Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2018, Blaðsíða 15

Ægir - 01.01.2018, Blaðsíða 15
15 www.matis.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5- 20 76 Hugsaðu inn í boxið ... Flest nýsköpun felst í að koma auga á nýja möguleika í því sem fyrir er. Finna not fyrir það sem áður var hent. Sjá tengingar sem aðrir sjá ekki. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem þetta geta að pakka hugmyndunum sínum inn og koma þeim í framkvæmd, okkur öllum til hagsbóta. Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir ölbreyttu rannsóknar-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi. um að ræða breytingar á af- urðameðhöndlun og hráefnis- gæðum, sem og byltingu í vinnuaðstöðu sjómanna. „Ég get tiltekið marga þætti sem öllu þessu fylgir og eru dæmi um breytingarnar sem eru að verða fyrir okkur. En bara til að nefna eitt atriði þá mun þessi mannlausa og sjálfvirka lest birtast með víðtækum hætti. Þarna er tekið út úr myndinni vinnusvæði sem fylgir mikið álag fyrir skrokkinn á sjómönnum, erfið vinna, mikil slysatíðni og svo framvegis,“ segir Eiríkur. Framsýni og áræðni hjá HB Granda og Skaganum 3X Þegar það var kunngert á sínum tíma að HB Grandi og Skaginn 3X hafi samið um útfærslu á þessum nýju togurum með of- urkælingu, íslausri og sjálfvirkri lest komu strax fram efasemdar- raddir sem töldu slíka byltingu aldrei geta gengið. Eiríkur segir að þær séu ekki þagnaðar, þrátt fyrir að komin sé nokkurra mán- aða reynsla um borð í Engey RE. „Mér finnst það til vitnis um mikla framsýni og áræðni hjá HB Granda og Skaganum 3X að ráðast í þetta mikla þróunar- verkefni. Þarna var mikið lagt undir og athyglisvert að þarna var ekkert plan B. Menn voru einbeittir í því að láta verkefnið ganga upp og það hefur tekist. Efasemdaraddirnar eru vissu- lega enn til staðar þrátt fyrir það, sem er ekki nýtt af nálinni þegar svona miklar tæknibreyt- ingar koma fram á sjónarsvið- ið,“ segir Eiríkur. Sem kunnugt er kom þriðji og síðasti togarinn hjá HB Granda, Viðey RE, til landsins skömmu fyrir jól og er vinna við uppsetningu búnaðar um borð þegar hafin á Akranesi. Gera má ráð fyrir að Viðey haldi til veiða um mitt sumar. Hér sjást hleðslustöðvarnar. Fiskurinn kemur á færiböndum og fer ofan í kar þar sem honum er raðað. Skammturinn er 300 kíló í hvert kar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.