Víkurfréttir


Víkurfréttir - 24.05.2018, Qupperneq 38

Víkurfréttir - 24.05.2018, Qupperneq 38
38 ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 24. maí 2018 // 21. tbl. // 39. árg. Guðmundur Tyrfingsson ehf. Grænir & Góðir TM HÖLLIN KEFLAVÍK 30. MAÍ 31. MAÍ LAUGARDALSHÖLLINNI NÆLDU Þ ÉR Í MIÐ Á TIX.IS „Það sem þú gerir á æfingu er það sem þú gerir í leik“ Anita Lind Daníelsdóttir leikur með Keflavík í knattspyrnu en liðinu er spáð góðu gengi í Inkasso-deild kvenna í sumar. Anita hefur æft knattspyrnu frá því að hún var níu ára gömul og hlakkar til sumarsins með Keflavíkur- liðinu. Við fengum Anitu til að svara nokkrum spurningum fyrir okkur í Sportspjalli Víkurfrétta. Fullt nafn: Anita Lind Daníelsdóttir. Íþrótt: Knattspyrna. Félag: Keflavík. Hjúskaparstaða: Á lausu. Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? Ég byrjaði níu ára gömul. Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Elís Kristjánsson. Hvað er framundan? Framundan er geggjað sumar með stelpunum. Eftirminnilegasti áfanginn á ferl- inum? Það er mögulega þegar ég skoraði sigurmark í 1:0 sigri á ná- grönnum okkar úr Grindavík, það er alltaf gaman að vinna nágrannana. Uppáhalds... ...leikari: Cameron Diaz. ...bíómynd: The Greatest Showman. ...bók: Engin sérstök. ...Alþingismaður: Enginn. ...staður á Íslandi: Flugumýri er uppáhaldsstaðurinn minn á Íslandi. Hvað vitum við ekki um þig? Ég fædd- ist sitjandi. Hvernig æfir þú til að ná árangri? Ég æfi með það hugarfar að leggja mig alla fram því það sem þú gerir á æfingu er það sem þú gerir í leik. Hver eru helstu markmið þín? Þau eru að halda mér í góðu formi og eiga gott sumar með liðinu, svo er alltaf mark- mið að vera valin í landsliðsverkefni. Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Þegar við fórum til Króatíu í byrjun apríl þá gleymdi markmaðurinn okkar að taka markmannshanskana sína með út. Skilaboð til upprennandi íþrótta- manna: Leggja sig alla/allan fram og gera sitt allra besta og hafa gaman af því að spila leikinn. SPORTSPJALL „DEILDIN ER GRÍÐARLEGA STERK Í ÁR“ „Við erum með hóp stútfullan af hæfileikum,“ segir Úlfur Blandon, þjálfari Þróttar Vogum. Þróttur Vogum fer vel af stað í 2. deildinni í knattspyrnu, liðið hefur farið með sigur af hólmi í fyrstu tveimur viðureignum sínum á tímabilinu. Nýliðunum er spáð sjöunda sæti í 2. deildinni af Fótbolti.net en Þróttur leikur í fyrsta sinn í ár í annari deildinni. Úlfur Blandon, þjálfari Þróttar, svaraði nokkrum spurningum fyrir Víkurfréttir um tímabilið, stuðninginn og styrkleika liðsins. Ertu ánægður með byrjunina á Íslandsmótinu? Við höfum farið vel af stað, bæði í stigasöfnun og eins í frammistöðu. Við hins vegar gerum okkur grein fyrir að þetta er gríðarlega sterk deild í ár, það eiga allir eftir að taka stig af hver öðrum þannig að við tökum bara einn leik í einu. Hvernig er staðan á hópnum? Hún er góð, við erum með hóp stútfullan af hæfi- leikum, það er fín reynsla í bland við yngri leikmenn. Hvert er markmið sumarsins? Ætlum okkur að spila skemmtilegan fótbolta, skemmta okkar áhorf- endum í