Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2017, Blaðsíða 6

Ægir - 01.08.2017, Blaðsíða 6
6 Nýtt fiskveiðiár er gengið í garð, líkt og Ægir ber glöggt merki í þess- ari árlegu útgáfu okkar sem að stórum hluta er helguð tölulegum upplýsingum um úthlutunun aflamarks. Það ber helst til tíðinda í út- hlutuninni að aukning er í aflamarki lykiltegunda á borð við þorsk, ýsu og ufsa en líkt og áður er á þessum tímapunkti alls óvíst um hvernig staðan verður á loðnustofninum í vetur. Loðnuveiðar skipta að sjálfsögðu miklu fyrir sjávarútveginn sem heild en reynslan síð- ustu áratugi sýnir að sveiflur geta verið snöggar í þeim veiðiskap. Við búum hér á landi við kerfi sem takmarkar sókn í sjávarauð- lindina. Kjarninn að baki því er að almennt gera allir sér grein fyrir að óheft sókn kemur okkur sjálfum fyrst í koll og getur gengið svo nærri fiskistofnum að langtímaskaði hlytist af. Á þessu er almennur skilningur en það er svo önnur umræða hvort kökunni ætti að skipta með einhverjum öðrum hætti; hvort einn útgerðarflokkur ætti að fá meira á kostnað annars, hvort byggðarlög ættu að eiga ákveðinn rétt umfram aðra og þannig mætti áfram telja. En þegar allt kemur til alls hlýtur það að vera fagnaðarefni að mikilvægustu stofnar í fiskafla landsmanna standa nokkuð sterkir, líkt og aukning aflaheimilda er til vitnis um. Á dögunum var haldin alþjóðleg ráðstefna í sjávarútvegi hér á landi, World Seafood Congress 2017, og það eitt og sér að Ísland hafi orðið fyrir valinu sem ráðstefnustaður segir talsverða sögu um þá athygli sem landið hefur í sjávarútvegi á heimsvísu. Af um- ræðum erlendra gesta mátti líka ráða að litið sé til Íslands á þessu sviði, vegna reynslu, tækniþróunar og ekki hvað síst þeirrar stýring- ar sem við höfum á fiskveiðum. Með sama hætti var Íslenska sjávarútvegssýningin í Smáranum í Kópavogi til vitnis um þetta. Erlendir sýnendur voru fleiri en áður og sem fyrr dró sýningin að sér mikinn fjölda erlendra gesta sem skoðuðu það sem fyrir augu bar. En eins og jafnan áður er sýning sem þessi mikilvægur vettvangur fyrir kynningu á því helsta sem er að gerast í íslenskum sjávarútvegi og hefur reynst mörgum fyrir- tækjum stökkpallur til kynningar á sínum vörum; hvort heldur er búnaður eða þjónusta við greinina. Mitt í allri umræðunni um fiskveiðistjórnun, tækniframfarir, framleiðslu, markaðsmál og marga aðra málaflokka sem tilheyra sjávarútvegi á heimsvísu eru umhverfismálin það sem er undirstaða alls. Ef við verndum ekki heimshöfin þá skipta þessir þættir engu máli. „Lengi tekur sjórinn við“ hefur stundum verið haft á orði hér á landi í gamansömum tón en slíkt er hreint ekkert skemmtiefni. Nú virðist sem augu alheimsins séu loksins að opnast fyrir því að við verður að bregðast. Plastmengun hafanna er staðreynd og stór- hættuleg þróun. Ekki bara ógnar hún lífverum hafsins heldur einnig manninum því öragnir úr plasti eiga með þessum hætti greiða leið í frumur líkamans með alvarlegum afleiðingum. Við Íslendingar eig- um mikið undir að við sé brugðist og þó við berum ekki á heimsvísu ábyrgð á nema broti þeirrar mengunar sem í hafið berst þá eigum við engu að síður að líta í eigin barm. Og höfum hugfast að þetta er ekki bara spurning um skipin sem sigla um höfin heldur einnig alla starfsemi á landi. Sjórinn tekur nefnilega ekki endalaust við. Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Í upphafi nýs fiskveiðiárs R itstjórn a rp istilll Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515-5220. GSM 899-9865. Net fang: johann@athygli.is Aug lýs ing ar: Augljós miðlun. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515-5200. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 6100 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 ÆG IR kem ur út 10-11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.