Ægir - 01.01.2018, Blaðsíða 9
9
F
isk
istofn
a
r
Nýjar rannsóknir Dana sýna að
vöxtur og viðgangur smærri
fisktegunda í Norðursjó er slak-
ur og hefur verið á niðurleið
síðan á síðasta áratug síðustu
aldar. Fiskurinn er styttri, rýrari
og nýliðun er slakari nú en þá.
Þetta eru til dæmis fiskar eins
og brislingur (tannsíld), sand-
síli, síld og spærlingur. Þessar
tegundir eru í lykilhlutverki í
fæðukeðju og lífríki Norður-
sjávarins. Þegar illa árar hjá
þeim raskar það allri fæðukeðj-
unni. Þetta segir Mikael van
Deurs, fiskifræðingur við haf-
rannsóknadeild Tækniháskóla
Danmerkur.
Miklar breytingar í lífríkinu
Nýju rannsóknirnar sýna að
hnignun þessara smáfiska hófst
í kringum 1993 og síðan þá hef-
ur að sögn Deurs sjálfbær veiði-
geta helmingast. Það þýðir að
nú geta sjómenn aðeins veitt
helming þess, sem þeir gátu
áður, eigi veiðarnar að vera
sjálfbærar.
Þessar tegundir eru að miklu
leyti veiddar til vinnslu á mjöli
og lýsi og eru þar miklar fjár-
hæðir í húfi. En hrunið í þessum
fiskistofnum stafar einnig af
breytingum á hafstraumum og
hitastigi í Norðursjónum. Áður
hafa fiskifræðingar bent á að
loftslagsbreytingar hafi leitt til
samdráttar í framleiðslu á dýra-
svifi í Norðursjó en það er aðal-
fæða síldar, brislings, sandsílis
og fleiri slíkra tegunda. Nú hef-
ur verið sýnt fram á þetta sam-
hengi. Lagðar hafa verið fram
sannanir um að miklar breyt-
ingar hafi átt sér stað í lífríki
Norðursjávarins og byggja þær
á upplýsingum úr rannsóknum
og frá sjómönnum í fjóra ára-
tugi.
Styttri fiskur og léttari
Niðurstaðan er að fiskurinn er
styttri. Lengdin er mæld á til-
teknum aldri fiskanna og hafa
allar tegundir styst nema brisl-
ingurinn. Styttingin nemur um
5%.
Fiskurinn er líka léttari. Þessar
fisktegundir vega að meðaltali
13% minna en á miðjum síðasta
áratug síðustu aldar. Það er les-
ið út úr sýnum, sem sjómönn-
um er skylt að afhenda til rann-
sókna.
Nýliðun er lakari. Rannsókn-
irnar gefa til kynna að nýliðun
hafi fallið um 28% en niður-
stöðurnar byggja meðal annars
á upplýsingum frá Alþjóða haf-
rannsóknaráðinu. ICES.
Niðurstaðan byggir bæði á
gögnum úr rannsóknum og
upplýsingum frá sjómönnum.
Hvort tveggja bendir í sömu
átt. Margar fiskitegundir í Norð-
ursjó vaxa hægar og gefa af sér
færri afkomendur.
Slakur vöxtur og við-
gangur í Norðursjó
Sandsíli er einn þeirra fiskistofna sem merkjanlega hafa gefið eftir í Norðursjó, samkvæmt nýjum rannsóknum.