Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2018, Blaðsíða 33

Ægir - 01.01.2018, Blaðsíða 33
33 undir meðallagi í þyngd og raunar er árgangurinn frá 2015 sá léttasti frá árinu 1996. Mikið af stórþorski Auk þess að það staðfestist enn í niðurstöðum haustrallsins að þorskstofninn á Íslandsmiðum er jafnt og þétt að styrkjast þá segir Kristján ljóst að stór þorsk- ur sé kominn til að vera í afla skipa í nánustu framtíð. „Eldri fiskunum er að fjölga og við sjáum miklu meira af þorski 9 ára og eldri en í upp- hafi rallmælinganna og kemur það fram í bæði haust- og vor- rallinu. Hvernig þróunin verður er ekkert hægt að fullyrða um en þetta er dæmi um áhrifin af minnkandi sókn í þorskinn yfir langt tímabil. Stórþorskurinn hverfur því ekki úr veiðinni nema til kæmi stóraukin sókn,“ segir Kristján. Uppsveifluár ýsunnar Haustrallið staðfesti einnig vöxt ýsustofnsins sem hefur verið á ákveðinni uppleið síðustu ár eftir nokkurra ára niðursveiflu. Ýsa veiðist á allri grunnslóðinni við landið en frá aldamótum hefur hún meira haldið sig fyrir norðan og vestan landið en sunnan. Kristján segir skýringu á þeirri breytingu að finna í þró- un hitastigs sjávar. „Fram að aldamótum fékkst alltaf meira af ýsu fyrir sunnan landið en síðan snerist þetta við og hefur haldist,“ segir hann en stofnvísitala ýsu hækkaði í mæl- ingunni í haust frá fyrra ári. Hún hefur haldist svipuð frá árinu 2010. Fyrstu vísbendingar um ýsuárganginn 2017 benda til að hann sé yfir meðalstærð en ár- gangarnir tveir þar á undan mælast undir meðalstærð. Aftur á móti er ýsuárgangurinn 2014 sterkur. Meðalþyngd ýsunnar hefur hækkað talsvert á síðustu sjö árum. Gullkarfastofninn aldrei verið stærri Kristján segir erfitt að ráða í nið- urstöður mælinga á ufsa, jafn- vel þótt að stofnvísitalan hafi mælst hærri í báðum mæling- um á síðasta ári en undanfarinn áratug. Ástæðan sé sú að mikill ufsaafli í stökum togum geri að verkum að staðalfrávik verði há. Mikið fæst af stórum ufsa sem er yfir fimm ára gamall en mest fékkst af ufsa fyrir norðvestan og sunnanvert landið. „Gullkarfastofninn hefur aldrei verið stærri og hefur ver- ið vaxandi frá aldamótum. Þetta er sami stofn og við Aust- ur-Grænland þannig að þar á milli er mikil tenging hvað t.d. nýliðun varðar. Þannig eru þessi svæði metin saman þeg- ar við skoðum stöðu gullkarfans hjá okkur. Ef við horfum t.d. til grálúðunnar þá féll hún hratt upp úr aldamótum og hefur verið hægt vaxandi á ný. Djúp- karfinn er líka að rétta úr kútn- um en við erum fyrst og fremst að sjá stærri fisk í karfategund- unum,“ segir Kristján. Sjávarhitastigið stöðugt Í lok niðurstöðuskýrslu Hafrann- sóknastofnunar er gerð grein fyrir mælingum á hitastigi sjáv- ar. Botnhitastig sjávar hefur verið stöðugt frá árinu 2007 en fram til ársins 2007 hækkaði hitastig á grunnslóð um tæpar 2 gráður. Á djúpslóð fyrir Norð- ur- og Austurlandi er sjórinn mjög kaldur en litlar breytingar hafa orðið á rannsóknatíman- um. Fyrir sunnan og vestan land hefur hitastigið hækkað lít- tillega á djúpslóð en verið svip- að á grunnslóð. Á trolldekkinu í togararallinu í haust. Mynd: Svanhildur Eggertsdóttir – Hafrannsóknastofnun Gullkarfastofninn stendur afar vel. Mynd: Svanhildur Eggertsdóttir – Hafrannsóknastofnun

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.