Ægir - 01.01.2018, Blaðsíða 18
18
mót í rekstri fyrirtækisins. Miklu
skipti að fá ný skip í rekstur og
tækifæri séu í nýjungum um
borð s.s. framleiðslu á mjöli og
lýsi, sem og beina- og bita-
skurði með vélum.
„Við bindum vonir við að
skipin verði rekstrarlega hag-
kvæm fyrir okkur en stærsta
breytingin er fyrst og fremst í
aðbúnaði og vinnuaðstöðu
áhafnanna. Tæknin er meiri um
borð og vinnan á að vera léttari.
Íbúðir eru líka rýmri og vonandi
erum við að tryggja sjómönn-
um betra vinnuumhverfi. Svona
stór skip fara vonandi líka betur
með mannskapinn en gömlu
skipin gerðu. Við ætlum líka að
gera tilraun með að festa túra-
lengdina og sömuleiðis stopp-
in. Við miðum við að túrarnir
verði 6-7 vikna langir,“ segir
Óskar og nefnir einnig ávinning
í þáttum á borð við betri elds-
neytisnýtingu og meiri nýtingu
á því sem upp úr sjónum kem-
ur.
„Með fésvélinni getum við
t.d. framleitt nýjar afurðir úr
hausunum og sömuleiðis brætt
beinagarð og slóg í mjöl og lýsi.
Beina- og bitaskurðurinn opnar
líka ný tækifæri. Það mun taka
okkur tíma nú í byrjun að slípa
þetta allt saman til en það hefur
gengið mjög vel á Cuxhaven þá
mánuði sem skipið hefur verið
að veiðum.“
Asía og Bretland stærstu
markaðssvæðin
Stærstu markaðssvæði fyrir af-
urðir DFFU eru í Asíu fyrir karfa
og grálúðu en Bretlandsmark-
aður fyrir sjófryst flök. Óskar
segir fyrirtækið ráða yfir nægum
aflaheimildum fyrir skipin tvö.
„Aflabrögðin ráða auðvitað
mestu um hvernig úthaldið er
frá einu ári til annars en miðað
við aflaheimildir okkar þá höf-
um við nægar heimildir til að
halda skipunum úti 10 mánuði
á ári. Verkefnin eru því næg fyrir
skipin og mjög spennandi að
hefja nú útgerð þeirra. Smíða-
verkefnið er búið að taka tvö og
hálft ár og því eru mikil kaflaskil
þegar því lýkur og útgerð skip-
anna hefst af fullum krafti,“ seg-
ir Óskar.
Fjölþjóðlegt verkefni sem vekur
athygli
Eins og áður segir var fjölmennt
í nafngiftahátíð skipanna í Cux-
haven nú í janúar en auk fjöl-
margra boðsgesta nýttu sér
hátt í 2000 manns að fá að fara
um borð og skoða skipin. Óskar
segir ánægjulegt hversu mikinn
þátt íslensk fyrirtæki í þjónustu
við sjávarútveg eigi í smíðinni
og búnaði um borð.
„Það er eftir því tekið sem
við erum að gera í sjávarútvegi
og mikill áhugi, líkt og þessi að-
sókn sýndi. Við erum að sjálf-
sögðu fyrirtæki sem er nátengt
Íslandi en höfum líka reynslu af
því að vinna áður með nokkrum
þessara íslensku fyrirtækja sem
að verkefninu komu. Það má
því segja að verkefnið sé nokk-
uð fjölþjóðlegt og í takti við
það umhverfi sem við störfum í
hér í Cuxhaven,“ segir Óskar.
Mikil tímamót eru fyrir DFFU að taka þessi tvö nýju skip í rekstur. Yfirmenn skipanna eru íslenskir og hér eru
forsvarsmenn fyrirtækisins í brúnni á Cuxhaven með skipstjórnendunum. Frá vinstri: Óskar Ævarsson, út-
gerðarstjóri, Hannes Indriði Kristjánsson og Stefán Viðar Þórisson, skipstjórar á Cuxhaven, og Haraldur Grét-
arsson, framkvæmdastjóri DFFU.
Það er vítt til veggja um borð og allar vistarverur mjög rúmgóðar. Hér
sést hluti af matsalnum.
Vistarverur eru fyrir 35 manna áhöfn um borð.