Vogunum og sýna að við erum lið sem erfitt verður að mæta. Ætlið þið að fá fleiri leikmenn til ykkar áður en leikmanna- glugginn lokar? Við erum opnir fyrir því en það er ekkert í hendi. Er einhver leikmaður sem þú vilt nefna sem hefur sýnt framfarir í vetur eða bindur miklar vonir við? Við bindum miklar vonir við alla okkar stráka og búumst við miklu frá þeim. Skiptir stuðningurinn máli? Hann skiptir öllu máli, fengum frá- bæra mætingu í fyrsta leik sem gríðar- lega jákvætt. Svo núna um helgina á móti Gróttu voru stuðningsmenn Þróttar algjörlega geggjaðir, létu vel í sér heyra allan leikinn þetta var alveg ómetanlegt og hjálpaði okkur svo sannarlega, þeir voru okkar tólfti maður. Það er bara þannig að við eigum frábæra stuðningsmenn og vonumst til að sjá þá sem oftast þetta gerir svo mikið fyrir okkur. Hver er ykkar styrkleiki/veikleiki? Umgjörðin í kringum félagið og liðið er til algjörrar fyrirmyndar, það á tvímælalaust eftir að hjálpa okkur í sumar. Við erum með sterkan hóp af leikmönnum sem eru tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu til að ná ár- angri. Ég kýs að líta svo á að glasið sé hálffullt, engir veikleikar bara ákveðnir styrkleikar sem við ætlum að verða enn betri í. FÓTBOLTASAMANTEKT MJÓLKURBIKAR KVENNA: Keflavík í 16 liða úrslit Mjólkurbikarsins Keflavíkur mætti ÍA í Mjólkubikar kvenna á sunnudaginn. Leiknum lauk með 2:0 sigri Keflavíkur. Anita Lind Daníelsdóttir skoraði fyrra mark leiksins á 57. mínútu og Eva María Jónsdóttir, leikmaður ÍA, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 62. mínútu. Keflavík er því komið áfram í 16 liða úrslit Mjólkurbikars kvenna. PEPSI-DEILD KARLA: Góður útisigur Grindvíkinga Grindavík heimsótti Víking í fjórðu umferð Pepsi-deildar karla í knatt- spyrnu, leiknum lauk með sigri Grindavíkur 1:0. Óli Stefán Fló- ventsson, þjálfari Grindavíkur, gerði nokkrar breytingar á liði sínu frá síðasta leik gegn KR. Bæði lið sóttu á fyrstu mínútum leiksins og nokkur dauðafæri litu dagsins ljós, á 45. mínútu skoraði Aron Jóhannsson fyrir Grindavík eftir stoðsendingu frá Nemanja Lat- inovic. Grindavík keyrði í skyndisókn eftir hornspyrnu frá Víkingum og úr henni kom eina mark leiksins, með því nældi Grindavík sér í góðan útisigur í Víkinni og er komið með sjö stig eftir fjórar umferðir í Pepsi- devildinni. Keflavík tapaði fyrir Fjölni Keflavík tók á móti Fjölni á Nettó- vellinu í fjórðu umferð Pepsi- deildar karla. Bæði lið sóttu í byrjun fyrri hálf- leiks en gestirnir komust yfir á 31. mínútu þegar Birnir Snær Ingason skoraði fyrir Fjölni. Fyrir utan mark gestanna var fyrri hálfleikur ansi tíðindalítill og var staðan því 1:0 í hálfleik. Keflavík hóf seinni hálf- leikinn af krafti og Hólmar Örn Rúnarsson skoraði á 52. mínútu eftir hornspyrnu. Gestirnir voru ekki lengi að svara fyrir sig en Alm- arr Ormarsson kom Fjölni í 2:1 á 62. mínútu og það urðu lokatölur leiksins. Keflavík á því enn eftir að næla sér í sinn fyrsta sigur í Pepsi- deildinni og eru með eitt stig eftir fjórar umferðir. Mikilvægt stig á erfiðum útivelli Baráttuglaðir