Ægir - 01.01.2018, Blaðsíða 28
28
með þá áhöfn, en þetta voru
mikið til Ólafsfirðingar. Allt
hörkuduglegir menn og það
var mikið lán að fá þá. Það hefur
því verið nokkuð góður gangur
á okkur allan þennan tíma, en
þó lagaðist mikið árið 2009,
þegar skipinu var breytt þannig
að við fengum meiri orku aftur í
skrúfu. Þá fór okkur að ganga
betur, en það var Bragi vinur
minn Ragnarsson, tæknimaður
hjá Brimi, sem lagaði þetta fyrir
mig,“ segir Víðir Jónsson.
„Brim keypti skipið af
Rammanum árið 2007 á 170
milljónir með öllum veiðarfær-
um og áhöfn. Svona eftir á
finnst manni svolítið skrítið
hvers vegna Ramminn seldi
þetta skip en ekki eitthvert ann-
að þar sem svona lítið fékkst
fyrir það. Aflaverðmæti á ári síð-
ustu árin hafa verið yfir tveir
milljarðar og besta árið hjá okk-
ur var 3,7 milljarðar. Þá vorum
við að fiska fyrir 10 milljónir á
dag og vorum mikið uppi í Bar-
entshafi.
Það er svo sem margt sem
maður getur sagt um þetta allt
saman. Við erum á síðustu
fimm árum búnir að vera mjög
mikið uppi í Barentshafi, nokkra
mánuði hvert ár. Engu að síður
vorum við á sama tímabili að
landa 17.170 tonnum af ufsa af
Íslandsmiðum. Það er um 6.000
tonnum meira en næsta skip.
Þessi árangur skipsins stenst al-
veg fyllilega samanburð við
það sem best hefur verið gert
áður. Tölurnar segja það ein-
faldlega.“
Margþættar ástæður
En hverjar eru skýringarnar á
þessum miklu afköstum?
„Það eru svo sem margþættar
ástæður fyrir þessum góða ár-
angri, en umræðan er svolítið
skrítin því menn segja oft að
það séu allir hættir að fiska síð-
an kvótakerfið kom. Það sé
kvótinn sem ráði því hvernig
skipunum gengur. Ég er ekki
þeirrar skoðunar og það hefur
ekkert breyst að mönnum
gengur misvel að fiska. Ég er
svo lánsamur að búa að mjög
góðu fólki, góðu millidekki,
góðri útgerð og frábærum vél-
stjórum sem þurfa að sinna öll-
um græjum á millidekki og allt
þetta hjálpast að. Svo er mikill
áhugi á því að spá í það hvernig
við stundum veiðarnar og
hvernig við gerum þetta allt.
Ég hef haft mikil áhrif á það
sem skipstjóri, hvenær er farið á
ákveðin veiðisvæði og hvernig
veiðiferðum er háttað. Ég held
að það myndi verða verra fyrir
útgerðina ef skrifstofan færi að
stjórna veiðunum, hvert farið
er, klukkan hvað og hvenær. Ég
held að það sé betra að við
skipstjórarnir höfum aðeins
hönd í bagga með þetta. Það
eru því margir þættir sem hafa
áhrif á árangurinn.
Ég bendi til dæmis á þá
staðreynd að Kleifabergið er
eina skipið núna sem er með
frystilest undir millidekkinu.
Fyrir vikið er meiri kuldi á milli-
dekkinu hjá okkur en á skipum
þar sem vélarrúmið er undir
því. Þess vegna helst fiskurinn
hjá okkur lengur kaldur og er
þannig betra hráefni fyrir
vinnsluna og skilar betri afurð-
um. Þá eru afköstin meiri þegar
fiskurinn er ekki farinn að slapp-
ast.
Þetta er margþætt og allt
hefur lagst á eitt. Svo reynum
við bara að vera þar sem fiskur-
inn er. Við höfum mikið verið að
glíma við ufsa undanfarin ár.
Hann getur verið kraftmikill
þegar við hittum á hann en er
líka stundum erfiður,“ segir Víð-
ir.
Sakaðir um að stunda brottkast
Víðir og hans menn á Kleifa-
berginu voru fyrr í vetur sakaðir
um að stunda brottkast í frétta-
skýringaþættinum Kveik.
„Ég get hins vegar alveg tek-
ið undir það sem kom í þættin-
um Kveik um makrílinn sem þar
var sýndur. Ég var reyndar ekki
um borð þá en það skemmdist
hjá þeim makríll og hann fór í
sjóinn. Á þessum tíu árum hafa
líklega 10.000 tog verið tekin
og við það kemur ýmislegt upp
á, en heilt yfir reynum við að
vanda okkur. Ég myndi vera síð-
asti maður til að taka undir það
að aldrei færi neitt kvikindi í sjó-
inn þar sem ég hef verið við
stjórnvölinn. En að það sé gert
með einhverjum skipulögðum
hætti er hreinlega rangt. Við er-
um að reyna að vanda okkur.
Það fer alltaf einn og einn fiskur
í sjóinn og það mun ekki hætta
að gerast þó ég fari í land.
Brottkast getur aldrei verið núll.
Það er hægur vandi að láta
hlutina líta illa út með mynd-
broti sem tekið er í fimmtán
sekúndur.“
Þetta kannast enginn við
Fyrsta frétt í ríkissjónvarpinu 22.
nóvember fjallaði um brottkast
á fiski, sem búið var að hausa.
Þar átti að hafa verið hent um
þremur tonnum að beiðni skip-
stjóra og að áhöfninni ofbjóði.
„Þetta kannast ég ekki við
og þetta kannast hinn skipstjór-
inn heldur ekki við að hafi gerst
árið 2016 eins og sagt var. Þetta
kannast enginn við af þeim 40
mönnum sem eru um borð. Það
eru tíu menn á vakt á millidekk-
inu á tveimur gengjum. Ég er
búinn að hringja þrisvar í Sjón-
varpið og spyrja að því hvort
þeir telji sig vera með rétta frétt
og hvort ég geti þá fengið að
vita hvenær þessi myndbrot
voru tekin, hvaða dag og klukk-
an hvað. Ég fær bara þvert nei
og er því í erfiðri stöðu til að
verja mig. En ég verð að bera
virðingu fyrir því að fréttamenn
þurfa ekki að gefa upp heimild-
armenn þó að mér finnist það
hart þar sem ég veit að fréttin
er röng.
Sú umræða sem varð eftir
þetta særði mann svolítið mik-
ið, því maður getur hvergi borið
hönd fyrir höfuð sér. Meira að
segja fullyrti einhver á fundi á
Akureyri á milli jóla og nýárs hjá
skipstjórafélaginu að við hent-
um öllum fiski nema þeim
stóra. Það er skelfilegt að sitja
undir þessu og sá stimpill sem
er kominn á mig og skipið er
ekki góður og ég næ honum
aldrei af.“
Eftirlitsmenn reglulega um borð
Víðir segir að í þessu tilfelli sé
hægt að benda á að það komi
Gott karfahol komið inn á dekk.