Ægir - 01.01.2018, Blaðsíða 8
8
Þrátt fyrir sjómannaverkfall í
upphafi ársins 2017 jókst heild-
arafli íslenska fiskiskipaflotans
um 107 þúsund tonn á árinu,
samanborið við árið á undan. Í
heild nam aflinn 1.176,5 þús-
und tonnum, samkvæmt tölum
Hagstofu Íslands. Líkt og oft
áður liggur skýring á þessari
sveiflu í auknum loðnu- og kol-
munnaafla milli ára en í heild
veiddust 197 þúsund tonn af
loðnu á vetrarvertíðinni í fyrra,
sem var nánast tvöföldun í
magni frá árinu 2016. Af kol-
munna veiddust 229 þúsund
tonn, samanborið við tæplega
187 þúsund tonn árið 2016.
Sjómannaverkfallið getur
hins vegar skýrt samdrátt sem
varð í botnfiskaflanum milli ára.
Heildarafli botnfisks í fyrra nam
tæplega 429 þúsund tonnum
og minnkaði hann um 6% frá
árinu 2016. Af þessum afla var
þorskur tæplega 253 þúsund
tonn og var það 4% minni afli
en árið 2016. Flatfiskaflinn dróst
saman um 8% milli ára og var
tæplega 22 þúsund tonn í fyrra.
Einnig minnkaði afli skel- og
krabbadýra úr 12.700 tonnum
árið 2016 í 10.400 tonn í fyrra.
Sveiflurnar milli einstakra
mánaða í samanburði þessara
tveggja ára þurfa að skoðast
með tilliti áhrifa sjómannaverk-
fallsins. Þannig má sjá að fiskafl-
inn var 18% meiri í desember í
fyrra en árið á undan en þar
kemur verkfallið til þar sem það
hófst 14. desember árið 2016.
Þar sem verkfallið varði síðan
fram í febrúar varð sóknin tals-
vert stífari hjá mörgum útgerð-
um það sem eftir lifði kvótaárs-
ins og í raun allt árið.
Fiskveiðar 2017
Heildaraflinn nálægt
1,2 milljónum tonna
Fiskafli á Íslandsmiðum
Desember Janúar-desember
2016 2017 % 2016 2017 %
Fiskafli í tonnum
Heildarafli 59.576 70.214 1.069.855 1.176.545
Botnfiskafli 26.364 32.272 456.944 428.960
Þorskur 15.907 20.023 264.358 252.751
Ýsa 2.291 2.959 38.585 36.193
Ufsi 2.630 3.973 49.633 49.349
Karfi 4.093 3.391 63.656 58.547
Annar botnfiskafli 1.441 1.926 40.712 32.120
Flatfiskafli 803 961 23.939 21.926
Uppsjávarafli 32.160 36.602 576.166 715.219
Síld 13.308 5.186 117.615 124.270
Loðna 0 0 101.089 196.832
Kolmunni 18.852 31.416 186.915 228.928
Makríll 0 0 170.541 165.188
Annar uppsjávarfiskur 0 0 5 0
Skel- og krabbadýraafli 250 379 12.720 10.406
Annar afli 0 0 86 35
Eins og sjá má í töflunni er aukning heildarafla fyrst og fremst skýrt með meiri afla af loðnu og kolmunna.
F
isk
a
flin
n