Ægir - 01.08.2017, Qupperneq 21
21
bergi ÓF 1, nýjum frystitogara
Ramma hf. Skipið kom til lands-
ins í maí og fór fyrstu prufutúra
í byrjun júní. Sólberg ÓF er
frystitogari af fullkomnustu
gerð, búinn flakavinnslulínum,
pönnu- og lausfrystum, vatns-
skurðarvél, mjölverksmiðju og
mikilli sjálfvirkni í pökkun og
frágangi afurða á vörubretti.
Skipið getur dregið tvö troll
samtímis.
Flök og bitar
Stóru tíðindin í Sólbergi ÓF er
vatnsskurðarvélin frá Völku hf.
en þetta er í fyrsta skipti sem
slík fiskvinnsluvél er í vinnslu-
skipi úti á sjó. Mögulegt er því
að skera flök í bita og annað
hvort lausfrysta eða pönnu-
frysta með millileggi. Eins og
gefur að skilja er þessi vara ný
af nálinni á afurðamörkuðum.
Skipið kom til hafnar á Siglufirði
um mánaðamótin ágúst-sept-
ember og gerði stutt hlé á veið-
um meðan annarri vatnsskurð-
arvél var bætt við vinnslulín-
una, sem eykur afkastagetuna í
þeirri vinnslu.
„Bitaskurðurinn hefur komið
ljómandi vel út hjá okkur en
það getur verið breytilegt milli
túra á hvað er lögð áhersla í
vinnslunni. Því ræður fyrst og
fremst fyrir hvaða viðskiptavini
er verið að vinna hverju sinni.
Ég er mjög ánægður með út-
komuna á þessari nýbreytni en
við getum með þessum búnaði
bæði skorið flök í bita og bein-
skorið flökin, ef þörf er á. Mér
sýnist bitaskurðurinn lofa góðu
fyrir framtíðina hjá okkur,“ segir
Sigþór.
Skip hlaðið búnaði
Sólberg ÓF 1 er skip hlaðið
búnaði, eins og við er að búast
þegar frystitogari af þessari
stærð er annars vegar. Auk bita-
skurðarvélarinnar má nefna að í
skipinu er einnig ný prótein-
verksmiðja frá Héðni hf. sem
vinnur mjöl og lýsi úr hausum,
beinum og slógi. Allur afli er því
nýttur um borð.
Af öðrum búnaði um borð
má nefna hausara og flökunar-
vélar frá Vélfagi ehf. í Ólafsfirði,
fiskvinnslutæki eru frá Optimar,
rafmagnsvindur frá Rapp og að-
alvél frá Wartsila. Aflanemakerfi
er frá Scanmar, siglingatæki frá
Furuno, Simrad, Sailor og fleiri
framleiðendum. Skipið er hönn-
un frá norska fyrirtækinu Skip-
steknisk AS og var smíðað hjá
Tersian skipasmíðastöðinni í
Tyrklandi. Sólbergið er 80 metra
langt og 15,5 metra breitt. Tvær
áhafnir eru á skipinu en þær
voru áður á frystitogurunum
Mánabergi og Sigurbjörgu í
eigu sömu útgerðar. Gert er ráð
fyrir að ársafli Sólbergs verði
12-15.000 tonn.
Lærdómur í fyrstu túrum
„Við höfum langmest verið á
þorskveiðum í sumar og bæði
verið góð veiði og fiskurinn
vænn. Fyrri hluta sumars var
mjög góður afli hér grunnt út af
Norðurlandi en við fórum svo
dýpra þegar á sumarið leið. Mér
líst afar vel á skipið, auðvitað er
maður enn að læra á þetta allt
saman en skipið er aflmikið og
lætur vel að stjórn. Þessir fyrstu
túrar fara því talsvert mikið í
það hjá áhöfninni að læra á
skipið og búnaðinn og þjálfa
verkferlana um borð. En við er-
um búnir að prófa flest og líst
vel á. Það eru allir sammála um
að viðbrigðin frá gömlu skipun-
um er mikil og tilhlökkun þegar
reynslutíminn verður að baki
og festa kemst í sóknina. Við
gerum ráð fyrir að túrar verði að
jafnaði um 30 sólarhringar,“
segir Sigþór.
Sigþór Kjartansson, skipstjóri á Sólbergi ÓF 1.