Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.2017, Qupperneq 20

Ægir - 01.03.2017, Qupperneq 20
20 Strandveiðar munu standa í fjóra mánuði í ár, líkt og undanfarin ár en þetta er níunda sumarið sem sem smábátar stunda þær. Veiði- tímabilið stendur frá 2. maí til 31. ágúst. Í meginatriðum er kerfið með sama hætti og verið hefur en þó er tekin til baka sú breyting sem þáverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gerði á kerf- inu í fyrra þegar aflaheimildir voru skertar á veiðisvæði D um 200 tonn. Heimildir á því svæði aukast um þessa tonnatölu á nýjan leik og þar með eykst heildarmagnið úr 9.000 tonnum í 9.200 tonn. Fyrsta sumarið sem strandveiðar voru heimilaðar námu strand- veiðiheimildirnar 4.000 tonnum. A-svæðið með mestar heimildir Útgefin leyfi á strandveiðinni í fyrra voru 670 talsins og var heildaraflinn 9.146 tonn í tæp- lega 15 þúsund löndunum. Þorskur var uppistaða aflans, eða rösk 93% en meðalafli í hverjum róðri sló met í fyrra, 614 kg. Með sama hætti og áður er heimilt að stunda veiðar frá mánudegi til og með fimmtu- dags, hver veiðiferð má að há- marki standa í 14 tíma og skal hver bátur að hámarki hafa fjór- ar handfærarúllur en engin önnur veiðarfæri um borð. Þá skal afli í hverri veiðiferð vera að hámarki 650 kg í þorskígildum talið af kvótabundnum tegund- um. Fjögur veiðisvæði eru líkt og áður; svæði A frá Eyja- og Mikla- holtshreppi að Súðavíkur- hreppi, svæði B frá Strand- abyggð að Grýtubakkahreppi, svæði C frá Þingeyjarsveit að Djúpavogshreppi og áðurnefnt svæði D frá Hornafirði að Borg- arbyggð. A svæði fær að veiða í heild, 3.410 tonn, B svæði 2.086 tonn, C svæði 2.174 tonn og D svæði 1.500 tonn. Úthlutuninni er skipt þannig á mánuði að leyfilegt verður að veiða 2.524 tonn í maí, 2.835 tonn í júní, 2.535 tonn í júlí og 1.306 tonn í ágúst. „Nóg rými fyrir aukningu“ Landssamband smábátaeig- enda hefur lengi barist fyrir breytingum á strandveiðikerf- inu og ályktað þar um á sínum aðalfundum. Í setningarræðu sinni á aðalfundi samtakanna í október síðastliðnum sagði Halldór Ármannsson, þávarandi formaður LS, þessar kröfur skýr- ar. „Við viljum að fara megi á sjó 4 daga í viku, 4 vikur í mánuði í 4 mánuði með þeim sömu for- merkjum og fyrir eru í kerfinu í dag. Það getur vel verið að sum- um finnist kröfurnar hógværar en við viljum vera með þær á sanngjörnum nótum. Við vitum vel að strandveiðiaflinn mun aukast frá því sem nú er, en það er bara allt í lagi. Öryggi strand- veiðisjómanna mun stóraukast því ekki þarf að keppast við að ná þeim fáu dögum sem oftast eru í boði á sumum svæðum. Það má ætla að gæði aflans aukist því ekki þarf að fiska á grunnsvæðum eða í skjóli í brælum, en þar er oft bæði smærri og verðminni fiskur. Það er nóg rými fyrir þá aukningu sem þarf, því á meðan að afla- mark í þorski hefur aukist um 50% frá árinu 2011 hefur aukn- ing í strandveiðar aðeins verið um 20%. Ekki þurfum við að hafa áhyggjur af því að stórút- gerðin vilji aukningu í þorski því þeir skrifa uppá útgefið afla- mark frá Hafrannsóknastofnun í flestum tegundum athuga- semdalaust,“ sagði Halldór. Þessar áherslur voru stað- festar í samþykktum fundarins og þess jafnframt krafist að hætt verði innheimtu sérstaks 50 þúsund króna gjalds á strandveiðibáta sem renni til hafna. Þá var einnig í samþykkt fundarins um strandveiðar mót- mælt harðlega öllum hug- myndum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti um leng- ingu strandveiðitímabils á einu svæði umfram önnur. Nær óbreytt strand- veiðikerfi frá fyrra ári Strandveiðin fer á fulla ferð nú í maí. S tra n d v eiða r Meðalafli í róðri strandveiðibáta hefur aldrei verið jafn mikill og í fyrra. Landssamband smábátasjómanna telur nægt rými vera fyrir umtalsverða aukningu heildarafla til strandveiða.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.