Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.2018, Blaðsíða 26

Víkurfréttir - 24.05.2018, Blaðsíða 26
26 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg. „Að þetta skuli gerast í bakgarðinum hjá okkur er dálítið merkilegt en þessi atburður er bara þaggaður niður, því hann gerist á svo óheppilegum tíma á stríðsárunum,“ segir Þorsteinn Marteinsson, áhugamaður um flugslys og flugóhöpp úr seinni heimstyrjöldinni. Hann og bróðir hans, Ólafur halda úti heimasíðu sem fjallar um stríðsóhöpp á Íslandi. Á dögunum var afhjúpað minnismerki um bandarísku sprengjuflugvélina „Hot Stuff“ sem fórst 3. maí 1943 á Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga. Alls fórust fjórtán menn í flugslysinu en einn komst lífs af, stélskytta vélarinnar. Um borð í vélinni var Frank M. Andrews en hann var yfirmaður alls herafla Bandaríkjanna í Evrópu þegar vélin fórst og var hann á meðal þeirra sem létust. Minnismerkið er við Grindavíkurveg en á því er meðal annars eftirlíking af Liberator-vélinni. Bandaríkjamaður- inn Jim Lux hafði mikinn áhuga á þessu slysi eftir að hafa kynnst afkom- anda þess sem komst lífs af í slysinu, Jim fann upp á þeim bræðrum Þórði og Ólafi en þá fóru hjólin að snúast og úr varð þessi glæsilegi minnisvarði. Hver er tilurð þessa verkefnis? Upphafið er þannig að þessi maður tengist einum áhafnarmeðlim sem er skilinn eftir í Englandi á sínum tíma, þeir kynnast löngu seinna og eru félagar, spila saman golf og við það þá fara þeir að segja sögur af hver öðrum en þá kemur það í ljós að Jake Jakubsen var sá sem kastar sprengjunum úr vélinni og Jim fer að garfa í þessu og kemst að því að þessi vél og áhöfnin er fyrsta vélin sem klárar 25 árásaferðir yfir Evrópu og ástæðan fyrir því að menn voru að klára 25 ferðir var að þetta var svo hættulegt, menn voru svo berskjald- aðir fyrir þýsku orrustuvélunum að það var ekki nema einn af hverjum fimm sem náði að klára þetta, sem er alveg ótrúlegt í sjálfu sér. Í dag er Jake, félagi Jim, látinn og þetta spinnst þannig að Jim fer að reyna að finna einhvern hér sem þekkir til því hann vildi vita meira um þessa sögu, það gengur frekar illa, þangað til að hann finnur mig. Þið bræður eruð búnir að vera af garfa svolítið í þessu? Já, við höldum úti síðu sem heitir stríðsminjar.is og erum að safna upp- lýsingum um þessa atburði á stríðsár- HOT STUFF 7 5 F R Á Þ V Í S P R E N G J U F L U G V É L I N BRÆÐURNIR ÞORSTEINN OG ÓLAFUR MARTEINSSYNIR SKRÁ STRÍÐSMINJAR Á ÍSLANDI OG ERU ÁHUGAMENN UM SÖGU „HOT STUFF“ fórst í Fagradalsfjalli „HOT STUFF“ FÓRST 3. MAÍ 1943 Á FAGRADALSFJALLI Á REYKJANES- SKAGA. ALLS FÓRUST FJÓRTÁN MENN Í FLUGSLYSINU EN EINN KOMST LÍFS AF, STÉLSKYTTA VÉLARINNAR. UM BORÐ Í VÉLINNI VAR FRANK M. ANDREWS EN HANN VAR YFIRMAÐUR ALLS HERAFLA BANDARÍKJANNA Í EVRÓPU ÞEGAR VÉLIN FÓRST OG VAR HANN Á MEÐAL ÞEIRRA SEM LÉTUST. Þorsteinn Marteinsson Lúðrasveit frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar lék við athöfnina 3. maí sl. Myndir frá slysstað þann 4. maí 1943, daginn eftir slysið.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.