Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.2018, Blaðsíða 31

Ægir - 01.01.2018, Blaðsíða 31
31 Guðmundur Árni Hannesson hefur verið fastráðinn á Kleifa- berginu síðan 2006. „Ég hef ver- ið með Víði allan tímann og ver- ið í hans áhöfn eftir að farið var að róa einn og einn eins og það er kallað. Frá 2012 hef ég bara verið í áhöfn með honum og Skarphéðni Gíslasyni, stýri- manni,“ segir Guðmundur. Það hefur gengið mjög vel að fiska þennan tíma, en af hverju fiskið þið meira en aðrir? „Ætli það sé ekki bara þetta gamla góða að þarna kemur margt saman. Öflug áhöfn og góð stjórnun bæði í brúnni og í landi. Þá erum við með rúmar aflaheimildir, sem auðvitað leiðir til meiri afla. Miklu máli skiptir hvað við höfum sótt mik- ið upp í Barentshafið. Það hefur verið stílað upp á að vera þar á hentugum tíma, bæði þegar við eru innan lögsögu Noregs og Rússlands. Það skiptir miklu að fara þangað þegar mest veiði- von er og veðrið skikkanlegt. Þess vegna höfum við oft verið þarna á vorin og sumrin.“ Er þetta ekki mikil vinna, þeg- ar atið er sem mest? „Þetta útheimtir auðvitað mikla vinnu og ekki síður gott skipulag. Skipuleggja þarf veið- arnar í samræmi við vinnsluna og síðan vinnsluna sjálfa mjög vel. Áhöfnin er búin að vera saman nánast óbreytt í mörg ár. Sumir eru meira að segja búnir að vera með kallinum frá því skipið kom til Ólafsfjarðar 1997. Menn kunna því vel til verka og eru mjög samhentir. Þó mikið sé að gera höfum við ekki staðið frívaktir á þessu skipi í nokkur ár. Við höfum rek- ið okkur á að það skilar ekki auknum afköstum til langs tíma. Fyrst eftir að ég kom á skipið stóðum við stundum frívaktir en þá fólst það reyndar bara í að tveir eða þrír hásetar fóru fram á og slógu úr tveimur tækjum. Það tók kannski klukkutíma eða einn og hálfan, en svo var það líka lagt af. Síð- ustu árin höfum við bara staðið sex tíma vaktirnar. Mönnum hefur held ég alltaf liðið vel hérna um borð og góð stjórnun er á hlutunum. Góður mórall hjá okkur. Skipið er reyndar orðið gamalt. Komið á fimmtugsaldurinn og má því segja að það sé að koma tími á endurnýjun, “ segir Guðmundur Árni. Guðmundur Árni Hannesson, háseti á Kleifabergi Erum ánægðir hér um borð Guðmundur Árni við vinnu sína á dekkinu á Kleifabergi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.