Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2017, Blaðsíða 19

Ægir - 01.08.2017, Blaðsíða 19
19 allan sólarhringinn fyrir norðan Svalbarða. Þá er betra að túr- arnir séu ekki of langir. Þá er reyndar stundum minna fiskirí og reynt að teygja túrana. Auð- vitað er allt í lagi þegar nóg fiskirí er, en þegar tregt er getur verið erfitt að horfa stöðugt út í myrkrið. Öfgarnar þarna á milli eru miklar. Viktor segir að þegar verið sé svona norðarlega þurfi menn að glíma við hafísinn, en skipið er sérstaklega styrkt til veiða við slíkar aðstæður. „Það getur ver- ið erfitt að berjast við að komast á miðin og yfirgefa svæðið aft- ur. Það þarf oft að sæta lagi og ekki allir togarar sem geta tekist á við ísinn eins og þessi,“ segir Viktor Scheving Ingvarsson. Viðskipti með fiskafurðir stefna í að verða meiri en nokkru sinni á mælikvarða heildarverðmæta afurðanna. Þar er laxinn í for- ystu samkvæmt upplýsingum frá Matvæla- og landbúnaðar- stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO. Gert er ráð fyrir að viðskipti með fiskafurðir nemi 150 milljörðum Bandaríkjadala á árinu, eða um 15.900 milljörðum íslenskra króna. Það er 7% aukning frá árinu 2016, en hæstu hæðum áður náðu þessi viðskipti árið 2014 í 15.800 milljörðum króna. Fiskur er sú afurð sem mest viðskipti eru stunduð með. Þar ræður gífurleg aukning í fiskeldi mestu, en það hefur verið sá atvinnuvegur í framleiðslu matvæla sem hraðast hefur vaxið síðustu 20 árin. Batnandi afkoma í þróunarlöndunum hefur aukið eftirspurn eftir kjöti og fiski og stöðug eftirspurn hefur verið eftir fiski á hefðbundnum mörkuðum eins og í Bandaríkjunum, Japan, Frakklandi og á Spáni. Góð afkoma hefur verið í laxeldi frá árinu 2012 og hefur það skilað miklum arði. Marine Harvest er stærsti framleiðandi á laxi í heiminum og hefur skilað mun meiri hagnaði en framleiðsla á próteini almennt og miklu meiri en landbúnaðargeirinn. Þessi staðreynd hefur leitt til þess að fyrirtæki í landbúnaði sækja nú í vaxandi mæli inn í fiskeldið. Bandaríska fyrirtækið Cargill keypti til dæmis norska fóðurframleiðslufyrirtækið Ewos fyrir ríflega 170 milljarða íslenskra króna og japanska samsteyp- an Mitsubishi greiddi 148 milljarða króna fyrir norska laxeldis- fyrirtækið Cermaq. Framboð á fiski mun halda áfram að aukast þökk sé fiskeld- inu samkvæmt mati FAO. Gert er ráð fyrir að fiskeldi í heiminum vaxi um 4 til 5% á ári næsta áratuginn og þannig verði aukning- in orðin um þriðjungur árið 2026. Veiðar skila um 100 milljón- um tonna og hafa gert um tíma. Ekki er gert ráð fyrir að aukning verði í veiðunum. Spáð er að heildarframleiðsla úr eldinu fari yfir 100 milljóna tonna markið í fyrsta sinn árið 2025 og að hún nái 102 milljón- um tonna árið 2026. Engu að síður verða eldisfyrirtækin að taka tillit til vaxandi áhuga neytenda á umhverfismálum og byggja á sjálfbærni til langframa. Það gæti hægt á vextinum. Viktor í brúnni á einu af fyrri skipunum, sem hann hefur verið með. Mikil ísing getur myndast á skipunum í norðurhöfum og hér er verið að berja ansi þykkt lag af síðunni. Viðskipti með fisk á heimsvísu aldrei verið meiri Vöxtur í fiskeldi drífur áfram stöðuga aukn- ingu heimsvið- skipta með fisk- afurðir og trónir laxinn þar á toppnum. F réttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.