Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2017, Síða 19

Ægir - 01.03.2017, Síða 19
19 um er mjög óæskilegt og gerir að verkum að menn róa stíft þó veður sé vont. Bræla er óþekkt hugtak á strandveiðum vegna þess hvernig fyrirkomulagið í kerfinu er og það má ekki ógna öryggi manna með þessum hætti. Í fyrrasumar var veðrið okkur mjög hagstætt hér á Höfn en það er alls ekki sjálfgef- ið og við þekkjum vel hvaða astæður geta verið hér í innsigl- ingunni. Þó við hér á Höfn og á D-svæðinu fögnum því að leið- rétting fáist á gjörningi sjávar- útvegsráðherra í fyrra þá er okkar aðal keppikefli að berjast fyrir betra veiðikerfi fyrir alla strandveiðisjómenn, hvar svo sem þeir eru á landinu.“ Krókaveiðar ættu að vera frjálsar Vigfús segir stærsta baráttumál- ið að fá aukna úthlutun heildar- afla til strandveiða en hann fer ekki í grafgötur með þá skoðun að óþarft sé að takmarka jafn mikið veiðar smábáta og nú er gert. „Auðvitað væri allra best að mínu mati að krókaveiðar yrðu alfarið gefnar frjálsar, íslensk fiskveiðiþjóð á það skilið að hafa þau tækifæri fyrir þegna sína. Ég hef enga trú á að smá- bátaflotinn gæti ógnað við- gangi fiskistofna við Ísland þó krókaveiðar yrðu frjálsar. Það er ofmat,“ segir Vigfús og nefnir mikilvægi strandveiðanna hvað varðar nýliðun í smábátaút- gerð. Sjálfur er hann gott dæmi um mann sem fjárfestir í sínum fyrsta bát til að hefja útgerð í strandveiði. „Stjórnmálamenn nota gjarnan strandveiðina sem dæmi um leið fyrir þá sem vilja koma undir sig fótunum í út- gerð. Á sama tíma er svo naumt skammtað til kerfisins að menn geta ekki einu sinni greitt sér lágmarkslaun í þessari útgerð. Við sem erum að basla í þessu erum meira af hugsjón en skyn- semi í þessu og verðum að treysta á önnur störf til að hafa framfærslu á ársgrundvelli. Hér á Höfn sést vel að strandveiðin hefur laðað yngri menn inn í smábátaútgerð en til að þessi hópur geti byggt sig upp í greininni til framtíðar þarf að styrkja rekstrargrunninn veru- lega, fyrst og fremst með aukn- um heildarafla. Þá yrði útgerðin samfelldari yfir sumarið og veiðitímabilið jafnvel lengra. Óbreytt kerfi er með öðrum orðum ávísun á ákveðna gildru sem menn sitja fastir í,“ segir Vigfús. Vigfús segir mikið líf hafa færst í smábátaútgerðina á Höfn með tilkomu strandveiðikerfisins. Hér er hópur félaga í Hrolllaugi, félagi smábátasjó- manna á Höfn en þeir létu hraustlega til sín heyra fyrir ári þegar þáverandi sjávarútvegsráðherra tók minnkaði heildarafla á suðursvæði strandveið- anna, D-svæðinu, um 200 tonn. Núverandi sjávarútvegsráðherra hefur aukið heildarafla svæðisins um sömu tonnatölu á ný fyrir komandi strand- veiðitímabil. Á strandveiðimiðunum.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.