Ægir - 01.08.2017, Blaðsíða 19
19
allan sólarhringinn fyrir norðan
Svalbarða. Þá er betra að túr-
arnir séu ekki of langir. Þá er
reyndar stundum minna fiskirí
og reynt að teygja túrana. Auð-
vitað er allt í lagi þegar nóg
fiskirí er, en þegar tregt er getur
verið erfitt að horfa stöðugt út í
myrkrið. Öfgarnar þarna á milli
eru miklar.
Viktor segir að þegar verið sé
svona norðarlega þurfi menn að
glíma við hafísinn, en skipið er
sérstaklega styrkt til veiða við
slíkar aðstæður. „Það getur ver-
ið erfitt að berjast við að komast
á miðin og yfirgefa svæðið aft-
ur. Það þarf oft að sæta lagi og
ekki allir togarar sem geta tekist
á við ísinn eins og þessi,“ segir
Viktor Scheving Ingvarsson.
Viðskipti með fiskafurðir stefna í að verða meiri en nokkru sinni
á mælikvarða heildarverðmæta afurðanna. Þar er laxinn í for-
ystu samkvæmt upplýsingum frá Matvæla- og landbúnaðar-
stofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO. Gert er ráð fyrir að viðskipti
með fiskafurðir nemi 150 milljörðum Bandaríkjadala á árinu,
eða um 15.900 milljörðum íslenskra króna. Það er 7% aukning
frá árinu 2016, en hæstu hæðum áður náðu þessi viðskipti árið
2014 í 15.800 milljörðum króna.
Fiskur er sú afurð sem mest viðskipti eru stunduð með. Þar
ræður gífurleg aukning í fiskeldi mestu, en það hefur verið sá
atvinnuvegur í framleiðslu matvæla sem hraðast hefur vaxið
síðustu 20 árin.
Batnandi afkoma í þróunarlöndunum hefur aukið eftirspurn
eftir kjöti og fiski og stöðug eftirspurn hefur verið eftir fiski á
hefðbundnum mörkuðum eins og í Bandaríkjunum, Japan,
Frakklandi og á Spáni.
Góð afkoma hefur verið í laxeldi frá árinu 2012 og hefur það
skilað miklum arði. Marine Harvest er stærsti framleiðandi á laxi
í heiminum og hefur skilað mun meiri hagnaði en framleiðsla á
próteini almennt og miklu meiri en landbúnaðargeirinn.
Þessi staðreynd hefur leitt til þess að fyrirtæki í landbúnaði
sækja nú í vaxandi mæli inn í fiskeldið. Bandaríska fyrirtækið
Cargill keypti til dæmis norska fóðurframleiðslufyrirtækið Ewos
fyrir ríflega 170 milljarða íslenskra króna og japanska samsteyp-
an Mitsubishi greiddi 148 milljarða króna fyrir norska laxeldis-
fyrirtækið Cermaq.
Framboð á fiski mun halda áfram að aukast þökk sé fiskeld-
inu samkvæmt mati FAO. Gert er ráð fyrir að fiskeldi í heiminum
vaxi um 4 til 5% á ári næsta áratuginn og þannig verði aukning-
in orðin um þriðjungur árið 2026. Veiðar skila um 100 milljón-
um tonna og hafa gert um tíma. Ekki er gert ráð fyrir að aukning
verði í veiðunum.
Spáð er að heildarframleiðsla úr eldinu fari yfir 100 milljóna
tonna markið í fyrsta sinn árið 2025 og að hún nái 102 milljón-
um tonna árið 2026.
Engu að síður verða eldisfyrirtækin að taka tillit til vaxandi
áhuga neytenda á umhverfismálum og byggja á sjálfbærni til
langframa. Það gæti hægt á vextinum.
Viktor í brúnni á einu af fyrri skipunum, sem hann hefur verið með.
Mikil ísing getur myndast á skipunum í norðurhöfum og hér er verið að
berja ansi þykkt lag af síðunni.
Viðskipti með
fisk á heimsvísu
aldrei verið meiri
Vöxtur í fiskeldi
drífur áfram
stöðuga aukn-
ingu heimsvið-
skipta með fisk-
afurðir og trónir
laxinn þar á
toppnum.
F
réttir