Keflvíkingar gerðu góða ferð norður yfir heiðar í fimmtu umferð Pepsi-deildarinnar þar sem þeir gerðu markalaust jafntefli gegn KA. Ástand Akureyrarvallar var ekki gott og bauð ekki upp á áferðarfallegan fótbolta. Mikilvægt stig kom í hús hjá Keflavík og var ánægjulegt að sjá hugarfarsbreytingu leikmanna sem lögðu sig alla fram í leiknum. PEPSI-DEILD KVENNA: Þriðja tap Grindavíkur Grindavík tók á móti Val í þriðju umferð Pepsi-deildar kvenna, lokatölur leiksins urðu 3:0 fyrir gestina. Leikurinn byrjaði heldur betur með látum en á sjöttu mínútu skoraði Málfríður Erna Sigurðar- dóttir fyrir Val eftir hornspyrnu. Grindavík átti skyndisókn á tólftu mínútu en náði ekki að nýta færið. Tveimur mínútum seinna jók Valur forystu sína með marki frá Ásdísi Karen Halldórsdóttur en markið skoraði hún af 25 metra færi í vinkilinn. Heimakonur sýndu mikla baráttu í seinni hálfleik en fengu víti dæmt á sig á 66. mínútu sem Valskonur skor- uðu úr. Lokastaðan 0:3 og Grinda- víkurstúlkur stigalausar eftir þrjár umferðir. INKASSO-DEILD KARLA: Njarðvík fékk mark á sig í upp- bótartíma Njarðvík tók á móti Þór frá Akur- eyri í þriðju umferð Inkasso- deildar karla. Fátt markvert gerðist framan af í leiknum en það var háspenna á lokamínútunum og Alvaro Montejo, leikmaður Þórs, skoraði á 94. mínútu leiksins en dómarinn flautaði hann af eftir miðju Njarðvíkinga. Njarðvík er um miðja deild með fjögur stig eftir þrjár umferðir. INKASSO-DEILD KVENNA: Annar sigur Keflavíkur Keflavík tók á móti Fjölni í ann- ari umferð Inkasso-deildarinnar. Lokatölur leiksins urðu 2:1 fyrir Keflavík og liðið því með fullt hús stiga eftir tvær umferðir og situr á toppi deildarinnar. Keflavík skoraði fyrra mark sitt á 26. Mínútu, þar var Anita Lind Daní- elsdóttir að verki eftir fyrirgjöf frá Marín Rún. Fjölnir byrjaði seinni hálfleik af krafti en Keflavík komst í 2:0 for- ystu á 84. mínútu þegar Mairead Clare Fulton skoraði. Fjölniskonur minnkuðu muninn á 87. mínútu en lengra komust þær ekki þó sjö mínútum væri bætt við venjulegan leiktíma. Annar sigurinn því í höfn hjá Keflavík sem ætlar sér að enda á toppi deildarinnar í sumar. 2. DEILD KARLA: Draumabyrjun Þróttar Vogum Þróttur Vogum er í góðri stöðu í 2. deildinni eftir góðan sigur á Tinda- stóli á laugardaginn. Lokatölur leiksins urðu 4:0 fyrir Þrótti. Örn Rúnar Magnússon skoraði fyrsta mark leiksins á 10. mínútu, annað mark Þróttara Jordan Chase Tyler á 20. mínútu og Brynjar Sigþórsson bætti því þriðja við á 40. mínútu úr víti. Í seinni hálfleik skoraði Bjarki Már Árnason sjálfsmark. Þróttur er því með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Víðir tapaði fyrir Aftureldingu Víðir mætti Aftureldingu í Mos- fellsbæ í þriðju umferð deildar- innar og urðu lokatölur leiksins 2:1 fyrir Aftureldingu. Víðir komst yfir á 36. mínútu með marki Ara Steins Guðmundssonar og leiddu Víði- smenn leinn í hálfleik. Á 86. mínútu jöfnuðu heimamenn metin og í uppbótartíma skoraði Alexander Aron Davorsson sigurmark Aftur- eldingar. Ljósm.: Skagafréttir AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.