Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2018, Blaðsíða 29

Ægir - 01.01.2018, Blaðsíða 29
29 menn frá Fiskistofu um borð og séu um borð tvisvar til þrisv- ar á ári á Íslandsmiðum. „Þegar ég fer norður til Noregs koma norskir eftirlitsmenn um borð reglulega og þegar við förum til Rússlands, er eftirlitsmaður um borð allan tímann. Svo halda menn því fram að við hirðum bara stóra fiskinn og hendum hinu. Það eru bara helber ósannindi. Það er líka staðreynd að það eru fá skip, sem láta reka jafnmikið og Kleifabergið til að vinna fisk, svo hann bíði ekki of lengi fyrir vinnslu. Okkur finnst vont að draga troll með fiski í upp í sjó. Okkur finnst það fara verr með hráefnið og fiskurinn verður verri til vinnslu. Þessi umræða er mikið vatn á myllu þeirra sem eru að öf- undast út í frystitogarana og þeir eru margir sem vilja leggja stein í götu þeirra. Skipa sem sækja fisk fyrir fleiri milljarða inn í aðrar lögsögur sem skila miklum skatttekjum til hins op- inbera. Það er aldrei tekið inn í myndina,“ segir Víðir. Þarf nýtt og öflugt skip Víðir veltir því fyrir sér hvort það sé góð þróun að alltaf komi fleiri og fleiri „menntamenn“ inn í sjávarútvegsfyrirtækin. Menn sem aldrei hafi komið til sjós. Hann telur að menn verði að hafa raunverulega reynslu af sjómennsku til að skilja hvernig best sé að haga útgerðinni. Sé litið á þau sjávarútvegsfyrirtæki sem standi sig best, sjáist að þar séu strákar við stjórnvölinn, sem hafi þessa nauðsynlegu reynslu. Að loknum þessum um- ræðum tekur Víðir fram að Kleifabergið sé orðið gamalt og þarfnist endurnýjunar. „Þó við höfum verið að gera vel, höfum við ekki roð í þessi nýju og glæsilegu skip eins og Sólberg- ið. Aðbúnaður um borð er mun lakari í svona gömlu skipi. Það þarf nýtt og öflugt skip til að halda góðum gangi í þessu. Skip sem getur dregið tvö troll, getur skilað meiri afköstum, verðmeiri afurðum og fer betur með mannskapinn,“ segir Víðir. Glaðbeitt áhöfn Kleifabergsins eftir mettúr á miðunum árið 2015. Karfinn hausaður í vinnslunni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.