langt og mögu- legt væri til þess að komast burt úr þessum aðstæðum. Til þess að geta skapað okkur betra líf. Þetta þýddi það að sem barn bjó ég við gríðarlega pressu. Allt lífið snerist um að ná eins langt á fiðl- unni og væri mögulegt. Það komst ekkert annað að. Það var ekkert rými fyrir mig sem manneskju, hvað þá barn. Ekkert rými til þess að þroskast eða finna út úr því á minn hátt hvað ég vildi gera við líf mitt.“ Að finna mína leið Alina segir að þetta hafi verið aðstæðurnar sem hafi breyst þegar þau fluttu til Þýskalands og hún fór að sækja skóla þar og því hafi það að spila á götunni alls ekki verið slæmt í samanburðinum. „Þá fór ég að spyrja mig spurninga. Spyrja mig hvort ég vildi skapa tónlist sem hafði aldrei áður verið eitthvert val í lífi mínu. Það var þarna á þessum tímapunkti sem vegferð mín innan tónlistarinnar hófst á mínum for- sendum og það er vegferð sem ég er á enn í dag.“ Alina leggur áherslu á að þessi vegferð hafi verið fróðleg og að hún sé enn í dag að læra margt um sjálfa sig og tónlist á hverjum degi. „Það má segja að ég hafi verið að kenna sjálfri mér síðustu árin. Ég setti líka af stað prógramm fyrir unga tón- listarmenn þar sem markmiðið er að styðja við þá í tónlistarnáminu með allri þeirri pressu sem því fylgir. Styðja við þá sem fóru í gegnum það sem ég fór í gegnum sjálf á sínum tíma en án stuðnings. Það þarf að kenna þeim að finna sínar eigin leiðir að því að vera í sátt við sjálfan sig og tónlistina og vera ekki undir þessu stöðugu álagi alla daga – alltaf.“ Sjálf segir hún að tilfinningar hennar gagnvart tónlistinni hafi breyst gríðarlega mikið á síðustu árum. „Fyrstu tuttugu ár ævinnar var ég að vinna að verkefni sem faðir minn lagði fyrir mig og ég gerði það án þess að spyrja spurninga. Vissu- lega var ég mjög hæfileikarík og þess vegna var þetta rétt. En þegar ég varð eldri og fór að spyrja spurninga þá myndaðist ákveðin krísa vegna þess að ég vissi ekki hvað mér átti að finnast um tónlistina án þess að faðir minn segði mér það. Þann- ig að núna eftir öll þessi ár og alla þá vinnu sem ég hef lagt í að skoða þessa hluti þá er ég alltaf að finna mig betur og betur í tónlistinni. Finna mína leið og mína tjáningu. Það er leið sem ég er enn á og verð alltaf á. Þetta er spennandi ferð því það er vera listamaður er eins og að vera manneskja. Efast alltaf og kom- ast aldrei að endanlegri niðurstöðu. Horfa alltaf fram á við.“ Djúp og innileg tónlist Í kvöld spilar Alina Fiðlukonsert Sibeliusar og hún segir að þetta verk eigi alltaf sérstakan stað í hjarta hennar. „Þetta var uppá- haldskonsert móður minnar og ég erfði þá ást frá henni. Ég skynja líka ákveðna nánd við Finnland, fólkið og tónlistina, því það minnir mig um margt á hvaðan ég kem. Ég elska þessa tónlist. Hún er svo djúp, inni- leg og kraftmikil. Ég elska að spila þetta verk og er sérstaklega glöð að fá að spila þetta hérna á Íslandi því það fellur svo vel að landslaginu.“ Alina segir að hún þurfi reyndar að passa sig hvar og hvenær hún spilar þessa tónlist því hún hafi gert of mikið af því á sínum tíma. „Þá hætti ég að spila verkið í nokkur ár og núna vel ég vandlega hvenær og hvar og þannig hef ég endurheimt ást mína á því.“ Alina á þriggja ára gamla stúlku og hún segir að það sé henni því mikilvægt að velja vandlega hvert hún fer þegar hún fer að heiman til þess að spila. „Ég legg allar mínar tilfinningar í að spila en það er sú vegferð sem ég er á í dag. Er bless- unarlega ekki lengur sirkusapi. Það eina sem ég veit líka er að ég ætla ekki að gera sömu mistök sem móðir og foreldrar mínir.“ Alina stoppar og hugsar sig um og bætir við: „Mistök er of sterkt orð því þau höfðu ekkert val. Núna bý ég við allt aðrar og betri aðstæður og stærsta og mikilvægasta gjöfin sem ég get gefið henni er að lifa við algjört frelsi varðandi það hvað hún vill gera við líf sitt. Að taka henni eins og hún er og styðja hana í því sem hún velur að taka sér fyrir hendur.“ Ég var sirkusapi sem spilaði í sjónvarpi og á götunni Alina pogostkina byrjaði að læra á fiðlu fjögurra ára gömul og fimm ára spilaði hún konserta. í kvöld flytur hún fiðlukonsert sibeliusar ásamt sí og hún segir að verkið eigi sérstakan stað í hjarta hennar. Alina segir að hún hafi lagt á sig mikla vinnu til þess að finna sína leið og tjáningu í tónlistinni. FrÉttAblAðið/SteFán Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 2 5 . m a í 2 0 1 8 F Ö S T U D a G U R34 m e n n i n G ∙ F R É T T a B L a ð i ð menning 2 5 -0 5 -2 0 1 8 0 5 :1 7 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 F E 6 -9 E C 4 1 F E 6 -9 D 8 8 1 F E 6 -9 C 4 C 1 F E 6 -9 B 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 2 4 _ 5 _ 2 0 1 8 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.