Ægir

Volume

Ægir - 01.03.2017, Page 32

Ægir - 01.03.2017, Page 32
32 Þjóðhátíðarstemming var á bryggjunni í Þorlákshöfn þegar beinar siglingar færeyska skipafélagsins Smyril Line Cargo hófust milli Íslands og Evrópu þann 7. apríl síðastlið- inn. Í tilefni tímamótanna var „opið skip“ um borð í ferjunni Mykinesi og komu alls um 900 manns að skoða. „Viðbrögðin hafa verið fram- ar okkar björtustu vonum. Það er strax mikil eftirspurn eftir flutningum á bílum og stórum tækjum og vinnuvélum til landsins, ásamt allskyns bygg- inga- og neytendavörum. Út- flutningurinn fer líka mjög vel af stað en þar er farmurinn mestmegnis fiskur,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, fram- kvæmdastjóri Smyril Line Cargo á Íslandi. Með siglingaleiðinni milli Rotterdam og Þorlákshafnar stóreykur Smyril Line Cargo þjónustu sína við íslenska markaðinn, ekki síst suðvestur- horn landsins. Ferjan kemur til Þorlákshafnar á föstudögum, siglir þaðan samdægurs og er komin til Rotterdam á mánu- degi og þaðan fer hún aftur til Íslands á þriðjudegi, með við- komu í Færeyjum. Smyril Line Cargo er fyrsta skipafélagið sem hefur reglu- Viðbrögðin framar björtustu vonum Siglingar Smyril Line Cargo hafnar milli Þorlákshafnar og Rotterdam Smyril Line Cargo er fyrsta skipafélagið sem hefur reglubundnar vikulegar siglingar til Þorlákshafnar. Ferjan er engin smásmíði, eins og sjá má og aðstaðan enn nokkuð þröng, þrátt fyrir miklar hafnarframkvæmdir undanfarið, en frekari úrbætur munu vera fyrirhugaðar. Mynd: -áþj Alls mættu um 900 manns, ungir sem aldnir, til að skoða ferjuna Mykines þegar hún kom til hafnar í Þorláks- höfn í fyrstu áætlunarferðinni frá Rotterdam. S jóflu tn in g a r

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.