Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2017, Síða 12

Ægir - 01.08.2017, Síða 12
12 Skipatækni óskar útgerð og áhöfn Drangeyjar SK 2 til hamingju með nýtt og glæsilegt skip kælingu. Fiskurinn verður settur í kör á vinnsluþilfarinu og fer þaðan með lyftubúnaði niður í lest. Gylfi Guðjónsson, útgerðar- stjóri FISK Seafood ehf., segir breytingarnar á Málmey hafa heppnast vel. „Í aðalatriðum út- færum við Drangey SK með hliðstæðu fyrirkomulagi en bætum úr ýmsum þáttum út frá þeirri reynslu sem við höfum fengið í Málmey. Til að mynda verðum við með mun öflugra myndgreiningarkerfi í Drangey. Önnur stór breyting felst í því að í Drangey verður fiskinum raðað í kerin uppi á millidekk- inu í stað þess að skammtarnir fari niður í lest eins og er í Drangey,“ segir Gylfi og að hans mati er ótvírætt að undirkældi fiskurinn með þessum búnaði frá Skaganum 3X skilar miklum ávinningi í vinnslunni. „Það er engin spurning og fyrir t.d. framleiðslu á ferskum fiski leng- ir þessi meðhöndlun á hráefn- inu úti á sjó hillulíftímann þegar út á afurðamarkaði kemur,“ segir hann. Í fullan rekstur í byrjun árs 2018 Gylfi vonast til að Drangey SK fari í fullan rekstur í byrjun næsta árs og því verði fyrstu reynslutúrar farnir undir árslok. Þangað til verður togarinn Klakkur SK í fullum rekstri en honum verður síðan lagt og á þessari stundu segir Gylfi ekki ljóst hvað um skipið verður í framhaldinu. „Með þessu skrefi verðum við komnir með mikið rekstrar- öryggi í hráefnisöflunina hjá okkur, með Drangey sem nýtt og öflugt skip og Málmey er sömuleiðis í mjög góðu formi til næstu ára. Við erum því hæst- ánægðir með áfangann,“ segir Gylfi. Þessi skip munu bera uppi hráefnisöflun fyrir vinnslu FISK Seafood ehf. á Sauðárkróki á komandi árum, Málmey SK 1 og nýja Drangey. Bæði eru þau með búnaði til undirkælingar fiskafla.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.